Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Svifið yfir túnum Heyskapur fer fram víðs vegar á landinu þessa dagana. Í Vatnsholti svifu fuglar yfir túnum á meðan slegið var og fylgdust með listilegri aðferð bóndans við sláttinn. Eggert Komið þið sæl les- endur góðir nær og fjær. Þegar ég réð mig til að vera lögreglumann á Patreksfirði síðla árs árið 1991 eftir áeggjan frænda míns sem er lögreglumaður, fannst mér það spennandi. Fljótlega fór ég að velta fyrir mér þeim möguleika á að gera það að ævi- starfi. Það varð síðan að veruleika haustið 1996, þegar ég hóf nám í Lögregluskóla ríkisins, þá fluttur norður með fjölskyldunni og var sendur af embætti Lögreglustjórans á Húsavík í skólann. Útskrifaðist síðan árið 1998, harla ánægður ásamt ævilöngum vinum og sam- starfsfélögum. Síðan eru liðin mörg ár og starfsaldur minn í lögreglu orðinn langur, góður og þroskandi á margan hátt en oft og tíðum erfiður og þá bæði líkamlega og andlega. Oft grátið eftir vaktir. Hér á árum áður voru menn tilbúnir að fórna ýmsu til að láta starfið ganga upp. Sinnt var útköllum á bakvakt, sinnt útköllum beint úr rúmi sofandi með síma á náttborði og farið út í alls kyns aðstæður, vaktfélagar studdir 24/7 ef eitthvað kom upp og auðvitað yfirleitt óvænt. Ómæld aukavinna vegna manneklu lögð af mörkum. Þá var fjölskyldan sett til „hliðar“ og farið í vinnuna og öllu fórnað fyrir vinnuveitandann. Alltaf fékk maður klapp á bakið frá næsta yfirmanni sem mat framlagið til samfélagsins og klapp á bakið fyrir vel unnin störf frá samborgurunum og var það hvetjandi og er hvetjandi enn en fjölskyldan leið því miður fyrir. Hins vegar man ég ekki eftir því að hafa verið þakkað af fulltrúum fjárveit- ingavaldsins sem ákvarðað hafa starfskjör okkar og greiðslur fyrir unna vinnustund. Það hefur ein- hvern veginn aldrei verið rétt gefið, hvorki til launa né fjárveitinga til löggæslu. Títtnefndur „niðurskurð- arhnífur“ hefur alltaf hangið yfir höfði okkar sem sinnt hafa löggæsl- unni og legið eins og mara á okkur öll þessi ár sem ég hef starfað við þetta. Það þreytir mann. Eins hafði verkfallsrétturinn, sá eini möguleiki okkar til að ná fram kjarabótum, verið þvingaður af okkur fyrir margt löngu þó rétt sé að lögreglumenn sömdu hann frá sér. Það var ekki fyrr en heyrst hafði frá ríkisvaldinu að hann yrði tekinn sama hvað menn segðu og gerðu. Ég hef stundum sagt að við fengum fjögur pör af svörtum sokkum fyrir þetta, svona í gríni. Þeir eru löngu orðnir ónýtir í dag. Tryggja átti okkur með þessari þvingun að við héldum ætíð launa- kjörum okkar í sam- ræmi við ákveðnar stéttir, m.a hjúkr- unarfræðinga, viðmið- unarstéttirnar. Þetta þótti ríkinu síðan gefa okkur of mikið og var tekið burt. Enda bara um 5-600 manns að ræða og ómerkilega stétt lögreglumanna sem skipti ekki máli. Olnbogabörn ríkisins Við þá auðvitað orðin verkfalls- réttarlaus og ekki með neitt í hönd- unum. Við erum í dag svo víðsfjarri frá launakjörum hjúkrunarfræðinga sem þið vitið að eru mjög óánægð með sín launakjör. Þið getið rétt hugsað ykkur hvernig staðan er hjá okkur í lögreglunni. Í dag hefur starfið breyst allmikið en mér hefur alltaf fundist sem grunnurinn verði að vera þessi já- kvæða þjónusta við hinn almenna borgara sem er báðum aðilum til hagsbóta. Lögreglan er því miður að fjarlægjast þennan þátt aðeins og er það mjög miður. Starfið er að verða að mínu mati stundum svolítið ex- celskjals-miðað, ef svo mætti að orði komast, en það er bara mín skoðun og endurspeglar kannski ekki rödd fjöldans. Ennfremur tel ég rétt að við mættum láta meira i okkur heyra um okkar málefni og það sem við sýslum við, en það er bara mitt álit. Við erum bara hreinlega ekki til finnst mér. Ég nefndi hér fyrr að við eldra starfsfólk lögreglunnar hefðum oft verið tilbúin að fórna heimilislífinu fyrir vinnuna. Þetta er breytt í dag og það er hið besta mál. Lög- reglumenn sem útskrifast núna hafa ekki endilega