Morgunblaðið - 21.08.2020, Page 4

Morgunblaðið - 21.08.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 S igríður Þóra býr í Noregi í bænum Moss. Hún hefur búið þar í átta ár með fjölskyldu sinni og starfar sem hjúkrunarfæðingur í heimahjúkrun. Hún og Símon Darri Steinarsson eigin- maður hennar eiga þrjú börn saman, þau Söru Lind sem fermdist í fyrra, Jónínu Björk og Hilmar Darra. Fjölskyldan heldur sterka tryggð við fólkið sitt á Ís- landi. „Við eigum frábæra fjölskyldu á Íslandi. Ég er ættuð frá Ólafsfirði þar sem foreldrar mínir búa ennþá ásamt yngsta bróður mínum og fleiri ættingjum en ég á einn bróður á Akureyri og einn í Reykjavík. Maðurinn minn er ættaður frá Dalvík og Ólafsfirði en uppalinn á Ólafs- firði og stór hluti af ættinni hans býr á Dalvík en for- eldrar hans búa í Reykjavík ásamt tveimur systrum hans. Hann á einnig tvö önnur systkini hérna í Noregi.“ Fjölskyldan heimsækir Ísland á hverju ári en á einnig stóran hóp í kringum sig í Noregi. „Fjölskyldur okkar eru líka duglegar að heimsækja okkur út til Noregs. Sara Lind hefur einnig farið einu sinni ein til Íslands yfir sumarið til að vinna sér inn pen- ing og vera með ömmum og öfum. Það heppnaðist rosa- lega vel þannig að í sumar munu öll þrjú börnin fara án okkar til Íslands til að vera með fjölskyldunni þar, en okkur finnst mjög mikilvægt að börnin tengist þeim og viðhaldi tungumálinu og kynnist landinu okkar.“ Fermingin kallaði á mikið samstarf Sigríður Þóra segir að ferming Söru í fyrra hafi heppnast einstaklega vel. „Fermingin kallaði á mikið samstarf við fólkið okkar á Íslandi, en undirbúningurinn gekk vel enda gerðum við allt með miklum fyrirvara. Sara Lind fékk að ákveða hvort hún vildi fermast heima á Íslandi eða bíða eitt ár og fermast með bekkjarfélögum í Noregi. Í Noregi fermast börn einu ári seinna. Það var engin spurning í hennar huga, hún vildi fermast á Íslandi. Hún sótti fermingarfræðslu í Ósló, í íslenska söfnuðinum þar. Við vorum afar fegin þeirri ákvörðun þar sem fermingar eru frábært tækifæri til að fá ættingja og vini saman á einn stað til að fagna merkum áfanga. Hún fermdist í Ólafs- fjarðarkirkju. Presturinn okkar þar, séra Sigríður Jóns- dóttir, skírði Söru á sínum tíma. Við foreldrarnir vorum bæði fermd í Ólafsfjarðarkirkju og giftum okkur þar líka árið 2016. Einnig eru hin börnin okkar, Jónína Björk og Hilmar Darri, skírð í þessari kirkju. Enda er hún afar sérstök fyrir okkur og einstaklega falleg.“ Einstaklega ljúfur og yndislegur unglingur Sigríður Þóra segist þakklát fyrir Söru Lind, ferming- arbarnið, enda sé hún einstaklega ljúf og yndislegur unglingur. „Hún er hógvær og róleg en á sama tíma með stórt og gott skap, sem er nauðsynlegt. Hún er listræn, sam- viskusöm, vinmörg og afar heimakær. Fermingarveislan var haldin í safnaðarheimilinu á Dalvík. Okkur fannst gaman að geta tengt bæði Ólafs- fjörð og Dalvík við ferminguna en brúðkaupsveisla okk- ar hjónanna var einmitt haldin þar líka þannig að við þekktum vel til á staðnum. Þar er æðislegur salur fyrir veislur með góðri aðstöðu og aðeins 15 mínútna keyrsla frá Ólafsfirði til Dalvíkur. Veislan fór vel fram með góðri mætingu þó svo að margir kæmust ekki sem eðlilegt er enda eigum við ætt- ingja og vini frá öllum landshlutum og margir eru hér í Noregi. Fermingarbarnið fékk að ráða ferðinni í sam- bandi við veisluna og hún vildi hafa lambapottrétt sem vakti mikla lukku og kaffi og kökur á eftir. Sara valdi klæðnaðinn sjálf og fann sér kjól hjá H&M og jakka frá New Yorker. Skóna keypti hún á Nelly- Sara ákvað að bregða á leik í fermingarmyndatökunni. Draumurinn að fermast á Íslandi Sigríður Þóra Hilmarsdóttir og fjölskylda létu draum dóttur sinnar Söru Lindar verða að veruleika þegar þau héldu skemmtilega ferm- ingarveislu á Íslandi í fyrra. Fjölskyldan býr í Noregi en náði að láta allt ganga upp með aðstoð fagfólks innan fjölskyldunnar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Falleg lýsing, litir og góður matur er lykillinn að góðri veislu að margra mati. Sara fékk að ráða þema, lit og veitingum í veislunni. Fjölskyldan fékk mikla aðstoð frá fólkinu sínu á Íslandi. Sigríður Þóra Hilmarsdóttir og Símon Darri Steinarsson ásamt börn- um sínum þremur þeim Söru Lind, Jónínu Björk og Hilmari Darra. WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR Fabrikkusmáréttir í fermingarveisluna HEITaR lundir Heitar kjúklingalundir (1 kg.) Bornar frammeð gráðostasósu og hotwings sósu. BBQ lundir BBQ kjúklingalundir (1 kg.) Bornar frammeð hvítlaukssósu og BBQ sósu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.