Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is V ið sjáum að í öllum megin- atriðum gengur þetta ágætlega miðað við þá miklu óvissu sem er undirliggjandi bæði í greininni sjálfri, á mörkuðum og sömuleiðis í stöðu fiskistofnanna okkar,“ segir Kristján Þór og bætir við að helsta áhyggjuefnið hafi ver- ið að markaðir myndu hreinlega hverfa vegna kórónuveirufaraldur- sins og að verðhrun myndi eiga sér stað. Kveðst ráðherrann feginn að svartsýnustu spár hafi ekki gengið eftir í þeim efnum. „Íslenskur sjáv- arútvegur sýndi gríðarlega aðlög- unarhæfni í þessum krefjandi að- stæðum, meðal annars þegar eftirspurn eftir ferskum afurðum hrundi á nokkrum sólarhringum. Þannig að þetta ástand hefur um leið varpað ljósi á styrkleika ís- lensks sjávarútvegs.“ Ráðgjöf ávallt umdeilanleg „Svo fáum við ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár, þar sem við erum að sjá breytingar aðeins í mati Hafrann- sóknastofnunar á stofnunum, sem gefur töluverða hækkun á aflamarki í ýsu og síðan lækkun í aflamarki þorsks. Þetta eru engar katastrófur en það eru vonbrigði að sjá þorsk- inn ekki halda áfram á sömu leið eins og hann hefur verið núna í all- langan tíma. Samt sem áður er ástandið á stofninum betra heldur en það var fyrir alllöngu,“ segir Kristján Þór. „Ég held að það sé hollt fyrir okkur, þrátt fyrir sveiflur í afkomu árganga, að hverfa ekki frá þessu verklagi sem byggist á því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við stjórnun fiskveiða við Ísland. Við höfum sem betur fer fylgt ráðgjöf okkar færustu vísindamanna ágæt- lega í mörg ár,“ bætir hann við. Spurður hvort hann sé sammála sjónarmiðum um að nú, þegar efna- hagsþrengingar eru annars vegar, sé tilefni til að auka útgefið afla- mark, svarar Kristján Þór: „Í þess- um efnum verðum við að hugsa þetta allt saman til langs tíma og ekki undir neinum kringumstæðum megum við láta einhverja skamm- tímahugsun ráða för þegar kemur að nýtingu á auðlindum sjávarins. Það er bara þannig. Við getum alltaf bætt okkur og það er ekkert skrýtið þó að ýmis atriði séu umdeilanleg varðandi fiskveiðistjórnunina og ráðgjöfina, það hefur alltaf verið þannig og verður alltaf þannig. En það er óumdeilt að fiskveiði- stjórnunarkerfið okkar hefur verið að flestu leyti mjög gott. Það er vel þekkt að íslenskur sjávarútvegur skarar fram úr á mörgum sviðum og við erum með sjálfbæra nýtingu fiskistofna, við erum með (efnahags- lega) sjálfbæran útveg sem ekki þarf ríkisstuðning, hann skapar al- veg gríðarlega mörg afleidd störf og svo framvegis.“ Einkennist af sveiflum Nokkur högg hafa dunið á greininni á fiskveiðiárinu og segir Kristján Þór meðal helstu áfallanna vera stöðu loðnustofnsins. „Hann hefur átt undir högg að sækja. Ljósi punkturinn í því er að Alþjóða- hafrannsóknarráðið hefur lagt til 170 þúsund tonn í samræmi við gildandi aflareglu.“ Þá séu miklar vonir bundnar við að loðnuleiðangur í næsta mánuði skili jákvæðum nið- urstöðum sem gefa vísbendingar um betra ástand stofnsins þannig að umtalsverðar veiðar geti orðið á næstu vertíð, að sögn ráðherrans. Þá er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af humarstofninum að mati Kristjáns Þórs sem bendir á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sé núll og að það muni líklega taka langan tíma fyrir stofninn að ná sér á strik. „Svo er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru miklar breytingar varðandi göngur makríls í ár og ekki fyrirséð hvernig það mun þróast,“ segir hann. „Það eru alltaf blikur á lofti í sjávarútvegi hvar sem er í veröldinni. Því, hvort sem okkur líkar það betur eða verr að heyra það, þekkjum við ganginn í lífríki sjávar ekki nægilega vel heilt yfir. Og sveiflur í náttúrunni geta verið mjög breytilegar milli ára án þess að menn kunna á þeim viðhlítandi skýringar. Þetta er ein- faldlega eðli þessarar atvinnugrein- ar að hún er sveiflukennd. Viðbragð stjórnvalda við þessari óvissu verð- ur að vera að fjárfesta enn frekar í öflugum hafrannsóknum.“ Munur á niðursveiflunum Spáð er að verð sjávarafurða á mörkuðum kunni að fara að lækka í samræmi við mögulegan efnahags- samdrátt erlendis og tilheyrandi samdrátt í kaupmætti. