Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.06.1989, Page 10

Bæjarins besta - 14.06.1989, Page 10
BB-viðtalið 10 BÆJARINS BESTA „Eg er ekki beiskur...“ - segir sr. Jakob Á. Hjálmarsson fráfarandi sóknarprestur í opinskáu viðtali um 12 ára prestsskap á ísafirði, samskiptin við fólkið og deilurnar innan safnaðarins síðustu misseri s EG er ekki beiskur“ segir hann og horfir ákveðinn á mig. „Það er svo margt gott sem s búið að gerast og við erum búin að eiga hér mjög góð ár. Tólf ár. En þegar ég fer núna ber ég blendnar tilfinningar gagnvart Isafjarðarsöfnuði.“ Sá sem þetta mælir er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur ísafjarðarsafnaðar síðastliðin 12 ár, nú tilvon- andi dómkirkjuprestur í Reykjavík. Það hefur blásið um Jakob síðustu misseri og nú þegar hann kveður renna upp viss tímamót, bæði í hans eigin lífi og safnaðarins. Jakob féllst á að veita BB einskonar kveðjuviðtal og hér á eftir ræðir hann veru sína hér vestra, samskiptin við fólkið, starfið í söfnuðinum, kirkjubyggingarmálið og ýmislegt annað sem honum er ofarlega í huga þegar hann lítur til baka. Við erum í aðalstofu safn- aðarheimilisins við Sólgötu, sem er björt og rúmgóð, en farin að láta á sjá enda hús- næðið orðið gamalt. Jakob hellir upp á könnuna og nefn- ir í leiðinni að alltof fáir viti af því að í safnaðarheimilinu sé alltaf heitt á könnunni. Við tyllum okkur við enda langborðsins, Jakob hallar sér aftur í stólnum og strýkur yfir hárið. í gegnum glugg- ann á bak við hann sést í um- ferðina og inn berast bæði umferðarhljóðin og ómur af tali fólksins sem gengur hjá. Það er eftirmiðdagur í byrjun júní og eftir nokkra daga flyt- ur Jakob kveðjuguðsþjón- ustu sína í þessu prestakalli, 17. júní nánar tiltekið. Þann 9. júlí verður hann settur í starf dómkirkjuprests í Reykjavík, af nýjum dóm- prófasti, og flyst búferlum seinna í sama mánuði. Talið berst fyrst að því hvað Jakobi er efst í huga á þessum tíma- mótum þegar hann lítur yfir farinn veg: „Þegar ég kveð ísafjarðar- söfnuð hugsa ég með þakk- læti til fólksins í sóknarnefnd- unum og í söngkórunum og til meðhjálpara og organista að ekki sé gleymt hinum dyggu kirkjugestum. Þetta fólk hefur staðið dyggilega sína pligt og verið ánægjulegt að vinna með því. Árin hafa byggt upp vináttu við þetta fólk og það verður erfitt að kveðja það. Þungt í hug Mér hins vegar í heild þungt í hug gagnvart söfnuð- inum vegna þess að þegar ég lít til baka yfir liðna tíð þá finnst mér að hann hafi hafn- að þeirri hugmynd um safn- aðarlíf sem ég hef fært fram og reynt að gera að veru- leika“ segir hann og kveður hægt og skýrt að hverri setn- ingu. „Ég er sannfærður um að hún sé góð og eðlileg en ekki nauðsynlega sú eina sem er góð. En meðan aðrar betri liggja ekki fyrir þá er ég svekktur. Þegar ég kom hingað 1977 frá Seyðisfirði var ég búinn að mótast í skóla og gegnum fjögurra ára prestskap þar og kominn með vissar hugmynd- ir um hvað mig langaði til að gera. Mér fannst mjög gott að fá að standá upp fyrir austan eftir fjögur ár þar og takast á við hlutina upp á nýtt á nýjum stað. Hér tek ég við af rosknum klerki sem búinn var að vera hér í 35 ár með þetta stóra prestakall og það segir sig sjálft að það var ekki neitt mikið að gerast í safnað- arlífinu annað heldur en guðsþjónustuverkið og kóra- starf sem gekk ágætlega. Annað var ekki fyrir hendi, ekki einu sinni barnastarf. Ég fékk sterka og mikla hvatningu til þess að láta nú til mín taka. Og ég sagði þennan fyrsta vetur við fólkið að ég skyldi sýna á sjálfum mér hvaða hluti er hægt að láta ganga og ég skal standa undir þeim í tvö ár. Á þess- um tveimur árum var allt heila gillið byggt upp sem við höfum búið við að mestu síð- an. Með of marga bolta á lofti En eftir þessi tvö ár var ég orðinn eins og fjöllistamaður í sirkus með marga bolta á lofti í einu. Þetta var mjög glæsilegt „show“ en svo fór ég að verða þreyttur í hönd- unum og fór að missa bolt- ana. Enginn greip. Það er það sem ég er svekktastur á. Þeir fáu sem buðu fram að- stoð sína gáfust upp. Það kemur í ljós að fólk er ekki reiðubúið til að gefa í safnað- arstarfið eins og það gefur í annað félagsstarf. í því liggja vonbrigðin. Ef að fólk, til dæmis jafnstór hópur og er í kirkjukórnum, gæfi jafnmik- inn tíma í annað safnaðar- starf þá væri allt í fína lagi. Ef kirkjukvenfélagið væri eins og meðalkvenfélag að stærð og ef til væri bræðrafélag sem væri eins vel virkur og karla- „Yandræði manna hér við ysta haf eru átakanlegri en víðast hvar annars staðar...“ „Mér finnst söfnuðurinn hafa hafnað þ( klúbbur þá væri nú gaman að vera til. Sá hópur sem vinnur af áhuga að safnaðarstarfi hér er svo fámennur að það er sorglegt til þess að hugsa. Ef ég lít til baka á það starf sem unnist hefur þá er mér efst í huga barnastarfið. Það gekk svo vel að það fjölgaði og fjölgaði í kirkjuskólanum fyrstu mánuðina sem ég var hérna þar til að gamla kirkj- an sprakk og við urðum að hreinlega að skipta þessum hópi sem sótti barnaguðs- þjónusturnar. Þykir vænst um bamastarfíð Þetta hefur raunar alla tíð gengið prýðilega vel, mis- munandi að vísu. Þar kemur svo vel í ljós á hverju svona starf byggist. Það byggist á því að pað sé að minnsta kosti ein manneskja sem hef- ur lifandi áhuga á starfinu og lætur það ganga fyrir flestu öðru hjá sér. Þetta gerði ég til að byrja með og hef alla

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.