Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 4

Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 4
BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA, óháö vikublað á Vest- fjöröum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Rit- stjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570 og er svarað allan sólar- hringinn. Setning, umbrotog prentun: H-prentsf, Suður- tanga 2, 400 Isafjörður. Tónlistarskóli ísafjarðar HARMONIKKUKENNSLA hefst við skólann á næstu dögum. Einnig er hægt að bæta við nokkrum nemendum í öðrum grein- um, s.s. klarinett, píanó, og fiðlu. Upplýsingar á skrifstofu skólans Austurvegi 11, sími 3926, eftir há- degi. Skólastjóri ATVINNA Óskum eftir starfskrafti í blómabúðina. Um er að ræða hálfs dags starf. Upplýsingar í Toppblóminu sími 4717. Elín Ólafsdóttir tók við farandbikar íþróttamanns ísafjarðar fyrir hönd bróðurs síns, Einars Ólafssonar skíðamanns. íþróttamaður ísafjarðar: Einar Ólafsson valinn í fimmta sinn Einar Ólafsson skíðamaður var valinn íþróttamaður ísafjarð- ar 1988 þann 29. desember af íþróttahreyfingunni við athöfn sem fram fór á Hótel ísafirði á vegum bæjarsjóðs. Einar er staddur erlendis þessa dagana og því tók systir hans, Elín, við far- andbikarnum fyrir hans hönd. Þetta er í áttunda sinn sem íþróttamaður ísafjarðar er valinn og í fimmta sinn sem Einar hlýtur þennan titil. Hann var einnig val- inn íþróttamaður ísafjarðar árin 1981,1983,1985 og 1987. Forseti bæjarstjórnar, Kristján Jónasson, sagði við þetta tæki- færi meðal annars að Einar Ólafsson hefði verið langfremsti skíðagöngumaður íslands í mörg ár og gefði fjöldamörgum gott fordæmi með ástundun sinni við æfingar og keppni. Einar var fjórfaldur íslands- meistari árið 1988 í skíðagöngu og stigahæsti skíðamaður á Is- landsmótinu. Hann vann allar þær göngur sem hann tók þátt í á árinu og var eini ísfirðingurinn sem var valinn í Ólympíulands- liðið á skíðum og keppti á Ólym- píuleikunum í Kanada. Hann hlaut, auk bikarsins, einnig viðurkenningarstyrk frá bæjar- sjóði að upphæð 38.000 kr. Fleiri fengu viðurkenningar og voru 4 þjálfarar og 47 íþrótta- menn heiðraðir fyrir frammi- stöðuna á árinu með afhendingu sérstaks skjals. 15 sundmenn voru heiðraðir, 11 skíðamenn og 17 knattspyrnumenn. Þeim og Einari Ólafssyni er óskað til ham- ingju. Skemmtistaðirnir: Sameiginleg miðasala Skemmtistaðirnir Krúsin og Uppsalir á ísafirði ætla á næsta laugardag að gera tilraun með að hafa sameiginlega miðasölu. Miðar verða seldir á báðum stöðum og gilda þeir inn á báða skemmtistaðina. Að sögn eigenda staðanna er þetta tilraun sem gerð er vegna fjölda áskorana frá dansgestum sem gjarnan vilja „rápa“ á milli húsanna tveggja. Ef vel tekst til þá má búast við að sameiginleg miðasala verði fastur liður á stöðunum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.