Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 38

Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 38
Lungamjúkar gerbollur og heitur ostur – góð blanda með góðri sultu. Virkilega góð uppskrift að gerboll- um sem má nota á ýmsa vegu í veisluna. Hér einnig notuð fyrir uppskrift að brauði með míní-hamborg- urum. 5 b hveiti 5 msk. heilhveiti 2 msk. þurrger 3 msk. sykur 2 tsk. salt ½ l volgt vatn 50 g brætt smjör 1 eggjarauða Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið þurrefnin saman í skál. Búið til gat í miðjuna og hellið vatni og smjöri þar ofan í. Blandið saman með sleif til að byrja með og hnoðið svo í höndunum. Athugið að þetta deig er frekar blautt og þarf ekki að hnoða það mikið. Látið hefast í klukkustund. Að hefingu lokinni skal móta penar bollur. Hér þarf að hafa hveiti við höndina til að deigið klístrist ekki allt við mann, hveitistrá hendurnar aðeins fyrir hverja bollu, en það er þess virði því þær verða mjög mjúk- ar eftir bakstur. Takið ostinn sem þið ætlið að hafa í miðjunni og raðið bollunum í kringum hann. Hafið smá bil á milli bollanna. Látið bollurnar hefa sig/taka sig aðeins aft- ur um stund. Fjarlægið ostinn. (Hér er ekki vitlaust að nota ost sem er í tréumbúðum, Stóri-Dímon, og nota umbúðirnar allan tímann, baka bollurnar með um- búðum) Hrærið eggjarauðu og smyrjið á bollurnar. Stráið birki- eða sesamfræjum yfir þær. Stingið í ofn og bakið í um 10 mínútur. Takið þá út og látið ostinn í miðjuna eða ofan í formið. Bakið áfram í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til bollurnar eru gullnar og osturinn mjúkur. Ef þið viljið gera hringinn daginn áður skal nota ost með tréumbúðum eða nota lítið hringlaga form í staðinn sem má fara í ofn. Baka hann þar til hann er alveg tilbúinn, um 20 mínútur. Hita þá ostinn þegar á að bera hann fram og setja hann í formið, ofan í bolluhringinn. Berið fram og hafið góða sultu og ann- að ljúfmeti með. Bolluhringur með mjúkri ostamiðju É g fermdist á ósköp venjulegum sunnudegi fyrir mjög mörgum ár- um á Akureyri. Það var sami dagur og pabbi minn hafði fermst á enn fleiri árum áður. Þetta var rólegheitaferming og undirbúningur og ég man alveg þokkalega mikið frá þessum degi. En aðallega það að veðrið var rosalega gott og ég var smá svekkt að komast ekki á skíði með vinkon- um mínum. Annars finnst mér í minningunni að mamma hafi svona að mestu ákveðið hvernig hlutirnir ættu að vera og allt runnið bara mjúkt samkvæmt hennar skipu- lagi. Mér finnst líka eins og þetta hafi verið ferming og hefðbundin veisla eins og tíðkaðist á þessum tíma. Allt fullorðna fólkið í fjöl- skyldunni kom saman og fleira til, og þótt ég hafi ekki velt því mikið fyrir mér þá hverjir hreinlega væru þar, þá þykir mér ansi vænt um það í seinni tíð að allir kæmu saman þarna heima. Það eru lík- lega til myndir af öllum sem mættu og ég man hvað margir gáfu mér í fermingargjöf. Ég hafði líka skrifað það skilmerkilega nið- ur. Það voru peningar, en svo lítið brot af því sem gengur og gerist, að krakkar hlæja að því. Svo fékk ég Adidas-galla, beauty-box, hand- klæði, myndavél, hring o.s.frv. Húsgögn í herbergið mitt voru meðal þess sem ég fékk frá for- eldrum mínum, sem ég valdi sjálf, voru pöntuð sérstaklega fyrir mig og ég hafði valið af kostgæfni. Kannski voru örlög mín ráðin í kringum fermingu, án þess að ég áttaði mig á því. Það sem ég man þó ekki sér- staklega eftir að hafa ákveðið eða velt fyrir mér voru veitingarnar. Ég var bara ánægð með þær, enda kökur og sætabrauð, sem mér þótti gott. Ekkert sérstaklega hugsað fyrir börn, heldur líklega meira fyrir þá fullorðnu til að fá sér með kaffibolla. Svona var þetta en er alls ekki núna. Síðustu árin hafa fermingarbörnin miklar og líklega mestar skoðanir á því, hvað þau vilja bjóða upp á í veislunni sinni ef ein slík er haldin. Lea, dóttir mín, vildi hafa ýmsa smá- rétti, míní-hamborgara og meiri partímat, sæta munnbita, smákök- ur og nammibar. Og þá tók ég saman uppskriftirnar sem hér birt- ast. Mér finnst svolítið gaman að birta þær, því ég get mælt með þeim við hin ýmsu tilefni, alls ekki bara fermingar. Fermingarbörn ársins nákomin okkur nefna sushi, pizzur og kjúklingasúpu í sína veislu. Þetta er ansi langt frá þeim fermingarstíl sem var fermingars- unnudaginn minn árið 1987. Ég er svo glöð með það að þau hafi skoð- anir og líti svo á að veitingarnar og það hvernig veislan og um- hverfið er sett upp endurspegli þau á einhvern hátt. Til hamingju, öll fermingarbörn! Uppskriftirnar birtust inni á www.gottimatinn.is og þar má finna margar góðar hugmyndir fyrir fermingarveisluna. Ef það er eitthvað sem fermingarbörn virðast hafa skoðanir á og snertir þeirra fermingardag, þá eru það veitingar sem bera á fram til að fagna áfanganum. Halla Bára Gestsdóttir | hallabara@hallabara.is Fæða og ferm- ing þá og nú! 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Stærðir XS-XL Margir litir Verð 10.850,- Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 CURVY RACERBACK BRALETTE Úrval af gíturum og bössum Fiðlur Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn GÍTARINN Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Hljómborð MEDELI MC37A Trommusett Söngkerfi í úrvali Fermingargjafir Magnarar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.