Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.08.2020, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ etta hefur ekki einungis haft áhrif á fyrirtækin og sagði fjármála- og efna- hagsráðuneytið að hag- vöxtur gæti hækkað um 0,5 prósent ef loðnuvertíð yrði á árinu, en þá var ekki vitað hversu umfangsmikil áhrif kórónuveiru- faraldurinn myndi hafa á hag- kerfið. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir það hafa verið verulegt áhyggjuefni í vetur að ekki var gefinn út loðnu- kvóti. Helsta áhyggjuefnið tengd- ist því að loðna og loðnuhrogn myndu hverfa af mörkuðum í Asíu sem myndi knýja natvælaframleið- endur til þess að leita annars hrá- efnis og að erfitt yrði að halda markaðshlutdeild tegundarinnar. Auk þess gæti reynst erfitt að komast aftur inn á markað með vöruna á ný þar sem það kallar á endurtekið vottunarferli opinberra aðila og smásöluaðila þar ytra sem getur tekið verulegan tíma. 170 þúsund tonn Framkvæmdastjórinn bendir þó á að vegna faraldursins hefur tekist á komast hjá alvarlegustu afleið- ingum loðnubrestsins. „Veitinga- húsunum var lokað og það hjálpaði til,“ segir hann og vísar til orða Yohei Kitayama, sölustjóra Vinnslustöðvarinnar í Japan, í Morgunblaðinu á dögunum þar sem því er lýst hvernig lokun veit- ingastaða hafi dregið verulega úr eftirspurn eftir loðnuafurðum sem kom í veg fyrir skort. Eins bendir Binni á að verð hafi hækkað nokk- uð í Japan sem dregur úr eft- irspurn. Hann kveðst töluvert bjartsýnn á framhaldið enda hefur Alþjóða- hafrannsóknaráðið lagt til veiðar á tæplega 170 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/21. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hver endanleg ráðgjöf verður en hún verður endurskoðuð að lokn- um mælingum í september, að því er segir í tilkynningu á vef stjórn- arráðsins. „Þetta skiptir okkur miklu meira máli en samdrátturinn í þorski,“ segir Sigurgeir Brynjar, en 6% minni aflamark í þorski verður á fiskveiðiárinu. Hjálpar að geta flutt veiðiheimildir milli ára „Það sem er í ferskfiski hjá okkur hefur verið karfi annars vegar og þorskur hins vegar. Við höfum ekki verið að flytja eins mikið út til þessara Evrópulanda eins og verið hefur. Hvorki bitum né heil- um fiski,“ svarar hann spurður hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hefur á aðrar tegundir. Hann út- skýrir að Vinnslustöðin hafi mark- visst dregið úr veiðum og meðal annars nýtt tækifærið til þess að taka Breka VE í slipp. Þá sé ánægjulegt, að sögn Binna, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, hafi í maí undirritað reglugerð sem heimilar kvóta- höfum að flytja stærra hlutfalla aflamarks í botnfiski milli fisk- veiðiára, úr 15% í 25%. „Það gefur okkur miklu meira svigrúm til þess að stjórna og keyra ekki á það að veiða inn á ferskfiskmark- aði sem byggja af langmestu leyti á veitingahúsum. Í Frakklandi er þetta meira og minna búið að vera dautt, og veitingahúsabransinn um heim allan er mjög lítill. Á móti kemur þó einhver aukning í fryst- um afurðum. Og stóru fréttirnar, þær lang- stærstu í þessu öllu saman og hafa áhrif á þetta allt, eru þær að heimshagkerfið er að dragast sam- an. Kaupmátturinn er að minnka sem þýðir það að ef við horfum fram í tímann, þá mun fiskverð að öllu óbreyttu lækka í erlendri mynt þó það lækki kannski ekki í íslenskum krónum þar sem krónan kann að veikjast.“ Farið lengra í leit að makríl Staða stofnanna í hafinu umhverfis Ísland breytist stöðugt og er það ekki bara loðnan sem hefur verið að stríða uppsjávarskipunum, en sífellt hefur þurft að sækja lengra til að ná í makrílinn. Í fyrra veidd- ist aðeins 51% af makrílaflanum í íslenskri lögsögu og í júlílok gat Hafrannsóknastofnun sagt frá því að bráðabirgðaniðurstöður rann- sóknarleiðangurs stofnunarinnar, sem fór fram í sumar á Árna Frið- rikssyni, sýni mun minna magn af makríl í landhelginni en und- anfarin ár. Binni segir þessa þróun áhyggjuefni. „Makríllinn er ekki jafn mikið við landið eins og var og við erum að veiða við norsku landhelgina austur í hafi sem gerir þetta allt flóknara og erfiðara. Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur uppsjávarfyrirtækin.“ Við þetta bætist að humarstofn- inn stendur mjög veikt og bendir samsetning aflans í ár til þess að nýliðun sé ekki að aukast. Leyfi- legt er að veiða rúm 200 tonn í ár, sem eru aðeins um 10% þess sem veitt var fyrir áratug. „Núna eru sandsílið að ná sér á strik, kannski er það bara vegna þess að makríll- inn er minna við landið. Kannski er það þannig að hann hafi étið lirfur humarsins, þó enginn viti það. Það veit enginn af hverju engin nýliðun er í humri, hvað það er í hafinu sem gerir það. Við náttúrlega stóðum í humri svo það skiptir máli og það lagast ekkert á næsta ári eða þarnæsta. En við ætlum að láta reyna á gildruveiðar og sjá hvað það hefur upp úr sér til þess að vita hvort það geti skilað þessum árangri sem við erum að leita að,“ útskýrir Binni. Vongóður um loðnuvertíð Útgerðarfyrirtækin sem hafa lagt áherslu á upp- sjávarveiði hafa átt sögulegt fiskveiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnubrestur ann- að árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að loðnu- veiðar hófust við Ís- landsstrendur árið 1963. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Binni í Vinnslustöðinni segir það hafa verið mikilvægt fyrir útgerðir að geta flutt aukinn hluta veiðiheimilda milli fiskveiðiára vegna ástandsins á mörkuðum. Það er áhyggjuefni að makrílinn sé að finna í minni mæli en áður í íslenskri lögsögu. Enn hefur ekki tekist að semja um nýtingu stofnsins milli strandríkja og Íslendingum því óheimilt að veiða makrílinn í lögsögu Norðmanna, Færeyinga og ESB. Árin 2016 til 2018 nam útflutn- ingsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 milljörðum króna. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 millj- arðar. Loðnubrestur hefur orðið tvö ár í röð, en það hefur ekki gerst frá því að Íslendingar hófu loðnuveið- ar árið 1962.Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverð- mæti birgða nam ríflega 8 millj- örðum króna. Skip með heimahöfn í Vest- mannaeyjum eru með 32% afla- hlutdeild í loðnu og 27% í Fjarða- byggð. Loðnan mikilvæg tegund Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.