Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.1989, Side 15

Bæjarins besta - 08.03.1989, Side 15
BÆJARINS BESTA 15 fúl, fannst ég vera að stela fræn- kunni frá henni. Fyrstu mánuðina fékk ég oft ægilega heimþrá" segir Fanney. „Eg hringdi oft heim þá og fór að gráta í símann en svo lagaðist allt fljótlega aftur. En þegar það kom að þvi að kveðja allt þetta fólk sem ég hafði kynnst þá leið mér hræðilega. Ég fór um allt til að kveðja vinina og brast í grát í næstum hvert sinn.“ „Ég komst fljótlega að því að mamman mín sótti um skiptinema til þess sérstaklega að fá félagsskap" segir Hildur. „Hún var alltaf með sumar- nema, svo var ég í eitt ár, núna er hún með sumarnema og er að fá annan ársnema. Maðurinn hennar var með útvarpsstöðina í öðrum bæ og kom bara heim annað slagið þannig að henni leiddist mikið. Fegar ég kom fyrst þá fékk ég algjört áfall við að sjá húsið þeirra og hvernig þau lifðu. Svo vandist þetta allt og á endanum þótti okkur mjög vænt um hvert annað. Pað voru allir svo elsku- legir og opnir og ég eignaðist fljótlega marga vini. Heimþráin gerði aðallega vart við sig þegar það voru einhverjir sérstakir há- tíðisdagar heima á íslandi og þá fór maður að hugsa hvað fólkið heima væri að gera núna. Samt. hringdi ég ekki oft heim og þeg- ar ég fór þá flóði allt í tárum. Tveimur vikum áður en ég fór þá var ég farin að hugsa að ég gæti bara ekki lifað lengur, ég yrði bara að fá að vera lengur. Þegar kom að því að fara þá var ég búin að sætta mig við þetta. Það versta var að hugsa um að maður sæi kannski aldrei aftur allt þetta fólk sem var búið að reynast manni svo vel og ganga í gegnum mjög sérstakan tíma með manni. Svo hugsaði ég líka um hvernig yrði að koma heim eftir að hafa verið burtu frá for- eldrum sínum og öllu sem maður þekkir í heilt ár. Hvernig skyldu pabbi og mamma og vinirnir taka mér, skyldu þau halda að ég hafi ekk- ert breyst og svo framvegis. Ég fann sjálf að ég hafði breyst mik- ið á þessum tíma. Ég hafði miklu meira sjálfstraust, var orðin miklu ákveðnari, þannig að það var svolítið erfitt að halda heim aftur." Hildur: „Stjórnmálin voru mikið rædd.“ Smári Haraldsson skrifar: Fj árhags áætlun bæjarsjóðs ísafjarðar - og stofnana hans fyrir árið 1989 Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ísafjarðar og stofnana hans fyrir árið 1989 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar hinn 16. febrúar s.l. og samþykkt á aukafundi hinn 28. febrúar. í þessari samantekt verður gerð grein fyrir helstu atriðum fjárhagsáætlunarinnar. Tekjur Heildartekjur bæjarsjóðs á ár- inu 1989 eru áætlaðar kr. 431,8 milljónir og skiptast þannig að útsvar er áætlað 178,8 milljónir, aðstöðugjöld 50,3 milljónir, fast- eignaskattur 36,0 milljónir, framlag úr jöfnunarsjóði 16,0 milljónir, arður af eignum 12,0 milljónir, vaxtatekjur 13,9 millj- ónir, tekjur af rekstri 98,6 millj- ónir og endurgreiðslur ríkissjóðs vegna sameiginlegra verkefna ríkis og bæjar 26,1 milljón. Hafnarsjóður og vatnsveita hafa mestar tekjur af stofnunum bæjarins. Tekjur hafnarsjóðs eru áætlaðar kr. 57,0 milljónir, þar af eiga að koma 30,5 milljónir úr rekstri og 26,5 milljónir endur- greiddar úr ríkissjóði. Tekjur vatnsveitu eru áætlaðar kr. 18,6 milljónir. Tekjur Hlífar og skíðasvæðisins á Seljalandsdal eru áætlaðar kr. 7,2 milljónir að frádregnum styrk úr bæjarsjóði. Heildartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans á árinu 1989 eru því áætlaðar 514,6 milljónir króna. Rekstrargjöld Áætlað er að 353,5 milljónir króna fari í rekstur bæjarsjóðs á árinu 1989. Helstu útgjaldaliðir eru almannatryggingar og fé- lagshjálp 94,3 milljónir (26,7%), fjármagnskostnaður 45,0 millj- ónir ( 12.7%), fræðslumál 44,8 Smári Haraldsson milljónir (12,7%), yfirstjórn kaupstaðarins 39,0 milljónir 11,0%), æskulýðs- íþróttamál og skrúðgarðar 25,8 milljónir (7,3%) og hreinlætismál 23,2 milljónir (6,6%).

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.