Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 12
Það er fátt betra en að njóta veðurblíðunnar í Sundlaug Akureyrar. H vað kom þér mest á óvart þeg- ar þú fluttir norður og varðst bæjarstjóri? „Það sem kom mér mest á óvart eftir að ég flutti norður er veðrið. Það er alltaf gott veður hérna og skýr skil á milli árstíða; veturinn harður, sumrin ljúf. Við upplifum mjög sjaldan rok og rign- ingu um lengri tíma eins og þekkist víða annars staðar á landinu. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað fólkið hérna er lífsglatt og opið og auðvelt að kynnast því. Mér hafði nefnilega verið sagt að Ak- ureyringar væru lokaðir en það er bara skrýtin skröksaga.“ Ef þú vildir fara í vikufrí norður, hvað myndir þú gera? Hvar myndir þú gista og hvar myndir þú borða? „Ef ég væri í vikufríi fyrir norðan þá myndi ég auðvitað bæði gista og borða á Ak- ureyri. Hér er úr nægu að velja hvort sem fólk vill vera á gistiheimilum eða hótelum, fá veislumat eða skyndibita. Ég myndi kíkja á söfn- in, fara í sund í Sundlaug Akur- eyrar, taka nettan ísbíltúr í góða veðrinu, fara á róðrarbretti á Pollinum, leigja mér hjól, ganga á Súlur og skella mér svo út í Hrís- ey, skoða eyjuna og fá mér fisk og franskar hjá Lindu. Ef ég vildi gera eitthvað algjörlega einstakt og hefði góðan tíma, þá myndi ég fara út í Grímsey, skoða lund- ann, rölta norður fyrir heim- skautsbaug og njóta sólarlagsins. Eitthvert kvöldið á Akureyri færi ég líka á Græna hattinn sem er einn alvinsælasti og besti tónleikastaður lands- ins. Fólk með börn unir sér vel á útivist- arsvæðum bæjarins, til dæmis í Kjarna- skógi þar sem eru alls konar leiktæki og hægt að grilla á sérútbúnum útigrillum, bara muna að koma með kolin. Svo eru æð- islegir leikvellir í bænum sem eru vel hirtir og þar geta krakkarnir gleymt sér við leik tímunum saman. Einn daginn færi ég út með Eyjafirðinum. Þar er margt að sjá. Kíkja á Hjalteyri, Hauganes og Árskógs- strönd og út á Dalvík á antíkmarkað hjá Arnari. Á leiðinni væri gaman að koma við og skoða antík hjá Fröken Blómfríði í Hörgársveit. Það er sko hægt að gera góð kaup á báðum þessum stöðum! Og auðvitað fara heim að Völlum í Svarfaðardal og kaupa þar silung, reyktan ost og ber. Svo er geggjað að hjóla Eyjafjarðarhringinn eða keyra hann. Jólahúsið, Kaffi kú, Brúnir, Deiglan listhús og Smámunasafnið eru allt staðir sem er þess virði að heimsækja. Og af því að ég elska flóamarkaði þá er frábær markaður í Sigluvík.“ Hvert er best geymda leyndarmál Norð- urlands? „Í mínum huga eru best geymdu leynd- armál Norðurlands veitingastaðir og flóa- markaðir, já og svo auðvitað Grímsey.“ Hvað ætlar þú sjálf að gera í sum- arfríinu? „Ég ætla auðvitað að njóta alls þess sem ég hef nefnt hér að framan í sumarleyfinu mínu á Akureyri og Norðurlandi, en svo förum við líka vestur á Patreksfjörð og í Stykkishólm að hitta ættingja okkar. Von- andi gefst okkur líka færi á að gista nokkr- ar nætur í fellihýsinu okkar.“ Hvað finnst þér skipta mestu máli að gera í fríum? „Í fríum er mikilvægast að skipuleggja ekki of mikið og spila frekar allt eftir eyr- anu.“ Hvernig klæðir þú þig í ferðalaginu? „Gallabuxur, létt ullarpeysa eða bolur og strigaskór er það sem mér þykir þægileg- ast.“ Hvað er best við íslenska sumarið? „Það besta við íslenska sumarið er birt- an.“ Ljósmynd/ John Reid, Unsplash Ógleymanlegt að njóta sólar- lagsins í Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir að það ætti engum að leiðast í sumarfríi á Akureyri. Sjálf er hún búin að búa í bæn- um í tvö ár og kann vel við sig en áður var hún bæjarstjóri í Vesturbyggð. Í sumarfríinu ætlar hún að njóta alls þess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða en hún hyggst einnig fara vestur á Patreksfjörð. Marta María | mm@mbl.is Fegurð Norður- lands er mikil. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, er hér ásamt eigin- manni sínum, Hafþóri Jónssyni sjó- manni og dóttur þeirra, Lilju Sigríði. Það er nauðsyn- legt að fá sér ís á góðviðrisdögum. Ljósmynd/ Alana Harris, Unsplash Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.