Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Ekta súrdeig 579kr/stk Char broil pizzasteinn 5.599kr/stk GERÐU GÓÐA PIZZU ENN BETRI MEÐ CHAR BROIL PIZZASTEININUM Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Avókadó-kóríander- sósa 1 avókadó 5 msk. grísk jógúrt 2 tsk. chili flögur 1 límóna, börkur og safi 3 msk. kóríander 1 hvítlauksgeiri salt  Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað saman, smakkað til með salti. Best er að borða þessa strax. Salsa blanca-sósa 850 g Hellmanns mayo 2 msk. sykur 1 dolla sýrður rjómi 18% 6 hvítlauksgeirar, zestaðir eða pressaðir ½ msk. chili flögur ½ tsk. hvítlauksduft ½ tsk. cayenne pipar ½ tsk. salt 1 tsk. oregano 2 msk. sriracha-sósa ½ límóna, safinn 1 dl mjólk  Öllu blandað saman og látin standa í ísskáp í 3 klukkutíma áður en hún er borðuð. Chimichurri-sósa 4 hvítlauksgeirar 3 msk. steinselja 3 msk. ferskt oregano 1 msk. timían ½ msk. cayenne-pipar 1 msk. kúmínduft 1 msk. reykt paprika 1 msk. salt 2 msk. balsamedik 3 stk. vorlaukur 1½ bolli ólífuolía  Allt skorið mjög smátt og síðan marið saman í mortéli. Hún er best ef hún fær að bíða í 2-3 tíma áður en hún er borðuð. Tzatziki-sósa 1 dolla grísk jógúrt 1 msk. dill 1 gúrka 2 hvítlauksrif ½ krukka dalafetaostur og olía ½ sítróna, börkur salt pipar  Gúrkan skorin í fernt á lengdina og vatnsmesti parturinn er skorinn úr. Síðan er allt saman sett í mat- vinnsluvél og smakkað til með salti og pipar. Kryddmikil salsasósa 6 meðalstórir tómatar ½ rauðlaukur 1 dl kóríander 1 pakki spicy salsa mix  Tómatarnir, laukurinn og kóríand- er skorið smátt og sett í skál, þá er spicy salsa-mixinu blandað saman við og salsað er tilbúið. Trufflu chili bernaise 1 dl eggjarauður, gerilsneyddar 500 g smjör 1 tappi bernaise-essens (tappinn af essensflöskunni) 2 tsk. estragon 1 tsk. sriracha sósa ½ tsk. truffluduft Salt Eggjarauðurnar þeyttar þar til þær eru léttar, ljósar og þykkar. Smjörið brætt á lágum hita. Síðan er smjörinu hellt rólega saman við rauðurnar og hrært í á meðan. Þá er sósan krydduð með ess- ensinum, estragon- inu, sriracha- sósunni og trufflu- duftinu og smökkuð til með salti. Grillsósur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.