Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.2020, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 7 LAMBALÆRI MARINERAÐ OG KRYDDAÐ MEÐ FERSKUM KRYDDJURTUM Grilllæri Hagkaups með sítrónuberki, hvítlauk, kóriander, salvíu, majoran, steinselju, oregano og rósmarín Lax er mögulega eitt besta hráefni sem völ er á og hér var notaður villt- ur lax, en þeir sem til þekkja vita að það er töluverður munur á villtum laxi og þeim sem ræktaður er í eldi. Grillaður lax laxaflak fiskikrydd frá Kryddhúsinu hunang timijan appelsína sítróna spergilkál vorlaukur guacamole jalapeno olía sjávarsalt  Byrjið á að snyrta flakið og sáldr- ið svo vel af fiskikryddinu. Fagur fiskur yfir. Hellið því næst olíu yfir. Skerið appelsínuna og sítrónuna í sneiðar. Skerið jalapeno í mjög þunnar sneiðar.  Því næst skal sáldra olíu og salti yfir spergilkálið.  Eldamennskan er ekki flókin. Aðalatriðið er að hráefnið fái sín notið sem þýðir að það borgar sig að fylgjast vel með laxinum.  Grillið hann fyrst þannig að holdið snúi niður til að fá fallegar grill- rendur en snúið honum svo við eftir tvær til þrjár mínútur og grillið á roð- inu það sem eftir er.  Grillið appelsínu- og sítrónu- sneiðarnar og setjið síðan ofan á laxinn meðan hann er að grillast.  Hellið því næst hunangi yfir laxinn.  Grillið spergilkálið og passið að snúa því reglulega til að það brenni ekki.  Berið fram með guacamole. með jalapeno & timijan, grilluðu spergilkáli, vorlauk og avókadómauki Ljósmynd/Völundur Snær Völundarson Appelsínu- & hunangs- grillaður lax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.