þetta hugarfar að vera tilbúin að „fórna“ öllu sínu fyrir starfið. Í dag vill starfsfólk lögreglu eiga kærkomið frí þegar það er ekki á skilgreindri vakt eða bakvakt og er alls ekki tilbúið að fórna „öllu sínu“ fyrir ríkið eins og við gömlu hund- arnir gerðum löngum stundum. Aukavinna fer þverrandi sem var undirstaða þess að maður náði end- um saman, þá auðvitað allt vegna bágra launakjara og afar lágs grunnkaups. Mér finnst það í sjálfu sér fínt að aukavinnan sé á undan- haldi en þá verða grunnlaunin að vera næg, til að lögreglumenn geti leyft sér að vinna einungis vinnu- skylduna sína og fjöldi okkar réttur til að anna þörfinni fyrir þjónustu okkar. Mér finnst vera að færast aft- ur í aukana eins og var hér áður að lögreglumenn vinni aukastarf/störf meðfram löggæslunni frekar en að taka þær fáu aukavaktir sem í boði eru. Það er betur borgað að dæla bensíni á bíla svo dæmi sé tekið, með fullri virðingu fyrir því ágæta starfi. Svo það sé á hreinu þá er lög- reglumanni ekki heimilt að stunda aukastarf nema með sérstöku leyfi sinna yfirmanna, sem er nú yfirleitt leyft með takmörkunum. Auka- starfið má auðvitað ekki koma niður á löggæslustarfinu. Þegar málum er þannig háttað og mönnum settar slíkar skorður þá mætti nú ætla að ríkið geri lögreglumönnum kleift að lifa af launum sínum sem þeir fá fyr- ir löggæsluna. Nei og nei, það er nú öðru nær og lögreglumönnum oft nauðugur einn kostur að stunda jafnvel nokkur aukastörf til að eiga í sig og á. Langþreyttur mannauður Í árdaga míns starfs sem lög- reglumaður var ég stoltur af því að vinna fyrir íslenska ríkið. Ég get ekki sagt að ég fyllist stolti af því að vinna fyrir ríkið í dag og er afar von- svikinn með vinnuveitandann minn og hans framkomu gagnvart starfs- fólki sínu. Ég vildi óska að ríkis- valdið tæki ákvörðun um að gera löggæslu hærra undir höfði og færa hana framar í forgangsröðina hvað fjárveitingar varðar. Enn fremur þyrfti ríkisvaldið að taka ákvörðun um hvort það ætlar að standa að þessari grunnþjónustu af myndar- skap eða ætti ríkið kannski bara að hætta með löggæslu alfarið? Lögreglan á Íslandi er ekkert annað en sá mannauður sem er fólg- inn í því fólki sem starfar við lög- gæsluna í dag en þessi mannauður er orðinn þreyttur og vonsvikinn með kjörin sín og starfsaðstæður. Það er ekkert skrítið að slysatíðni lögreglumanna er með því hæsta sem gerist og álagið mikið. Með því að leiðrétta grunnlaun lögreglu- manna, færa starfið úr láglauna- starfi gamla tímans og til nútímans, þ.e laun fyrir háskólamenntaða starfsmenn okkar og okkur gömlu reynsluboltana líka, getum við kom- ið í veg fyrir að við missum mann- auðinn okkar frá borði til annarra starfa. Það er að gerast. Það er löngu ljóst að það þarf að fjölga í lög- reglunni, leiðrétta launakjörin og gera okkur kleift að lifa af grunn- laununum. Það virðist bara vera vonlaust eins og staðan er í dag og enginn skilningur á okkar stöðu, því miður og ég er afar hryggur yfir ástandinu. Ég segi við ykkur sem er- uð að hugsa um að starfa við lög- gæslu og hefja nám. Hugsið ykkur um, þið eruð að fara í láglaunastarf. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að vinna með mörgum góðum lögreglumönnum/konum sem hafa öll átt það sammerkt að „brenna“ fyrir starfið og hafa mikinn áhuga á að láta gott af sér leiða. Við höfum öll sinnt þessu „hugsjónastarfi“ af drengilegri/kvenlegri festu og ein- urð eins og gamall félagi okkar orð- aði svo skemmtilega fyrir margt löngu. Hugsjónastarfi segi ég, já þetta starf var og er unnið af hug- sjón. Ég er að minnsta kosti þar. Ég er að segja ykkur, verandi með starfsaldur í löggæslunni frá því „formlega“ árið 1998 (22 ár síðan) þegar ég útskrifaðist, eru grunnlaun mín í dag þar sem staða mín er að vera staðgengill aðalvarðstjóra með titilinn óbreyttur lögreglumaður kr. 441.564. Nýútskrifaður lögreglu- maður með tveggja ára háskólanám á bakinu er með 359 þúsund krónur rúmar. Nú