Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 8
BB:
8
BÆJARINS BESTA
F réttaannáll
1988
Enn eitt árið er gengið í garð
og enn eitt árið er liðið í aldanna
skaut. A tímamótum sem þessum
er algengt að birt sé yfirlit yfir
hitt og þetta.
Yið hér á BB birtum hér
fréttaannál ársins 1988. Annáll
þessi er byggður á fréttum sem
birtust í blaðinu á síðasta ári.
Janúar
í fyrstu forsíðufrétt ársins
greindum við frá því að Félags-
heimilið í Hnífsdal hefði verið
slegið bæjarsjóði ísafjarðar á 5.1
milljón króna. Mikill hasar var á
uppboðinu, og mikið boðið, og
endaði með því að bæjarsjóði
var slegin eignin eins og áðuf
sagði.
Pá greindum við einnig frá því
að áramótin 1987-1988 mörkuðu
viss tímamót í verslunarsögu ísa-
fjarðarkaupstaðar, því þá var
síðustu nýlenduvöruverslun
kaupstaðarins, þar sem kaup-
maðurinn afgreiddi sjálfur yfir
borðið, lokað. Þegar heiðurs-
maðurinn Jónas Magnússon lok-
aði verslun sinni eftir 45 ára starf.
Fyrsta barn ársins hér vestra
fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu
á ísafirði þann 4. janúar. Það
var stúlka sem vó rúmar 16
merkur og var 55 sentímetrar.
Foreldrar barnsins eru Guðfinna
Steingrímsdóttir og Steinþór
Ingi Gunnarsson.
„Bíðum í ofvæni eftir snjón-
um“ sagði Bergmann Ólafsson
formaður Skíðaráðs ísafjarðar í
viðtali við blaðið um miðjan jan-
úar en þá voru skíðamenn farnir
að örvænta um að snjór yrði á
Dalnum á þeim vetrinum. En
sem betur fer, fyrir þeirra hönd,
kom snjórinn þannig að hægt var
að halda öll þau mót sem voru á
dagskrá vetrarins.
Fimmtudaginn 7. janúar fór
fram í kapellunni í Menntaskól-
anum á ísafirði útför heiðurs-
borgara ísafjarðarkaupstaðar,
Ragnars H. Ragnar sem lést á
aðfangadag jóla 1986. Bæjar-
stjórn ísafjarðar annaðist útför
heiðursborgarans í virðingar- og
þakklætisskyni fyrir ómetanleg
störf Ragnars að tónlistar- og
menningarmálum í kaupstaðn-
um um áratuga skeið.
„Er kúfiskur það sem koma
skal?“ hljóðaði fyrirsögn í blað-
inu 20. janúar. Þar greindum við
frá tilraunum Súgfirðinga við
kúfiskveiðar sem gáfu góða raun
er það var skrifað. Miklar vonir
bundu Súgfirðingar við þessar
tilraunir þótt engar niðurstöður
væru komnar fram svona í upp-
hafi veiðanna.
í janúar var einnig fyrsti tal-
kennarinn ráðinn til Vestfjarða.
Það var Helga Ingibergsdóttir
fóstra sem var ráðin en sárlega
hafði vantað talkennara til starfa
fyrir Fræðsluskrifstofu Vest-
fjarða. Þá var einnig stofnuð
nefnd um framhaldsnám á Vest-
fjörðum á vegum Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga. Starf nefnd-
arinnar var að safna gögnum um
framhaldsnám á Vestfjörðum og
koma með hugmyndir um nám
þetta í framtíðinni.
„Finnst við hæfi að kalla
samninginn sólskinssamning“
sagði Pétur Sigurðsson í samtali
við blaðið er hann undirritaði
nýjan kjarasamning á milli Al-
þýðusambands Vestfjarða og
Vinnuveitendafélags Vestfjarða
og Vinnumálasambands sam-
vinnumanna. Kjarasamningur
þessi var sá fyrsti sem gerður var
á landinu og væntu menn þess að
hann yrði fyrirmynd þeirra samn-
inga sem næst yrðu gerðir á land-
inu.
Febrúar
í byrjun febrúar sögðum við
m.a. frá að Saleha Rahal
frönskukennari við Menntaskól-
ann á ísafirði hefði ákveðið að
gefa bæjarbúum kost á tungu-
málanámi gegn vægu gjaldi. Og
á meðan Sahela leiðbeindi fs-
firðingum, tapaði rökræðulið
Menntaskólans fyrir Garðbæing-
um í mælsku- og rökræðukeppni
framhaldsskólanna. Það var
ekki nema von að ísfirðingarnir
töpuðu því þeirra hlutverk var
að tala með því að rekstur kjarn-
orkuvera yrði leyfður á íslandi.
Aldraðir ísfirðingar komu
saman í byrjun febrúar á Hótel
ísafirði og drukku sólarkaffi
aldraðra. Mikið af öldruðu fólki
sótti samkomuna sem þótti
takast vel, það vel að ákveðið
var að halda annað sólarkaffi að
ári.
Sponsið, æskulýðsmiðstöð ís-
firðinga, átti eins árs afmæli í
Mikill kraftur færðist í atvinnulífið í Bolungarvík í apríl. Með-
al annars kom Sólrún að landi með um 100 tonn af rækju eftir
20 daga túr að verðmæti um 10.5 milljónir króna.