Morgunblaðið - 29.08.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 29.08.2020, Síða 10
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ etta er í fyrsta sinn sem við erum að selja stærri pakka, en við erum þekkt fyrir að framleiða vind- urnar og stjórnkerfið með þeim. Við framleiðum allt stál á Spáni og vindurnar, en rafmagnið og stjórnbúnaður er hannaður og smíðaður í Hafnarfirði,“ svarar Bjarni Þór Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Naust Marine, er hann er spurður um samning sem fyrirtækið gerði nýverið við RK Lenina í Rússlandi. Hann segir mikið framfaraskref fyrir fyrirtækið að vera komið á þann stað að gera samninga um all- an dekkbúnað um borð í togara, ekki síst togara af þessari stærð- argráðu. „Þetta er langstærsta verkefni á einum togara sem við höfum fengið. Þetta er um 800 milljóna króna samningur bara þetta eina skip, enda stærsti togari sem hefur verið smíðaður í langan tíma. Hann er 121 metra langur og 21 metra breiður og við erum með allar vindur um borð í skipinu ásamt krönum, ísgálgum, skut- rennuhlið og blokkum, auk ATW- togvindustjórnkerfis. Þá koma tvö önnur íslensk fyrir- tæki einnig að togaranum, Frost og Skaginn 3X, en Lenin er hannaður af finnska fyrirtækinu Wärtsila. Tíu togarar fyrir Norebo Verksmiðjutogarinn Lenin er hins vegar langt frá því að vera fyrsta stóra verkefni Naust Marine í Rússlandi. Árið 2017 gerði íslenska fyrirtækið Nautic samninga við rússnesku útgerðina Norebo um hönnun sex verksmiðjutogara sem eru 81,6 metrar að lengd og 16 metra breiðir, en 43 vindur frá Naust Marine og togvindustjórn- kerfi mun vera í hverjum togara Norebo auk búnaðar frá Frost. Bjarni Þór segir stefna í að Naust Marine taki að sér búnað í fjóra Norebo-togara til viðbótar. „Það er búið að samþykkja tilboðið, búið að uppfæra samningana og er núna beðið eftir að þeir komi und- irritaðir inn í hús. Þetta eru sem sagt í heild tíu togarar. Við erum mikið í Austur- Rússlandi með mörg verkefni í gömlum skipum. Enda hefur ekk- ert verið mikið um nýsmíði und- anfarin tuttugu ár. Þetta er algjör sprengja hjá okkur í nýsmíðum, við erum að koma að ellefu nýsmíða- verkefnum sem eru fleiri nýsmíðar en við höfum komið að samanlagt frá ’93.“ Hægt að bæta við verkefnum Spurður hvort framleiðsla fyrir- tækisins sé að nálgast þolmörk vegna fjölda verkefna segir Bjarni Þór svo ekki vera. „Þetta verður afgreitt í lok næsta árs, 2021, í Lenin. Við erum með mjög stórt verkefni fyrir Norebo, en þar erum við með samning upp á sex togara og erum búnir að skila tveimur, er- um að skríða í þriðja togarann.“ Hann segir ávallt hægt að bæta verkefnum við þar sem undir- verktakar á Spáni og hér á landi eru til taks þegar þarf að mæta helstu álagstoppunum. „Þetta er ekki vandamál og er nú skárra ástand í dag að fá mannskap en var fyrir bara einu til tveimur árum. Metum bara hverju sinni hvort við bætum við okkur hér eða á Spáni.“ Naust Marine hefur sótt á alla markaði en Rússland hefur ásamt Bandaríkjunum verið helstu mark- aðir fyrirtækisins, segir Bjarni Þór. Hann bætir við að hann hefði viljað vera meira í verkefnum á Íslandi, en þeim hafi fækkað í kjölfar mikils endurnýjunarfasa íslenska skipa- flotans þar sem var fjöldi nýsmíða. „Við höfum meðal annars komið að togurunum hjá Brimi (Akurey, Við- ey, Engey) auk Breka hjá Vinnslu- stöðinni og Páls Pálssonar hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.“ Bjarni Þór segir reynsluna af rússneska markaðnum góða, en viðurkennir að einhverjir hnökrar hafi verið í kringum nýsmíðina. „Þessir rússnesku togarar eru smíðaðir í Rússlandi og skipa- smíðastöðvar þeirra hafa aðallega verið í smíðum á herskipum. Þetta er nýtt fyrir þeim en þeim fer fram.