Bæjarins besta - 14.06.1989, Page 14
14
BÆJARINS BESTA
„Spekingar spjalla...“ Sr. Jakob og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri ísafjaróar njóta veð
urblíðunnar á laugardag á grasbalanum við knattspyrnuvöllinn.
Móse.“
Svo verður hann alvarlegur
og segir: „Þessa hef ég nefni-
lega alltaf átt von; að það
yrði ekki hlutskipti mitt að
vera prestur í nýrri kirkju.
Þar af leiðir að ég hef aldrei
verið að byggja mér kirkju
eins og fólk hefur stundum
sagt. Kirkja er ævinlega
kirkja fyrir söfnuðinn og eyk-
ur hvorki né dregur af hæð
prestsins. Hreint ekki. Það er
að vísu mismunandi þægilegt
að starfa í kirkjuhúsum. Það
sem skiptir miklu meira máli
en það, og ég má glögglega
marka af minni starfsreynslu,
og það er fólkið sem safnast
saman í Jesú nafni. Ef það
veit að það er að syngja Guði
sínum lof þá er allt í fínu.
Yirðing fyrir
embættinu
Ég er reyndar hjartans
þakklátur fyrir það hvað lítið
ég sjálfur fann fyrir þessarri
hörku sem færðist í kirkju-
byggingarmálið, þrátt fyrir
allt. Ég ímynda mér ekki að
fólki hafi ekki fundist að ég
ætti það skilið en embættið
hafði þessa virðingu í augum
fólks og það finnst mér mikil-
vægt atriði: Að fólk geri sér
grein fyrir því að sú virðing
sem embættum mannanna er
sýnd er sjálfsvirðing þeirra
sem embættisins eiga að njóta
en ekki virðing fyrir þeirri
persónu sem embættinu
gegnir. Það sem sú persóna
nýtur er fyrst og fremst sá
trúnaður að fá að gegna em-
bættinu. Því þykir mér nú að
mér hafi verið sýndur mjög
mikill trúnaður að ég skuli
hafa verið valinn til að vera í
prestsembætti í dómkirkju
landsins, kirkju biskups-
embættisins.
Dómkirkjurnar í Skálholti
og að Hólum lifa að nokkru á
fomri frægð og dómkirkju-
nafngiftir þeirra eru í bili
sögulegar menjar. En eina
„fúnkerandi" dómkirkjan er
Dómkirkjan í Reyjavík.
Biskup landsins er jú bara
einn.“
Var sú stefna sem kirkju-
byggingarmálið tók í vor
ástœðan fyrir því að þú
ákvaðst að scekja um þetta em-
bætti?
„Ég hef orðið fyrir von-
brigðum með ýmislegt. En ég
sæki um einfaldlega vegna
þess að ég tel eðlilegt að
prestur skipti um embætti á
um það bil þetta löngum
fresti og líka vegna þess að
auðvitað langar mig eins og
hvern annan mann til að vera
yfir meira settur. Þetta er út
af fyrir sig metnaður. Mig
langar til að gegna starfi í
kirkjunni og þá segir það sig
sjálft um leið að ég hlýt að
óska mér þess að vera sýndur
aukinn trúnaður eftir því sem
ég starfa lengur. Það hefur
verið gert og ég er mjög ham-
ingjusamur yfir því. Af
hverju að fara núna? Jú,
þetta embætti losnaði núna.“
Kannski útlausn
á pirringi
Ef kosningin hefði farið á
þann veg að fólk hefði sam-
þykkt kirkjubyggingu framan
við sjúkrahúsið, hefðir þú þá
samt sem áður sótt um?
„Nei, það hefði ég ekki
gert því þá hefði ég verið
skuldbundinn til að halda
áfram þeim verkefnum sem ég
var búinn að fitja upp á. Ég
hefði þá verið að hlaupa frá
hálfkláruðu verki. En nú er
ekkert verk í gangi. Og því
gildir einu hvort ég verð hér á
næstunni til að byggja kirkju
með ísfirðingum eða einhver
annar. Það verk verður að
byrja up'p á nýtt og þá er holl-
ast að það sé einhver annar.
Þessi staða losnaði fremur
óvænt og ég veit eiginlega
ekkert hvað leiddi mig
akkúrat til að sækja um. Ég
get ekki séð það fyrir mér
núna hvað það var sem ég var
að hugsa þegar ég sótti um
þetta embætti annað en það
að mér fannst ég endilega
mega til að prófa þetta.
