Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 14
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is A ukin tæknivæðing og styrk- ing félagsins í veiðum og vinnslu á bolfiski hefur hjálpað Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði að takast á við áskoranir undanfarinna missera. Tæknin hefur gert starfsemina skil- virkari og bolfiskurinn rennt fleiri stoðum undir reksturinn og gert hann sveigjanlegri. Þetta segir Friðrik Mar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. „Með tæknivæð- ingu síðustu þriggja ára höfum við náð að auka afkastagetu bolfisk- vinnslunnar um 100% með óbreyttum fjölda starfsmanna og samhliða því styrkt okkur í þorskkvóta. Makríllinn heldur þó áfram að vera mikilvægur fyrir okkur, sem og kolmunni og loðna,“ útskýrir hann. Síðasta almanaksár var það besta í sögu félagsins og nam LVF þá um tveimur milljörðum króna. „Það ár gekk hér um bil allt upp. Brestur varð í loðnuveiðum en við áttum birgðir af loðnuhrognum frá árinu á undan og vorum þeir einu í heiminum sem gátu þjónað markaðinum. Aldrei hefur fallið úr dagur hjá okk- ur því bolfisk- urinn hefur fyllt upp í skarðið þeg- ar uppsjávartegundirnar skortir,“ segir Friðrik og undirstrikar að það virðist ekki annað ganga í dag en að bæði nýta möguleika tækninnar eins og frekast er unnt og hafa starfsem- ina fjölbreytta svo að sveiflur innan tegunda og breytilegar aðstæður á erlendum mörkuðum séu auðveldari viðfangs. „Þetta viðhorf stangast á við það sem markaðssérfræðingar vilja stundum halda fram; að fyrirtæki eigi að sérhæfa sig sem mest og ná sem bestum árangri á afmörkuðu sviði, en í sjávarútvegi þurfa fyrirtæki þvert á móti að vera í sem flestu til að geta mætt sveiflunum,“ segir hann. „Nið- urskurður og kjarnastarfsemi eru voðalega flott orð og eiga kannski við í rekstri banka, en ekki í okkar grein.“ Til að lifa af þarf að nota nýjustu tækni Loðnuvinnslan rekur í dag fiskimjöls- verksmiðju, síldarsöltun, uppsjáv- arfrystihús og bolfiskfrystihús og gerir út þrjú skip: flottrolls- og nóta- veiðiskipið Hoffell SU 80, togarann Ljósafell SU 70 og línubátinn Sand- fell SU 75 en að auki á útgerðin tæp- an helmingshlut í krókaveiðibátnum Hafrafelli SU 65. Félagið er það eina á Íslandi sem framleiðir saltaða síld. Mælt í magni er kolmunni fyrirferð- armesta tegundin í starfseminni og hefur LVF á undanförnum árum að jafnaði tekið á móti 30 til 50.000 tonn- um af kolmunna til bræðslu ár hvert. Samanlagt hefur LVF fjárfest í nýjum vinnslutækjum fyrir um það bil milljarð króna á undanförnum þremur árum. Eignaðist fyrirtækið m.a. fullkominn sjálfvirkan pökk- unarbúnað og tvær vatnsskurðar- vélar frá Völku. Í haust bættust síðan við nýjar flæðilínur. Friðrik segir að með bættri tækni sé ekki aðeins verið að auka afköst heldur einnig auka gæði og nýtingu. Fullkominn vinnslubúnaðurinn myndgreinir hvert flak og sker af ná- kvæmni til að búa til bita af þeirri stærð og gerð sem kaupandinn óskar eftir þannig að sem minnst fari til spillis. „Markaðurinn er með alls kon- ar óskir um þykkt, lengd, breidd og þyngd fiskbitanna og hægt að full- nægja öllum þessum þörfum á ein- faldan hátt með nýju vélunum.“ Segir Friðrik ekki hægt að segja til um hversu fljótt fjárfestingin borgar sig. „En í okkar geira er ekki hægt að lifa af öðruvísi en að nýta sér nýjustu tækni á hverjum tíma.“ Markaðurinn að leita aftur í eðlilegt horf Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í daglegri starfsemi LVF og þurfti strax í mars að skipta starfsfólki í aðskildar vaktir. „Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrir okkur öll, og gott þegar ástandið varð aftur eðlilegt í júní,“ segir Friðrik. Á sama tíma urðu sviptingar á mörkuðum og nefnir Friðrik að þegar verst lét hafi orðið 90% sam- dráttur í sölu á ferskum hnökkum og verð lækkað um 15%. Skýrist það af því að víðast hvar þurftu veitingastaðir að skella í lás og stórmarkaðir lokuðu fiskborðum Geta betur mætt sveiflum með fjölbreyttri starfsemi Sú áskorun sem íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir í dag er annars eðlis en í fjármála- kreppunni fyrir röskum áratug. Hoffell á leið til veiða. Friðrik segir árið hafa verið krefjandi en að sjávarútvegurinn muni þrauka. Friðrik Mar Guðmundsson 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað KEILIR RESTEINUNN SF 10 FROSTI ÞH 229 NORIS vélaeftirlitskerfi STAMFORD rafalar VULKAN ástengi SCANTROL autotroll YANMAR aðalvélar FINNÖY niðurfærslugírar Allt fyrir nýsmíðina Rafmagns togvindur Rafstöðvar og ljósavélarAðalvélar - Hjálparvélar Niðurfærslugírar NORIS vélaeftirlitskerfi VULKAN ástengiYANMAR aðalvél YANMAR aðalvélar REINTJES niðurfærslugírar VULKAN ástengi AQUAMETRO eyðslumælar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.