Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 8
smanninn séra
Bjarna sem var hér
sóknarprestur lengi.
Hann var mikið skáld og
söngmaður og hafði þann
eiginleika að hrífa fólk með
sér,“ segir Aðalheiður sem sjálf
hefur ekki legið á liði sínu þegar
kemur að menningarlífinu í bænum og
að deila gleðinni.
Menningarhús, vinnustofa, listasmiðja og
heimili allt í senn
Árið 2011 festi hún kaup á Alþýðuhúsinu og gerði það
upp ásamt vinum og fjölskyldu áður en hún flutti svo
aftur á æskuslóðirnar. Alþýðuhúsið er allt í senn menn-
ingarhús, heimili listamannsins og vegleg vinnustofa sem
er ekki algengt hér á landi þó slíkt þekkist hjá listafólki
erlendis.
„Við höfum staðið fyrir allskonar menningarviðburðum
hér í húsinu, allt frá mánaðarlegum sýningum í
Kompunni yfir í stórar listasmiðjur og vinnustof-
ur sem standa í allt að tvær vikur. Hér hefur fólk
getað mætt á fjölbreytta tónleika, séð gjörninga,
hlustað á ljóðalestur, tekið þátt í og upplifað dans,
sirkus, listasmiðjur fyrir börn og ótal margt fleira. Ef
fólk vill líta inn þegar það heimsækir bæinn, og engin
skipulögð dagskrá er í gangi, þá er Kompan opin alla daga
frá kl. tvö til fimm og fyrir utan stendur skilti sem á stend-
ur opið. Stóri viðburðurinn í næsta mánuði er menning-
arhelgi sem ég kalla Frjó en hún verður núna fyrstu
helgina í júlí. Þar verða tvennir tónleikar á föstudags- og
laugardagskvöld sem samanstanda af sex atriðum, allt á til-
raunakenndum spunanótum. Svo er líka sýningaropnun og
listamannaspjall sömu helgi. Ég veit ekki hvað ég á von á
mörgum gestum en það eina sem maður getur gert er auð-
vitað bara að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og sjá svo
bara hverjir koma. Stundum komast miklu færri að en vilja
og sérstaklega núna þegar þarf að takmarka fjöldann.“
Greiðvikni og góð samskipti einkenna
stemmninguna í bænum
Aðalheiður segir kostina við það að búa á Siglufirði
endalaust marga. Einn þeirra sé smæð samfélagsins.
A
ðalheiður er mikil menningarsprauta fyrir
norðan og hefur verið árum saman, enda hef-
ur hún búið í þessum fagra landshluta frá fæð-
ingu.
„Ég er fædd og uppalin á Siglufirði. Flutti
svo alla leið til Akureyrar þegar ég hóf nám en kom svo til
baka á æskuslóðirnar fyrir átta árum,“ segir Aðalheiður.
„Svo dvel ég reyndar alltaf í sirka tvo til þrjá mánuði
erlendis á hverju ári, kannski fjórar til sex vikur í senn,
en þá dvel ég á vinnustofum fyrir listamenn og sinni
mínu starfi. Ég hef látið þessar ferðir duga enda hentar
það mér ágætlega að búa bara heima hjá mér.“
Menningarlífið hefur gert Akureyri líflegri og skemmtilegri
Listakonan segir að sér hafi líka líkað afskaplega vel
að búa í höfuðstað Norðurlands á sínum tíma en þar
stundaði hún nám í myndlistarskólanum.
„Á þeim tíma var mikill uppgangur í listalífinu á Akur-
eyri og ég tók þátt í því að byggja upp Listagilið ásamt
mörgum öðrum,“ rifjar hún upp. „Þetta var svona upp úr
1990 og það má segja að menningarlífið fyrir norðan hafi
síðan tekið stóran vaxtarkipp á tíu árum og frá því upp
úr síðustu aldamótum hefur það verið virkilega blómlegt.
Það hefur verið stofnuð sinfóníuhljómsveit, byggt veg-
legt menningarhús og listasöfnin eru víða og allt hefur
þetta gert bæinn mikið líflegri og skemmtilegri.“
Öðlingsmaðurinn Bjarni hreif alla með sér
Þegar menningar- og listalíf hefur skotið rótum á ein-
um stað og tekið að blómstra er eðlilegt að frjókornin
fjúki til nærliggjandi byggða enda fátt sem gerir bæjar-
félög skemmtilegri en gróskumikið menningarlíf. Á síð-
ustu árum hefur Siglufjörður tekið rækilega við sér á
þessu sviði og nú er svo komið að þessi fallegi bær hefur
öðlast mikið aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda
ferðamenn. Aðalheiður segir að þar spili margir þættir
saman og að mestu megi þakka þetta bæði sögu bæjarins
og samstöðu bæjarbúa.
„Siglufjörður hefur alltaf verið ríkur að menningar-
sögu sem rekur sig alveg aftur til síldaráranna en á síð-
ustu árum hefur alltaf bæst meira og meira við flóruna
og fjölbreytnin er orðin mikil. Tónlistarlífið var kannski
það sem einkenndi bæinn mest á árum áður og það er
enn í fullu fjöri. Kannski má tengja þær rætur við öðling-
Alþýðuhúsið
á Siglufirði.
Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir
myndlistarmaður.
Aðalheiður gerir
einstök listaverk.
Í hinu reisulega Alþýðuhúsi á Siglufirði býr og starfar
myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Landsmenn þekkja flestir spýtuverkin hennar sem
fagna okkar ástkæru íslensku sauðkind og allri
skemmtilegu bændamenningunni sem henni tilheyrir.
Margrét Hugrún margret.hugrun@gmail.com
„Fyrir mér er þetta
eins og móðurfaðmur
sem heldur fallega
utan um fólk“
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020