Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 04.01.1989, Qupperneq 7
Flugeldasalan: BÆJARINS BESTA 7 Börn og fullorðnir tóku lagið við harmóníkuundirleik við brennuna við Úlfsá á Gamlárskvöld. ísafjörður: Gamla árið brennt út Áramótabrennur voru að þessu sinni tvær á Isafirði, önnur á Torfnesi og hin við Úlfsá. Fólk fjölmennti með börn sín þrátt fyrir leiðindaveður og við Úlfsá tóku menn lagið við harmóníku- undirleik. Þeir sem stóðu fyrir brennunni við Úlfsá höfðu fyrr um daginn dreift í hús í firðinum Ijósritum af áramótasöngvum og mæltist það vel fyrir. Að venju sáu skátarnir um að „skipta um ártal“ í Eyrarhlíð á miðnætti. Að sögn lögreglunnar voru engin útköll vegna óhappa við meðferð elds eða flugelda. Á ný- ársdag var eitt útkall í heimahús þar sem einhver hafði fleygt inn um glugga stórri knallettu. Sót skemmdi málningu á veggjum og álgardínur. Mikil mildi var að ekki fór verr því húsið er timbur- hús og íbúar voru sofandi á efri hæð með mánaðargamalt barn. íþróttir: Jólamót í badminton Hið árlega jólamót í badmint- on á ísafirði var haldið þann 30. desember síðastliðinn í íþrótta- salnum í Sundhöllinni og kepptu 16 manns. Sigurvegarar urðu Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari og Einar Yalur Krist- jánsson yfirkennari. Keppnin var útsláttarkeppni og slógu þeir félagar út í odda- leik þá Björn Helgason og Tryggva Guðmundsson. Þetta er fimmtánda árið sem efnt er til jólamóts í badminton og að sögn Björns Helgasonar er töluvert mikil áhugi fyrir íþróttinni hjá fólki á öllum aldri á ísafirði. ísfirðingar „kveiktu í“ \Vz milljón um áramótin „Við erum ekki búnir að taka þetta nákvæmlega saman en okkur sýnist að salan hafi verið mjög svipuð og í fyrra, ef til vill eitthvað minni“ sagði Kjartan Hauksson hjá Hjálparsveit skáta á Isafirði aðspurður um flug- cldasölu sveitarinnar. „Yerðið hefur lítið sem ekkert hækkað þannig að ágóðinn er svipaður í krónum talið. Við seldum lyrir um það bil rúma milljón. Salan var langmest á gamlárs- dag og þó tívolíbomburnar hafi ekki verið seldar núna þá má segja að þessar „tertur“ taki við af þeim“ sagði Kjartan. Ágóðinn af sölunni fer allur í hið nýja hús- næði sveitarinnar við Hjallaveg. Að sögn Vagns Jóhanns Jóns- sonar hjá Slysavarnadeildarinn- ar í Hnífsdal var salan þar mun betri en í fyrra og seldust flug- eldar fyrir á fjórða hundrað þús- und. Þetta er þriðja árið sem Slysavarnadeildin selur flugelda fyrir áramót. Ágóðinn þar fer í rekstur deildarinnar en allar aðr- ar fjáraflanir eru til styrktar björgunarbátnum Daníel Sig- mundssyni. w ísafj arðarkaupstaður DEILISKIPULAG Auglýst er deiliskipulag sjúkrahússreits á ísafirði, en þar er m.a. gert ráð fyrir kirkjubyggingu, í samræmi við grein 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Skipulagstillagan liggur frammi á 1. hæð í Stjórnsýsluhúsinu frá og með 3. janúar 1989 til 31. janúar s.á. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæjarstjóra fyrir 1. febrúar 1989. Bæjarstjórinn á ísafirði r oetker V Öruggt Valkostur vandlátra Matreiðsla úr Oetker vörum er einföld og örugg. Eftirréttir og tilbúnar sósur á hátíðarborðið eða í hversdagsmatinn. Bökunarvörurnar frá Oetker svíkja engan. meö Oetker viö hendina IsleiwlC

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.