Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 60 ára Valdimar ólst upp á Akranesi en býr í Mosfellsbæ. Hann er fiskeldisfræðingur að mennt, er fyrrverandi alþingismaður og hefur verið framkvæmda- stjóri Stéttarfélags leiðsögumanna sl. tvö ár. Hann er for- maður UMSK. Maki: Þóra H. Ólafsdóttir, f. 1966, flug- freyja og menntaður framreiðslumaður. Börn: Ása Björk, f. 1998, og Róbert Leó, f. 1999. Stjúpbörn eru Ólafur Daði, f. 1982, og Ólafur Nór, f. 2001. Barnabörn eru orðin þrjú. Foreldrar: Friðrik Adolfsson, f. 1923, d. 2005, útvarps- og sjónvarpsvirki, og Jenný Lind Valdemarsdóttir, f. 1932, fv. framkvæmdastjóri Fatagerðarinnar. Hún er búsett í Reykjavík. Valdimar Léó Friðriksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú veist hver þú ert. Orsökin eru erfiðleikar, sem sigrast má á. Vertu því ekki bara til fyrir aðra, heldur leitaðu uppi vin fyrir sjálfan þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Ást við fyrstu sýn er möguleiki í dag. Heilbrigðar ákvarðanir hjálpa þér að vera skýr í hugsun og láta af kvíðanum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Upplagt að bjóða vinum heim í dag og halda þeim teiti. Láttu sem ekkert sé þótt einhver mótbyr verði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur fyrir auknum kröfum frá fjölskyldunni í dag. Nú ríður á miklu um framhaldið og þá máttu láta tillitsemina ráða ferðinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það skiptir öllu máli að hlutirnir séu rétt framkvæmdir; annars áttu á hættu að árangurinn verði heldur endasleppur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti. Reyndu að sýna þolinmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er rétti tíminn til að taka til hend- inni heima fyrir og losa sig við það sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Spurningin er hvort væntingar þínar til viðkomandi hafi verið raunhæfar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sýndu samstarfsmönnum þínum skilning þegar vinnuáætlanir þeirra falla ekki alveg saman við þínar. Mundu að kærleikurinn felst meðal annars í viljanum til að gefa og þyggja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur lagt óhemju hart að þér að undanförnu og hlýtur nú umbun erfiðis þíns. Viðraðu hugmyndir þínar og veittu viðbrögðunum eftirtekt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til að taka áhættu. Nú er rétti tíminn til að stefna fé- lögunum saman til fundar og leggja á ráð- in. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í góðum samböndum og ættir að notfæra þér þau til að koma góð- um málum á framfæri. Nú er rétt að staldra við og bíða færis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Komi til árekstra milli þín og vinar eða samstarfsmanns skaltu varast að láta reiðina ná tökum á þér. Hugurinn starfar á ógnarhraða. þar sem Set Pipes GmbH hóf starf- semi 2010 og nýlega var stofnað sölufyrirtæki í Danmörku Set Pipes AS. Starfsmannafjöldi er um 90 manns og tekjur samstæðunnar á síðasta ári námu 3,3 milljörðum króna. góðri stöðu í einangrun stálröra með plaströrum Steypuiðjunnar og rekstur félaganna var sameinaður fimm árum eftir stofnun Set. Starf- semin er nú á fjórum stöðum. Á Sel- fossi, í vöruhúsi í Reykjavík, í bæn- um Haltern am See í Þýskalandi E inar Pálmar Elíasson fæddist í Vestmanna- eyjum 20. júlí 1935 og ólst þar upp með fjöl- skyldu sinni á Há- steinsvegi 15. Hann vann ýmis störf á unglingsárum en sumarið 1955 fór hann ásamt nokkrum Eyjapeyjum að Laugarvatni þar sem þeir störf- uðu næstu sumur við lagfæringar á burstum Héraðsskólans sem eyði- lögðust í bruna nokkrum árum fyrr. Þar kynntist hann eiginkonu sinni Sigríði Bergsteinsdóttur en þau hófu síðar búskap á Selfossi. Á Selfoss kom Einar fyrst sumarið 1958 og starfaði við afleysingar á mjólkur- bílum. Hann hóf nám í húsasmíði hjá trésmiðju Kaupfélags Árnesinga og bóklegan hluta þess í Iðnskóla Sel- foss. Eftir útskrift árið 1964 hóf hann eigin rekstur sem staðið hefur óslitið síðan í 56 ár. Trésmíðaverkstæðið í bílskúrnum að Engjavegi 24 varð upphafið og