Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 04.01.1989, Qupperneq 12
12 BÆJARINS BESTA Árshátíð bílstjóra verður haldin laugardaginn 14. janúar í Staupasteini. Húsið opnar kl. 19. fyrir matargesti. SKEMMTUN - DANSLEIKUR Rokkbændur leika fyrir dansi. Miðapantanir í síma 3418. Húsið opnar kl. 23 fyrir almenning. TIL SÖLU Til sölu er lítið einbýlishús að Urðarvegi 13. Húsið er 85 m2, hæð og kjallari undir hálfu húsinu. Skipti á stærra húsi koma til greina. Upplýsingar gefur Inga í síma 4071. Til leigu eða sölu Veitingahús í hjarta bæjarins. Upplýsingar veita Georg Bærings- son í síma 3720 og/eða Guðmundur Marinósson í síma 3107 daglega eftirkl. 19:00. Sumardagurinn fyrsti var stór dagur í lífi vistmanna á BræðTa- tungu, heimili þroskaheftra á Vestfjörðum. Þá héldu menn að sjálfsögðu upp á sumarkomuna en einnig var þeim afhentur glæsilegur sendiferðabíll að gjöf frá Svæðisstjórn um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum. Bíll þessi sem er af gerðinni Renault Traffic er m.a. annars búinn hjólastólalyftu sem gerir vist- mönnum þeim sem eru bundnir við hjólastól auðveldara fyrir að komast á milli staða. Félag fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum hélt fund seint í apríl í húsnæði Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða. Á fundinum var aðalumræðuefnið slæm staða fiskvinnslunnar á íslandi. Á fundinum kom m.a. fram sú til- laga að loka öllum frystihúsum á Vestfjörðum til þess að pressa á yfirvöld að taka á málefnum greinarinnar. Maí „Verður 25.000 bókum hent út á götu?“, var fyrirsögn í fyrsta blaði maímánaðar. Var þar rætt um slæmt ástand héraðsbóka- safnsins á ísafirði. Safnið sem á um 65.000 bækur hafði verið á hrakhólum með húsnæði. Um 25.000 bækur voru geymdar upp á háalofti nýja sjúkrahússins og um 15.000 í kjallara sundhallar- innar við gjörsamlega óviðun- andi aðstæður. Sú staða kom upp að sjúkrahúsið þurfti að nota plássið á háaloftinu fyrir eigin starfsemi því skapaðist það ástand að um 25.000 bækur voru á leið út á götu. Sem betur fer, bjargaðist það mál í tíma. Ferðaskrifstofa Vestfjarða flutti starfsemi sína í maí. Skrif- stofan sem hafði verið í frekar þröngu húsnæði um árabil að Hafnarstræti 4, flutti að Aðal- stræti 11, hvar Toppblómið var áður til húsa. Frídagur verkalýðsins, 1. maí 1988, verður lengi í minnum hafður. Pá var brotið blað í sam- göngumálum Vestfirðinga er Hörður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Ern- is og Jón ívarsson flugmaður lentu í fyrsta skipti á ísafjarðar- flugvelli nýjustu flugvél félagsins sem er glæsileg 20 sæta Twin Otter vél. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á flugvellinum er vélin lenti til þess að færa starfsmönnum Ernis hamingju- óskir sínar. Og þegar flugmenn vélarinnar gengu frá borði klöppuðu viðstaddir þeim lof í lófa. Nýr bátur var sjósettur frá Skipasmíðastöð Marsellíusar í maí. Það var um að ræða m.b. Jón Helgason ÁR, 9.9 tonna stálbát sem að öllu leyti var hannaður og smíðaður hjá stöð- inni. Sparisjóður Önundarfjarðar varð sjötugur og af því tilefni gaf Frídagur verkalýðsins, 1. maí verður lengi í minnum hafður. Þá var brotið blað í samgöngumálum Vestfirðinga er Hörður Guðm- undsson og Jón ívarsson komu heim með nýja Twin Otter flugvél Flugfélagsins Ernis hf. hann kr. 700.000. til menningar- og skólamála. Pá fóru fram á ísafirði fertugustu vortónleikar Tónlistarskóla ísafjarðar þar sem á annað hundrað nemendur komu fram. Á þriðja hundrað manns heimsótti slökkviliðið í maímán- uði er „Dagur slökkviliðsins" var haldinn. Aðalfundur Orkubús Vest- fjarða var haldinn 6. maí. Á fundinum kom m.a. fram að um 80 milljóna króna tap varð á rekstrinum árið 1987. Ný stjórn var kjörin og var Eiríkur F. Greipsson frá Flateyri kjörinn stjórnarformaður í stað Ólafs Kristjánssonar frá Bolúngarvík sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Nítján bæjarstjórar víðs vegar af landinu héldu sinn árlega fund á ísafirði í maí. Á fundinum var m.a. rætt um samskipti sveitar- félaganna við Samband fs- lenskra sveitarfélaga .sem ekki hafa verið með besta móti. Mikið hreinsunarátak var gert í maí á vegum bæjarfélagsins. Skipuð var hreinsunarnefnd sem í sátu þeir Jónas H. Eyjólfsson, yfirlögregluþjónn, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri og Jósef Vernharðsson, rafvirkja- meistari. Könnuðu þeir ástand í kringum fyrirtæki og fleira, komu með tillögur að úrbótum og verðlaunuðu þau fyritæki sem voru til fyrirmyndar. Vikulega birtu þeir „Stríðsfréttir" í bæjar- blöðunum sem báru að þeirra sögn mikinn árangur. Bæjarstjórn ísafjarðar ákvað í maímánuði að segja upp bak- vöktum vegna sjúkraflutninga í kaupstaðnum. Uppsögnin átti að taka gildi frá og með 11. ágúst. Þessi ákvörðun þýddi það að eft- ir kl. 17 var ekki tryggt að hægt væri að ná í sjúkraflutninga- menn. „Hér er um mjög alvar- legt mál að ræða“ sagði slökkvi- liðsstjóri í samtali við BB. Miðvikudagskvöldið 18. maí

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.