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því hvað þetta kunni að hafa í för með sér fyrir þjóðarbúið nú þegar önnur útflutningsgrein, ferðaþjónustan, hefur orðið fyrir verulegu höggi vegna ástandsins, svarar Kristján Þór: „Já, vissulega. Það er alveg augljóst að samkeppnin á erlendum mörkuðum mun aukast vegna þess að það dregur úr eftirspurn eftir til- teknum tegundum af sjávarafurð- um.“ Munurinn á milli niðursveifl- unnar nú og ársins 2009, þegar tölu- verð niðursveifla varð í sjávar- útvegi, er sá að fyrirtækin eru sem betur fer betur í stakk búin til að takast á við áföll. Þegar við erum að horfa upp á það að við flytjum út 98 til 99% af þeim afla sem við drögum úr sjó og samkeppni á mörkuðunum harðnar, hlýtur maður á sama tíma að horfa til þeirra rekstrarskilyrða sem atvinnugreininni eru búin hér heima. Þetta verður alltaf einhvern veginn að spila saman. Mikilvægi sjávarútvegsins í afkomu þjóð- arbúsins er óumdeilt og oftar en einu sinni hefur þessi atvinnugrein komið þjóðinni í gegnum brimskafla efnahagsmála sem hafa verið að skella á henni.“ Strandveiðar gengið vel Tilkynnt var 18. ágúst að strand- veiðar yrðu stöðvaðar frá og með 20. ágúst. Hefur verið gagnrýnt að margir strandveiðimenn hafi þurft að hætta veiðum með þriðjung veiðidaga eftir og að ekki hefur ver- ið veitt leyfi til að nýta ónýttar heimildir frá veiðunum 2019. En aflaheimildir til strandveiða voru auknar um 720 tonn í júlí. „Umræðan um strandveiðarnar ber keim af því að það eru kapp- samir menn á ferð og ætla kannski ráðherra þessa málaflokks meiri völd en hann hefur. Það er Alþingi sem setur lögin um fiskveiðistjórn- unarkerfið sem sjávarútvegi er ætl- að að vinna eftir. Auðvitað förum við eftir þeim ákvæðum sem gilda,“ segir Kristján Þór. „Það var mjög góður afli strandveiðibáta og afla- heimildir í þessum hluta fisk- veiðistjórnunarinnar hafa aldrei verið meiri, aflamagn og aflaverð- mæti hefur aldrei verið meira. Nefni sem dæmi að heildarafli í strandveiðikerfinu árið 2018 var 9.781 tonn en var 11.841 tonn árið 2020. Það er hækkun milli þessara tveggja ára um rúm 2.000 tonn eða um 17%. Og þegar krafan er um það að færa aflaheimildir til í þessu kerfi þá verða menn líka að horfast í augu við það að þá erum við sömu- leiðis að færa til atvinnu fólks, enda hlýtur það að koma annars staðar niður. Jafnframt þarf að hafa hugfast að ég hef þegar ráð- stafað öllum ónýttum aflaheim- ildum í 5,3% kerfinu svokallaða til strandveiða,“ segir hann og bendir á að 720 tonnum hafi verið bætt við strandveiðarnar í júlí. Þá telur Kristján Þór tilefni til þess að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á strand- veiðikerfinu undanfarin ár, þar með talið að aflaheimildum sé ekki lengur skipt niður á landsvæði eða tímabil. Frumvarp lagt fram sem fyrst Starfshópur um atvinnu- og byggðakvóta skilaði í febrúar skýrslu sinni um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% afla- heimilda til ráðherra í febrúar. Lagði starfshópurinn til að mynda til að úthlutun byggðakvóta yrði gerð markvissari með skjalfestum markmiðum þar sem til að mynda vinnsluskylda færi eftir aðstæðum á hverjum stað. Jafnframt lagði hann til að línuívilnun yrði færð í auknum mæli til þeirra staða þar sem hún er talin skila sem mestum árangri. Spurður hvort væntanleg séu frumvörp í samræmi við tillögur starfshópsins, svarar Kristján Þór því játandi. „Ég hef óskað eftir því að haldið verði áfram á grunni þeirrar vinnu sem þar var unnin og það er unnið að gerð frumvarps sem byggist á þeim tillögum sem þarna voru lagðar fram.“ Hann kveðst ekki geta spáð því hvenær slíkt frumvarp verði lagt fram en segist vona að það verði tilbúið „sem fyrst með haustinu“. Bætir ráðherrann við að áherslur haustsins verði svipaðar og hafa verið á árinu, að lágmarka neikvæð áhrif kórónuveirufaraldur- sins „en um leið skapa öfluga við- spyrnu þegar þetta ástand er geng- ið yfir“. Morgunblaðið/Eggert „Það eru alltaf blikur á lofti í sjávarútvegi hvar sem er í ver- öldinni. Því, hvort sem okkur lík- ar það betur eða verr að heyra það, þekkjum við ganginn í líf- ríki sjávar ekki nægilega vel.“ Skammtímahugsun megi ekki ráða för við auðlindanýtingu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, kveðst ekki svartsýnn þrátt fyrir þær að- stæður sem skapast hafa á undanförnum misserum og reynst hafa mörgum krefjandi. Hann segir þó liggja fyr- ir að fiskveiðiárið sem sé að líða hafi verið sér- stakt á margan hátt. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.