“ Faraldur veldur töfum Spurður hvort það sé erfitt að komast inn á rússneska markaðinn svarar hann: „Já, það er náttúrlega erfitt að komast á alla markaði, en við erum orðin frekar þekkt nafn þar. Við byrjuðum á að selja ein- göngu stjórnbúnaðinn í eldri skip og þannig byrjaði nafnið Naust Marine að verða þekkt í Rússlandi. Síðan hefur það bara aukist og mun aukast enn meira með þessum nýju verkefnum. Rússar eru mjög tryggir, ef þeir eru ánægðir eru þeir langflestir ekkert að leita ann- að.“ Eins og með allar atvinnugreinar hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á starfsemina og veldur far- aldurinn töfum. „Það er allt að seinka vegna þess að menn komast ekki milli landa til að klára samn- inga og okkar þjónustufólk getur ekki mætt á staðinn til að starta kerfunum, en vonandi breytist það. Brexit hefur líka áhrif, út af því að það eru ekki komnir samningar milli Evrópusambandsins og Bret- lands um fiskveiðar. Lentum í því að vera búin að skrifa undir vilja- yfirlýsingu og það átti allt að fara að byrja, en þá var það stoppað og frestað til áramóta út af þessum samningum.“ Hann segir umfang tafanna koma betur í ljós þegar fram líða stundir og útskýrir að erfitt geti verið að komast inn á skipa- smíðastöðvar í Rússlandi þar sem þær hafa almennt verið nýttar til að smíða herskip og eru því í gildi strangari aðgangsreglur en við hefðbundnar stöðvar. „En það á augljóslega eftir að breytast. Þetta er þróun sem er hafin.“ Sjá um allan dekkbúnað á Lenin Naust Marine hefur tek- ið að sér stærsta verk- efni í sögu fyrirtækisins vegna eins togara og mun sjá um nánast allan dekkbúnað í rússneska verksmiðjutogaranum Lenin fyrir rússneska út- gerð. Samningur vegna verkefnisins hljóðar upp á 800 milljónir króna. Morgunblaðið/Hari Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 4 1 3 2 4 1 3 2 A A B B C C D D E E Árangur í verki Stuðlum að sjálfbæru samfélagi www.mannvit.is Sérfræðingar okkar búa að áratugalangri reynslu á öllum sviðum skipulags-, leyfis- og umhverfismála, húsbygginga, samgöngumannvirkja og rannsókna. Við bjóðum ráðgjöf á sviði sjálfbærni og innivistar og leitumst við að lágmarka áhrif á umhverfi og samfélag. Tröllvaxinn togari  Finnska fyrirtækið Wärtsilä var fengið í október 2018 til þess að hanna nýjan verk- smiðjutogara fyrir útgerðina RK Lenina í austurhluta Rússlands. Rússneska skipasmíðastöðin Yantar í Kaliningrad mun annast smíðin og er áætluð afhending árið 2023.  Skipið þykir einstakt fyrir margar sakir, en það mun vera 121 metri að lengd, 21 metri að breidd og er lestin 5.000 rúm- metrar að stærð. Jafnframt mun það geta nýtt tvítroll fyrir marg- ar ólíkar tegundir og nýtir bæði hefðbundnar vindur og dælur til þess að koma afla um borð, en þar verður ekki bara unninn afli sem Lenin veiðir heldur mun afli frá öðrum skipum einnig vera unninn um borð.  Um borð eru 50 vindur frá Naust Marine ásamt krönum, ís- gálgum, skutrennuhlið, blokkum og togvindustjórnkerfi. Um er að ræða stærsta verkefni Naust Marine vegna eins togara.  Nýsmíðin er tengd fjárfestingastefnu rússneskra stjórnvalda sem ætlað er að stuðla að endurnýjun rússneska fiskiskipaflotans.  Lenin mun stunda veiðar að- allega í Okotshafi sem er í norð- urhluta Kyrrhafs milli Kams- jatkaskaga og meginlands Asíu. Verkmsiðjutogarinn Lenin mun vera með stærri togurun sem smíðaðir hafa verið á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.