Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 06.07.1988, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA Ísafjarðarhátíð var haldin um s.l. helgi. Þetta er þriðja árið í röð sem Ísafjarðarhátíð er hald- in. Það er sportbátafélagið Sæ- fari sem stendur fyrir hátíðinni og að þessu sinni í samvinnu við SJÓÍS, Sjóstangveiðifélag ís- firðinga. Fimmtudagur Hátíðin hófst á fimmtudag með því að útvarpsstöð hátíðar- innar hóf útsendingar sínar og var útvarpað alla dagana sem hátíðin stóð yfir. Um kvöldið var síðan kvöldvaka. Föstudagur Föstudagurinn var mjög við- burðaríkur og allt hjálpaðist að við að gera hann eftirminnilegan Veðrið var alveg einstakt, eins og það var reyndar alla helgina, glampandi sólskin, hiti og róleg- ur vindur. Klukkan 07:00 um morguninn hófst sjóstangveiði frá Bolungar- vík en í henni kepptu 40 kepp- endur frá Akureyri, Reykjavík, Vestmannaeyjum, og ísafirði. LAUST STARF Starf ritara eftir há- degi á lögfræðiskrif- stofu Tryggva Guð- mundssonar hdl., er laust frá 1. sept- ember n.k. Umsækj- andi þarf að hafa reynslu af skrifstofu- störfum og hafa góða íslensku- og vél- ritunarkunnáttu. Nánri upplýsingar eru veittar á skrifstof- unni, Hrannargötu 2, ísafirði. Sími 94-3940. Þó svo að flest atriði ísafjarð- arhátíðar hafi farið fram á sjó úti þá var föstudagurinn sannarlega dagur lankrabbanna. Þá eftir há- degi var haldinn útimarkaður á Silfurtorgi sem heppnaðist fá- dæma vel. Flest allar verslanir bæjarins voru með sölubúð á torginu og var mikil stemning þar í góða veðrinu. Förðunarmeistarar Litla leikklúbbsins voru með máln- ingu sína og pensla á svæðinu og máluðu yngri kynslóðina í fram- an eftir óskum hvers og eins. Voru margir æði skrautlegir krakkar á ferð um Silfurtorg þennan sólríka dag. Félagar í LL gerðu fleira en mála krakka. Þeir settu upp í götuleikhúsformi þjóðsöguna um Búkollu. Vakti beljan Búkolla mikla athygli, svo og stóri boli skessunnar, og skessan sjálf. Þá lék hljómsveitin Drulluhá- leistarnir nokkur lög og á eftir þeim fluttu tveir ungir listamenn gamanmál. Klukkan 18:00 sté bæjarstjóri ísafjarðar, Haraldur L. Haralds- son, í pontu og flutti setningar- ræðu. I ræðu sinni kom bæjar- stjóri m.a. inn á hve mikið það hefði fyrir bæjarfélagið að segja að haldnar væru hátíðir sem Isa- fjarðarhátíðin, til dæmis með til- liti til ferðamannaiðnaðarins. Því næst setti hann hátíðina formlega. Að lokum léku félagar í Harmoníkufélagi Vestfjarða og sportbátaeigendur sýndu báta sína á pollinum. Laugardagur Um morguninn var enn róið frá Bolungarvík til fiskjar. Segl- brettamenn sýndu listir sínar á Pollinum í hálfgerðu logni og háði það þeim augljóslega. Laugardagurinn var dagur sjóaranna líkt og föstudagurinn var dagur landkrabbanna. Klukkan 13:00 voru þátttakend- ur í Djúpralli ræstir og skömmu síðar hófst flekakeppni á Pollin- um sem bæði fullorðnir og börn tóku þátt í á heimasmíð'iðum flekum. Mátti þar sjá margt at- hyglisvert fleyið. Seinni part dagsins kom þyrla Landhelgisgæslunnar í bæinn og sýndi björgun úr sjó. Þá var hún til sýnis á Sjúkrahússtúninu og einnig varðskipið Týr sem lá í höfninni. Um kvöldið gerðu menn sér síðan glaðan dag í veitingahús- um bæjarins. Sunnudagur Sunnudagurinn var jafn fagur og fyrri dagar hátíðarinnar, feg- urri ef eitthvað var. Þann dag var mikið um að vera á Pollinu. Baujurall hraðbáta var haldið svo og spyrnukeppni. Einnig kappróður barna. Hátíðinni var að lokum form- lega slitið á Silfurtorgi klukkan 18:00 Eins og segir í upphafi var það félag sportbátaeigenda á Isa- firði, Sæfari, sem stóð fyrir ísa- fjarðarhátíðinni. Formaður Sæ- fara er Jónas H. Eyjólfsson. BB óskar Jónasi og hans mönnum til hamingju með frá- bærlega vel heppnaða hátíð sem væntanlega á eftir að verða bæn- um mikil lyftistöng. Búkolla á Silfurtorgi, nýfundin og á leiðinni heim.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.