vinnuflokkur sem byggði fjölda bygginga á miklum uppgangstíma í sögu Selfoss. Stöðnunar tók að gæta vegna efnahagsniðursveiflu undir lok sjöunda áratugarins. Til að mæta þeim samdrætti afréð Einar að stofna fyrirtækið Steypuiðjuna sf. árið 1968 og hóf framleiðslu á stein- steyptum holræsarörum, milli- veggjaplötum úr vikri og hleðslu- steinum úr rauðamöl. Miklar fram- kvæmdir stóðu þá yfir við gatnagerð og fráveitur sveitarfélaga. Keyptur var búnaður til uppsteypu á súrheys- turnum og vinnuflokki var haldið úti í nokkur ár undir forystu nema hans í húsasmíði sem einnig er Vest- mannaeyingur, Agnars Péturssonar. Byggingaiðnaður tók aftur við sér og umsvif Steypuiðjunnar urðu mest á árunum um og eftir eldgosið á Heimaey. Einar stofnaði fyrirtækið Set hf. árið 1978 ásamt Hans Bjarnasyni og Kristjáni Óla Hjaltasyni. Tilgangur félagsins var framleiðsla á forein- angruðum stálrörum til hitaveitu- lagna. Steypuiðjan kom fljótt af stað framleiðslu á plasthlífðar- rörum fyrir einangrun hitaveitu- efnisins og síðan plaströrum fyrir fleiri notkunarsvið. Set náði fljótt Flugvöllur og herminjasafn Einar hóf flugnám hjá flugskóla Helga Jónssonar árið 1973. Þá vakn- aði fljótt áhugi hans á að koma upp aðstöðu til flugs á Selfossi og fékk hann augastað á ónýttu landsvæði á sandmelum sunnan við Selfoss. Við eftirgrennslan við Pál Lýðsson kom í ljós að landeigendur að þessu ónýtta svæði höfðu áður fengið svipaða fyrirspurn frá flugáhugamanninum Jóni Guðbrandssyni dýralækni. Samstarf þeirra varð fljótt til þess að gerður var samningur við landeig- endur um byggingu flugvallarins. Flugklúbbur Selfoss var stofnaður 1974 í Steypuiðjunni og fram- kvæmdir við byggingu vallarins hóf- ust. Jón I. Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn í Árnessýslu, var einn þeirra flugáhugamanna sem hóf flug- nám á þessum tíma og varð hann fyrsti formaður flugklúbbsins. Sigurður Karlsson, verktaki og fyrr- verandi starfsmaður Einars, átti einnig mikinn hlut að byggingu og viðhaldi flugvallarins. Eftir að Einar tók að minnka við sig vinnu við fyrirtæki fjölskyld- unnar um og eftir aldamótin fór hann að safna munum í flugskýli 1, aðal- lega hlutum frá veru bresku strand- gæslu flugsveitarinnar í Kaldaðar- nesi. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og flugrekandi, kostaði heimsókn eftirlifandi meðlima flug- sveitarinnar til landsins í nokkur skipti og kom að þeim viðstöddum upp minnismerki á Selfossflugvelli árið 1999. Bretarnir kunnu frá mörgu að segja frá veru sinni á bökk- um Ölfusár á viðsjárverðum tíma. Safnið er merk heimild um þá sögu. „Það hefur veitt mér mikla ánægju að vinna við þau verkefni sem ég hef tekist á við á lífsleiðinni og sjá það sem þetta bras mitt hefur skilið eftir sig,“ segir Einar. „Um leið vil ég senda öllum vandamönnum, vinum og samstarfsfólki á þeirri vegferð góða kveðju á þessum tímamótum.“ Fjölskylda Börn Einars og Sigríðar Berg- steinsdóttur, f. 12.4. 1941, en þau slitu samvistum 1985 eru 1) Berg- Einar Pálmar Elíasson, fyrrverandi iðnrekandi – 85 ára. Flugmaðurinn Einar í flugvél sinni TF PJE sem er Cessna Skyhawk 172. Athafnamaður og safnstjóri Safnstjórinn Einar við Willys-jeppa af herminjasafninu. 40 ára Dóra er Reyk- víkingur og ólst að mestu upp í Vestur- bænum og býr þar. Hún er leikkona að mennt frá LHÍ og lærði spuna og sketsaskrif í UCB í New York og The Second City í Chicago og stofnaði Improv Ísland. Dóra hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og leikhúsi og var yfirhandritshöfundur Ára- mótaskaupsins 2017 og 2019. Sonur: Ragnar Eldur Jörundsson, f. 2010. Bróðir: Gunnar, f. 1985. Foreldrar: Lilja Jóhannsdóttir, f. 1956, kennari í Grunnskóla Seltjarnarness, og Jóhann Þór Magnússon, f. 1955, verk- fræðingur. Þau eru búsett á Seltjarnar- nesi. Dóra Jóhannsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Þráinn Vídalín Sævarsson fæddist 20. ágúst 2019 kl. 9.20. Hann vó 4340 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Erla Erlingsdóttir og Sævar Vídalín Krist- jánsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.