Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2020, Blaðsíða 6
Fylltir sveppir 8 sveppir, frekar stórir 1 pakki rjómaostur með karamelliseruðum lauk 3 sterkar chorizo-pylsur ✽ Pylsurnar skornar í litla bita og steiktar á pönnu, þá er mesta fitan sigtuð af þeim og þeim blandað saman við rjómaostinn. Stöngullinn tekinn úr sveppunum og þeim velt upp úr olíu. Þá eru þeir fylltir með rjóma- ostafyllingunni og grillaðir á miðlungs til heitu grilli í um það bil 10 mínútur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 1 dolla mozzarella-perlur 1 askja kirsuberjatómatar 2 msk. basil 1 stk. avókadó 1 stk. maískólfur / 1 dl maísbaunir góð ólífuolía salt ✽ Tómatarnir skornir í helm- inga, avókadóið skorið í litla bita, maískólfurinn grillaður og baunirnar skornar af kólfinum, basilblöðin skorin í ræmur. Síðan er öllu blandað saman og smakkað til með ólífuolíu og salti. Sumarlegt caprese-salat 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020 MARGVERÐLAUNAÐAR BBQ SÓSUR FRÁ GUY FIERI Nú líka fyrir Buffaló vængi 1 kg kartöflur 1 krukka Hellmann’s majónes (800 g) 3 msk. sætt sinnep 1 msk. hunang safi úr ½ sítrónu 1 rauð paprika 1 rauður chili-pipar 1 rauðlaukur 2 maískólfar ½ dl steinselja smátt skorin 1 pakki beikon, um 250 g ✽ Kartöflurnar soðnar í vel söltu vatni og kældar. Á meðan er sósan búin til. Majónes, sinnep, hunang, sítróna og salt hrært saman. ✽ Beikonið er bakað eða steikt þar til það er orðið stökkt. Best er svo að grilla maískólfana, það gefur salatinu sérlega gott bragð, en einnig er hægt að sjóða þá. ✽ Paprika, chili, rauðlaukur, steinseljan og beikonið skorið smátt, maísbaunirnar skornar af kólfunum. Kartöflurnar eru einnig skornar, en í stærri bita. Öllu er þessu blandað saman við sósuna og smakkað til með salti. Kartöflusalat Anítu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.