spyr ég, finnst ykkur laun okkar vera í lagi? Finnst ykkur í lagi að þau sem sinna öryggi ykkar og þjónustu við ykkur og löggæslu landsins og eru fyrst til að hlaupa inn í aðstæður þar sem aðrir hlaupa út, séu á þessum lúsarlaunum við störf sín? Þolinmæðin þrotin Ég segi nei og þið vonandi líka! Lögreglumenn og konur eru sein- þreytt til reiði og þolinmæði höfum við haft nóga. Í dag er sú þolinmæði þrotin, farin. Því miður er vinnuveit- anda okkar „drullusama“ og kærir sig kollóttan. Við höfum átt sex fundi með samninganefnd ríkisins [SNR] og okkur er alltaf boðin sama tuggan, „Lífskjarasamningurinn“ svonefndi sem ASÍ samdi um fyrir lögreglu og jafnframt öllum okkar kröfum hafnað að fullu. Við höfum farið fram á leiðréttingu launatöfl- unnar sem okkur hafði verið lofað af SNR fyrir síðustu samninga en svik- in eru algjör og menn viðurkenna ekki nein loforð. Ég segi við ykkur vinnuveitanda minn, ríkið: „Viljið þið skammast til að reka grunnþjónustu ykkar af myndarbrag og borga starfsmönnum ykkar sómasamleg laun“. Það er í okkar huga alveg ljóst að ASÍ hafði ekki samningsumboð fyrir lögreglumenn og því höfum við hafn- að þessum „lífskjarasamningi“ sem hefur í för með sér kaupmáttar- rýrnun fyrir lögreglumenn. Enginn samningsvilji er af hálfu ríkisins til að koma til móts við hógværar kröf- ur lögreglumanna og leiðréttingu launa okkar. Ríkisvaldinu er sem sagt eins og ég sagði áður „drullu- sama“ um okkar stétt. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn og sár. Ég hef ætíð lagt mig fram um að sinna starfi mínu af heiðarleika og trúfestu og hver sem hefur þegið mína þjónustu getur vitnað til um. En nú er farið að síga í kallinn held- ur betur. Staðan er sú að næsti samn- ingafundur með aðilum er þann 19. ágúst næstkomandi. Okkur var sagt að ríkissáttasemjari og samninga- nefnd ríkisins væru farin í sumarfrí. Auðvitað hætti „Sátti“ strax í sumarfríinu sínu til að hlaupa til vegna deilu FFÍ (Flugfreyjufélags Íslands) sem er auðvitað miklu mikilvægara starf en einhverjar löggur sem hafa ekki einu sinni verkfallsrétt. Við stöndum auðvitað með FFÍ í sinni baráttu en við erum líka svekktir með að við virðumst ekki skipta þetta lið neinu máli. Formaður stéttarfélags okkar, Snorri Magnússon birti grein fyrir nokkrum misserum sem bar yfir- skriftina „Tyllidagar“. Okkur er nefnilega bara flaggað á tyllidögum en annars erum við bara hreinlega ekki til. Hvet ykkur les- endur góðir til að „gúggla“ þetta orð og finna greinina hans Snorra Magnússonar formanns LL sem lýs- ir þessu ágætlega. Hún er líka birt á heimasíðu Landssambands lög- reglumanna, logreglumenn.is. Aðeins að öðru, varðandi glóru- lausa og óskiljanlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri, vil ég hvetja dómsmálaráðherra okkar til að standa í fæturna og snúa þessari ákvörðun við þegar í stað. Það verð- ur dýrara fyrir ríkið, þegar upp er staðið að loka, heldur en að nýta fangelsið. Það ætti frekar að stækka það og efla heldur en að loka. Ég á ekki orð yfir þessu rugli. Ég gæti haldið lengi áfram og haldið langan fyrirlestur um óhroð- ann, gorið og skítinn sem lögreglu- menn fá yfir sig og þurfa að takast á við og þola í starfi sínu en ég læt hér staðar numið. Kæru landsmenn, þakka ykkur fyrir klapp á bak, handtak þétt og ykkar þakkir fyrir störf mín í gegn um árin og brosið þegar vel tekst til við aðstoðina. Takk. Þið sem stjórnið fjárveitingar- valdinu og ákvarðið kjör okkar og starfsaðstæður, s.s. ríkisvaldið, takk fyrir ekkert. Guð blessi okkar fal- lega Ísland. Eftir Aðalstein Júlíusson » Lögreglan á Íslandi er ekkert annað en sá mannauður sem er fólginn í því fólki sem starfar við löggæsluna í dag en þessi mannauður er orðinn þreyttur og vonsvikinn með kjörin sín og starfsaðstæður. Aðalsteinn Júlíusson Höfundur er lögreglumaður á Akureyri og stjórnarmaður í LL. Virðingarleysi og vonbrigði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.