Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 3

Morgunblaðið - 16.07.2020, Page 3
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 3 HEIL VERÖLD AÐ UPPGÖTVA • Trufflukrem • Truffluduft • Trufflusósa • Trufflu balsamik • Trufflusmjör • Truffluolía Kjúklingabringur Sojasósa Sesamolía Sesamfræ BBQ-sósa Græn paprika Rauð paprika Ananas Vorlaukur Límóna Tímían ✽ Skerið kjúklingabringurnar niður í munnbitastóra bita. Skerið því næst paprikurnar og ananasinn niður í sambærilega bita. ✽ Takið vorlaukinn og skerið rótarendann af. Síðan skerið þið um það bil 3 cm langan bita. Reynið að ná tveimur. Geymið afganginn af lauknum. ✽ Skerið límónu í báta. ✽ Byrjið á að marinera kjúklinginn í sojasósu, sesamolíu og sesamfræjum. Látið standa í góða stund. Ekki er verra að marinera kvöldið áður og láta standa yfir nótt í kæli. ✽ Þræðið því næst kjúklingabita og grænmeti til skiptis upp á spjót. ✽ Penslið spjótin með bbq-sósunni og sáldrið að lokum sesamfræjum yfir. ✽ Grillið uns tilbúið. ✽ Á sama tíma skal grilla endana af vorlaukunum og límónusneiðarnar. ✽ Berið fram á stórum disk og setjið vorlaukinn neðst, raðið spjótunum of- an á og skreytið loks með grilluðum límónubátum og fersku tímíani. Ljósmyndir/Völundur Snær Völundarson Kjúklinga- yakitori

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.