Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 9

Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 9
BÆJARINS BESTA 9 febrúar. Unglingarnir héldu upp á daginn með mikilli hátíð sem stóð í tvo daga. Meðal annars skemmti Bjartmar Guðlaugsson unglingunum og svo var bökuð stærsta afmælisterta sem sögur fara af á Vestfjörðum. Ástand símakerfisins hér á svæðinu var mikið til umræðu í febrúar. Á mestu álagstímunum var ástandið stundum þannig að ógjörningur var aö fá línu og svo vildu símtöl stundum slitna fyrir- varalaust. Ástandið var orðið það slæmt að bæjarstjórn Bol- ungarvíkur sá ástæðu til að sam- þykkja ályktun um símamálin þar sem m.a. sagði „að við ríkj- andi ástand yrði ekki lengur unað“. Umdæmisstjóri Pósts & Síma sagði ástandið ekki eins og best yrði á kosið en vænta mætti breytinga á næstunni. Einnig greindum við frá því að fasteignagjöld á norðanverðum Vestfjörðum væru hæst á ísafirði en lægst í Súðavík svo og að Skipasmíðastöð Marsellíusar hf hefði skrifað undir samning um nýsmíði fyrir Sandgerðinga. Var þar um að ræða skip svipað Sigga Sveins mb. sem stöðin smíðaði fyrir Rækjuverksmiðj- una hf í Hnífsdal. Forsvarsmenn útgerðarfyrir- tækisins Hrannar hf gengu í febr- úar frá samningum um lengingu á aflaskipinu Guðbjörgu við Vestur- Þýskti skipasmíðastöð- ina Sichau í Bremerhaven. Til- boðið hljóðaði upp á 44 milljónir króna. Mennt er máttur og það er leikur að læra. Kennarar eru oft- ast nær í hlutverki kennarans eða leiðbeinandans eins og þeir heita nú margir hverjir í dag en í febrúar síðastliðnum snerist dæmið við því þá settust kennar- ar á Vestfjörðum á skólabekk yfir eina helgi í Reykjanesi. Á námskeiðinu var farið yfir ýmiss- konar nýjungar í kennsluháttum auk þess sem kennurunum var kennd gerð leikbrúða og notkun þeirra við kennslu. Súgfirðingar eignuðust sinn snjóbíl í febrúar. Bíllinn sem er sömu gerðar og snjótroðarinn sem notaður er á Seljalandsdal kostaði tæpar þrjár milljónir króna og er hlutverk hans fyrst og fremst hugsað sem öryggis- tæki. Staða fiskvinnslunnar var slæm í febrúar sem endranær, kannski verri, því þá sáu for- svarsmenn fiskvinnslunnar á Vestfjörðum sig knúna til að kalla sína þingmenn heim í hér- að til skrafs og ráðagerða. Rætt var um hin ýmsu vandamál greinarinnar og m.a. samin á- lyktun sem beint var til ríkis- stjórnarinnar. Leikfélag Flateyrar frumflutti „Fimm konur“ í félagsheimilinu á Flateyri þann 27. febrúar undir leikstjórn Oktavíu Stefánsdótt- ur. Og þann 23. febrúar var Martha Jörundsdóttir var kjörin Ungfrú Vestfirðir 1988 í veit ingahúsinu Uppsölum í mars. Sumardagurinn fyrsti var stór dagur í líf vistmanna Bræðrat- ungu. Þá fengu þeir að gjöf frá Svæðisstjórn um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum, Renault Traffic, sendiferðabíl, útbúinn hjólastólalyftu. vöruhöfn við Sundahöfn form- lega tekin í notkun. Fyrirhugað hafði verið að hafa athöfn á höfninni sjálfri og átti Júlíus Geirmundsson ÍS 270 að leggjast að henni kl. 16 og með því að vígja hana. Sökum hvassviðris gat ekki af því orðið. Mars f byrjun mars var undirritaður samningur á milli Álftfirðings hf í Súðavík, útgerðarfélags Bessa ÍS 410 og norsku skipasmíða- stöðvarinnar í Flekkefjord um smíði á nýjum Bessa. Átta tilboð bárust í verkið, það lægsta uppá 190 milljónir króna en það hæsta 480 milljónir. Áætlað er að nýr Bessi komi haustið 1989. Fjölmennur fundur var haldin á Hótel ísafirði um jarðgöng á Vestfjörðum að tilstuðlan Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Meðal fundarmanna voru sveit- arstjórnarmenn víðsvegar af ÁLFABRENNA Álfabrenna verður á íþróttavellinum við Hreggnasa í Bolungarvík föstudagskvöldið 7.janúarl989 kl. 20.00

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.