Morgunblaðið - 21.08.2020, Side 40

Morgunblaðið - 21.08.2020, Side 40
Amerískar smákökur Það þarf að setja sig í spor fjórtán ára barna þegar sett er saman fermingarveisla og heyra það á þeim hvað þau vilja hafa og hvað þeim þykir gott. Amerískar smá- kökur, cookies, er eitthvað sem margir myndu nefna. Hér er ein ekta uppskrift sem klikkar ekki. 1 b. mjúkt smjör 1 b. púðursykur 1 egg 1 ½ tsk. vanilludropar 2 b. hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 ½ b. Smarties eða M&M Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið þá eggi saman við og hrærið ásamt vanilludropum. Setjið þurrefnin saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og þá Smarties eða M&M. Hrærið varlega svo nammið brotni ekki allt. Gott er að stinga deiginu í ís- skáp í um hálftíma, móta þá litlar kúlur og setja á bökunarplötu. At- hugið að deigið má geyma í ís- skáp yfir nótt. Þrýstið létt ofan á kúlurnar með fingrunum. Bakið í 8- 10 mínútur ef þið viljið hafa þær mjög mjúkar að innan en 12-14 mínútur ef þið viljið hafa þær stökkar. 40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Úr á mynd Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNA ERNA Skipholti 12.500 6.900 19.500 Pierre Lannier armbandsúr í úrvali Fermingargjöfin fæst í ERNU In Hoc Signo Vinces / Undir þessu merki sigrar þú. Stórt Lítið Fylgið okkur á Facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 GLÆSIKJÓLAR Í ÚRVALI Ekta brownie sem öllum þykir góð. Þessi hverfur fljótt í boðum. Einn Marsbiti fer í hvern kökubita. 250 g smjör 250 g súkkulaði 1 ½ b. hveiti 1 ½ b. sykur 1 ½ tsk. lyftiduft 3 egg 3 Mars-stykki Hitið ofn í 160 gráður. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti. Látið blönduna kólna svolítið. Hrærið þurrefni saman í skál. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við þurrefnin og brjótið eggin eitt af öðru út í. Hrærið vel en varlega og ekki of lengi. Skerið Mars-stykkin í um hálfs sentimetra þykka bita. Hellið kökudeiginu í aflangt form, leggið Mars-bitana í þrjár til fjórar raðir ofan á deigið og alla leið niður. Bakið í um 30 mínútur eða þar til kakan er orðin bökuð að ofan en mjög mjúk í miðjunni. Stingið í hana með bökunarprjóni og hann skal koma örlítið óhreinn út. Gæt- ið að því að baka kökuna alls ekki of lengi þá missir hún mýktina sem skiptir öllu máli. Kælið og skerið í litla bita þannig að einn Mars-moli sé í hverri sneið. Raðið fallega á bakka, stráið flórsykri eða kakói yfir. Brownie með Mars- bitum Míní-hamborgarar borgarann. Laukinn má gera dag- inn áður. Bearnaise-sósa: Fyrir þá sem svo kjósa má gera heimalagaða sósu á hamborg- arana. Hins vegar er mælt með því að kaupa vandaða kalda be- arnaise-sósu sem má fá víða ef um mannmarga veislu er að ræða. Samsetning: Skerið brauð í tvennt. Smyrjið sósu á báða hluta, ekki spara hana því brauðin drekka svolítið í sig. Leggið heitan borgara á neðri hlutann, sem er með osti og beik- oni, og setjið lauk þar ofan á. Lok- ið með efra brauðinu. Gott er að stinga tannstöngli eða pinna í gegnum borgarann og raða á bakka. Það er þægilegra fyrir gesti að þeir detti ekki í sundur þegar þeir sækja sér á disk. í ísskáp í a.m.k. klukkustund áður en þeir eru steiktir. Þetta má gera daginn áður og sömuleiðis má steikja þá daginn áður og geyma í kæli. Áður er borgaranir eru bornir fram skal setja á þá þykka sneið af cheddar-osti og strá smátt söx- uðu og stökku beikoni yfir. Á þann hátt er gott að geyma þá og stinga þeim svo beint inn í heitan ofn sem er á grilli áður en þeir eru bornir fram. Rauðlaukur í ediki - meðlæti 1 rauðlaukur, sneiddur örþunnt 1 msk. hvítvíns- eða rauðvínsedik 1 tsk. sykur 1 tsk. salt Hrærið allt hráefnið saman og látið standa í a.m.k. klukkustund áður en laukurinn er settur á ham- Heimalagaðir míní-hamborgarar eru girnilegir á vel framsettum matarbökkum og laða marga að. Þessir eru bornir fram með cheddar-osti, stökku beikoni, ediklöguðum rauðlauk og kaldri bearnaise-sósu. Hamborgarar 500 g vandað nautahakk 3 msk. steinselja, söxuð 3 msk. estragon/tarragon, smátt saxað 3 msk. brauðmylsna 4 msk. rifinn parmesanostur 1 msk. dijon hunangssinnep 1 egg Sjávarsalt og svartur pipar cheddar-ostur, skorinn í sneiðar stökksteikt beikon, smátt saxað Hrærið allt hráefnið saman. Mótið litla hamborgara og geymið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.