Bæjarins besta - 06.07.1988, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESTA
BB SPYR
Hvernig þótti þér til takast
með Ísafjarðarhátíð?
Ingibjörg Valdimarsdóttir:
Ég varð ekki vör við hana, ég er svo
nýkomin heim. En hún hefur
ábyggilega tekist vel.
Ernir Ingason:
Alveg svakalega vel, sérstaklega hjá
veðurguðunum. Þeir stóðu sig með
prýði.
Magnús Reynir Guðmundsson:
Mjög vel heppnuð, og veðrið eftir
því.
Reynir Ingason:
Alveg einstaklega vel.
Efnahagsstefna
I molurn
Eins og stendur í júlíbyrjun
1988 eru mörg teikn á lofti sem
sýna glöggt að ríkisstjórnin hef-
ur nánast engin tök á efnahags-
málum þjóðarinnar. Eftirgeng-
isfellinguna í maí rauk verð-
bólgan upp úr öllu valdi og fór
yfir 50% á ársgrundvelli. Þessi
tala segir þó ósköp lítið. Verð-
bólgan er reiknuð út fyrir einn
mánuð og síðan framreiknuð
fyrir eitt ár út frá þessu. Ríkis-
stjórnin og talsmenn hennar
halda því fram að í árslok verði
verðbólga innan við 25% á árs-
grundvelli. Þrátt fyrir þetta og
kannski einmitt vegna þessarar
umræðu er orðið nokkuð Ijóst
að heldur litlar lfkur eru á því að
núverandi ríkisstjórn takist að
ná árangri í baráttunni við verð-
bólgudrauginn.
Auk verðbólgunnar eru önn-
ur hættumerki framundan. Ef
verð á freðfiskmörkuðum Is-
lendinga í Bandaríkjunum og
Evrópu heldur áfram að lækka
er nokkuð ljóst að tekjur lands-
ins minnka að raungildi. Það
væri glapræði að fara gengis-
fellingarleiðinna oftar á þessu
ári. Nægir að nefna síðustu
gengisfellingu og eftirfylgjandi
verðbólgu.
Það er nefnilega skammgóð-
ur vermir að pissa í skóinn sinn.
Það hlýnar á fótunum fyrst en
svo verður enn kaldara og
óþægilegra á tánum.
Eyðslusöm þjóð
á vertíð
fslendingar eru vertíðarfólk.
Á vertíðinni vinna menn þrot-
laust til þess, að sjálfsögðu, að
hafa gott upp úr sér. Þess sér
víða stað í þjóðfélaginu að
þjóðin hefur lifað margar góðar
vertíðir. Glæsileg híbýli oggóð-
ur bílakostur eru dæmi þess
ásamt nokkuð almennri heimil-
istækjaeign og ýmsu öðru sem
nauðsynlegt þykir. Ein skýring
er sú að lengi vel greiddu menn
ekki raunverulega vexti af
lánsfé. Það rýrnaði vegna lágra
raunvaxta. Þetta notfærði stór
hópur íslnedinga sér óspart
bæði til bygginga íbúðarhús-
næðis og í atvinnurekstri. Á síð-
ustu árum hefur fólki verið gert
mögulegt að spara með raun-
vöxtum, sem að sjálfsögðu hafa
krafist hárra útlánsvaxta á móti.
Og háir vextir á lánsfé eru eitt
helsta umkvörtunarefni
margra. En lækkun þeirra leysir
ekki efnahagsvanda afkomenda
víkinga, sem allir vildu vera
kóngar og losna við að borga
skatta. Hins vegar gera háir
raunvextir þá kröfu til atvinnu-
fyrirtækja, að þau standi sig í
stykkinu.
Nú er ekki lengur hægt að
taka vitlausar ákvarðanir vegna
þess að lánsfé er ódýrt. Bað er
skilyrði að atvinnurekstur skili
arði. Nú má enginn móðgast
þótt þessu sé varpað hér fram.
Rýrnandi króna gerir miklar
kröfur til allra þeirra sem hana
meðhöndla. Á það jafnt við um
stjórn atvinnurekstrar og ein-
staklinga. í dag er það kolröng
ákvörðun að kaupa eitthvað á
lánum einum. Samt halda at-
vinnurekendur og húsbyggj-
endur áfram á vertíðinni Fjár-
festa strax er mottóið. Af
hverju? Jú af því að pabbi og
mamma gátu það. En var það
eðlilegt? Tæpast, þó þetta
ástand hafi hjálpað íslending-
um til að verða ein af best hýstu
þjóðum í heimi.
En þetta gengur ekki lengur.
Nú er það krafan að verðmæti
standi bak við íslensku krónuna
þegar hún er lánuð.
lanuð.
Vertíðin er búin. Fólk getur
ekki lengur lifað í gróðahyggju
verðbólgunnar.
Vertíðinni er lokið hvort sem
okkur líkar betur eða verr.
Sumum stjórnarþingmönn-
um líkar þessi staðreynd illa.
Þeir vilja gengisfellingar á færi-
bandi. Stór hluti almennings er
sömu trúar. Framtíðn sker úr
um réttmætið.