Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 13

Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 13
BÆJARINS BESTA 13 sigldi Guðbjörg ÍS 46 inn í ísa- fjarðarhöfn í fyrsta sinn í sex vikur eftir gagngerðar breyting- ar sem gerðar voru á skipinu Sichau skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi. Helstu breytingarnar sem gerðar voru á skipinu eru þær að það var lengt um 11.4 metra, skipt var um bógskrúfu, og talsverðar breytingar voru gerðar á milli- dekki. Laugardaginn 21. maí var Menntaskólanum á ísafirði slitið í 18.sinn. 246 nemendur stund- uðu nám við skólann um vetur- inn, þar af 133 í hefðbundnum dagskóla Menntaskólans. Dux schoale varð að þessu sinni Rögnvaldur Daði Ingþórsson frá fsafirði. „Grjótið kom yfir bílinn áður en við vissum af“ sögðu þau hjón, Guðdís Guðmundsdóttir og Sigurvin Guðmundsson en þau hjón urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá grjóthnullunga ofan á bíl þeirra er þau áttu leið um Óshlíðarveg. Þau hjón hlutu sem betur fer að- eins minniháttar meiðsl en litlu mátti muna að stórslys yrði. Nýr bátur bættist í flota ísfirð- inga í lok maímánaðar. Var þar um að ræða 53 tonna stálbát, smíðaðan í Svíþjóð. Eigandi bátsins er Arnór Sigurðsson. Báturinn er útbúinn sem tog- veiðiskip og fór á rækju og hörpudiskveiðar. Húsmæðraskólinn Ósk hélt upp á stórafmæli, einnig í lok maí. Skólinn varð 75 ára, og voru veisluhöld mikil. Mikið af gömlum nemendum sóttu skól- ann heim og rifjuðu upp gamlar stundir. í tilefni afmælisins sam- þykkti skólanefnd skólans að Jón F>. Þór myndi skrásetja sögu skólans. Júní Sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní. Tvær konur og einn karl voru sæmd merki sjómannadags- ins en það voru þau Gréta Jóns- dóttir, Kristján Jónsson og Sig- ríður Brynjólfsdóttir. Sinfóníuhljómsveit íslands var á tónleikaferðalagi um Vestfirði í júní. Nokkrir hljómsveitarmeð- limir komu saman við leiði Ragnars H. Ragnars ásamt Sig- ríði J. Ragnar eftirlifandi eigin- konu Ragnars og öðrum að- standendum. SigurðurBjörnsson framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar lagði blóm- sveig á gröf Ragnars og minntist hans í fáum orðum. Þá lék blás- arasveit fallegan sálm. „Það sem var draumsýn fyrir tíu árum er nú orðið að veru- leika“ sagði Jón Páll Halldórs- son við opnun sjóminjadeildar Byggðasafns Vestfjarða í Turn- húsinu í Neðstakaupstað. Mikil hátíðarstemmning var við opn- unina. Meðal ræðumanna voru auk Jóns Páls, þeir Steingrímur Hermannsson, Pétur Kr. Haf- stein og Haraldur L. Haralds- son. Karlakórinn Ernir í Bolung- arvík söng og Harmonikkufélag- ar léku tónlist við allra hæfi. Það vakti athygli blaðamanna BB er þeir áttu leið um Óshlíð að gríðarlega stórt net var fyrir ofan veginn. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var um að ræða sérhannað net sem á að geta komið í veg fyrir meirihátt- ar grjóthrun yfir veginn. „Þessi net hafa verið notuð mikið er- lendis og reynst vel“ sagði Krist- inn Jón Jónsson hjá Vegagerð ríkisins í samtali við BB. Starfsmenn Pólstækni sendu frá sér, til Reykjavíkur, merkis- tæki sem þeir kalla freðfiskflaka- flokkara. Flokkarinn sem sendur var suður var settur upp í Granda hf. Það má því með sanni segja að þar hafi ísfirskt hugvist farið til Reykjavíkur, sem og svo oft áður. Þjóðhátíðardaginn 17. júní opnaði skemmtistaðurinn Krús- in á nýjum stað. Krúsin hafði áður verið til húsa í Ljóninu Skeiði en var nú komið í „hjarta bæjarins" í kjallarann í Alþýðu- húsinu. Steinþór Friðriksson, Dúi, eigandi Krúsarinnar hafði tekið allt húsið á leigu, þar með talið Ísafjarðarbíó. Félagar í Skógræktarfélagi ísafjarðar létu hendur heldur betur standa fram úr ermum í júní. Þá gróðursettu þeir yfir 3000 plöntur á svæðinu fyrir ofan Seljalandsveg, rétt hjá afleggjar- anum að skíðasvæðinu á Selja- landsdal. Nokkurra erfiðleika gætti í rekstri Pólstækni hf í júní, eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem óbeint byggja á sjávarútvegi í landinu. Forráðamenn fyrirtæk- isins ákváðu að „blása í seglin“ og það gerðu þeir með því að auka hlutafé fyrirtækisins um 20 milljónir króna. Samfara því keypti Pólstækni 40% hlutafjár í fyrirtækinu Rekstrartækni hf í Reykjavík. Hvert áfallið rak annað hjá Súgfirðingum sögðum við í frétt í júní. Meðal þeirra áfalla sem sveitarfélagið varð fyrir var að hitaveitan þeirra skilaði ekki því sem af henni var vænst. Hin árlega ökuleikni Bindind- isfélags ökumanna og DV var haldið sunnudaginn 26. júní á ísafirði. ísfirðingar stóðu sig vel í keppninni á landsvísu. Ragnar Ingólfsson sigraði í karlaflokki og Oddný Birgisdóttir í kvenna- flokki. í júnímánuði varð síðan sú breyting á dreifingu BB að þá var blaðið í fyrsta skipti í stuttri sögu þess dreift um alla Vest- firði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.