Kannski hefur það verið
svona ákveðin útlausn á þeim
pirringi sem í mér var út af
því hvernig þessum verkefn-
um var komið hér í kirkju-
byggingarmálinu. Þetta var í
byrjun dálítið óyfirvegað en
þegar teningunum var kastað
þá fór maður að hugsa betur
um þetta og ég fór smám
saman að láta mér skiljast
það að mér væri ætlað að
taka að mér þetta verkefni.
Mín bíður mikilhæft sam-
starfsfólk og ég hlakka mikið
til að vinna með því.“
Á Yestfjörðum
búa vargar
Nú þagnar Jakob á ný og
brosir síðan: „Mér finnst svo-
lítið gaman að því og finnst
það vera eins og minn stíll að
Daníel skírður 7. október
1973 á vígsludegi sr. Jakobs.
nú þegar ég fer suður þá fer
ég beint í Kvosina í hjarta
Reykjavíkur.
Og svo hef ég dálítið gam-
an af því, vegna þess hvað
fólk hefur talað um að ég
væri nýjungagjarn og vilji
endilega fá nýja kirkju, að
Dómkirkjan er eina gamla
kirkjan í Reykjavík. Þú finn-
ur varla eldri kirkju á öllu ís-
landi!“ Og nú skellihlær
hann.
Nú hefur gustað töluvert
um þig síðustu ár, eru það
kannski einhver álög á vest-
firskum prestum að um þá
blási?
„Hér á Vestfjörðum búa
sko vargar og prestar þeirra
verða aldrei neinar gufur því
þeir stælast náttúrulega í
þessu samfélagi" svarar Jak-
ob og tekur spurninguna al-
varlega. „Sækjast sér um líkir
og það hefur verið sagt að
hver þjóð fái þá stjórnendur
sem hún á skilið og ég held
að það megi yfirfæra það yfir
á presta og söfnuði þeirra.
Víst er um það að vestfirskir
prestar hafa verið athyglis-
verðir menn og litríkar per-
sónur. Hér er líka það and-
rúmsloft að það er varla til
nokkur hversdagsmanneskja
hérna. Fólk hefur ástæðu til
að finna til sín hér því að það
er áberandi dugnaður og
myndarskapur þar sem Vest-
firðingar fá að ráða og fram-
kvæma sjálfir. Þó að ýmsu
megi finna þá þarf enginn að
hissa sig á því vegna þess að
öll mannanna verk eru ófull-
komin. Menn hér eru ekkert
að búa í silkipappír álit sitt á
málefnum eða mönnum.
Mér hefur fundist gaman
að sjá hvað fólk hér er sjálf-
stæðir einstaklingar og jafnan
óhrætt við að taka á málun-
um og láta í sér heyra.
Samstaðan með
sóknarfólkinu
Svo er líka annar þáttur
preststarfsins sem ég hef ekki
vikið að fyrr og kemur upp í
hugann nú. Það er samstaða
prestsins með sóknarfólki
sínu sem kemur einmitt fram
í lífsháskanum sem mönnum
er búinn hér við ysta haf og
birtist í ýmsum myndum. Ég
ímynda mér að vandræði
manna hér séu átakanlegri en
víðast hvar annars staðar.
Hér er mikil einangrun og
menn finna fyrir því þó að
þeir láti það ekki uppi. Þessa
verðum við prestar varir.
Einangrunin hefur það líka í
för með sér að það er lítið um
sérfræðinga sem sinna vanda-
málum fólks og þeir sem
koma stoppa stutt við.
Vegna þessa mæðir mikið
á prestunum og mér finnst að
prestar mættu vera betur í
stakk búnir frá skóla sínum
til að mæta því. Það hefði
verið þarflegra að læra eitt-
hvað í sálfræði og geðlæknis-
fræði en t.d. grísku og hebr-
esku í guðfræðinni." Síðan
bætir hann við og hlær:
„Kannski hefði verið allra
best að læra á gítar!
Trúhneigð fólks hér er lík-
ast til svipuð og annars staðar
á landinu. Vestfirðingar, sem
og aðrir íslendingar, eru
mjög trúhneigt fólk og það er
viðbúið vegna þess að þeir
eru yfirleitt í harðri baráttu
við höfuðskepnurnar og gera
sér því grein fyrir smæð
mannsins og þörf hans fyrir
vernd æðri máttar. Við erum
frekar óstöðugt fólk, íslend-
ingar. Atvinnulífið, veðrátt-
an, allt er þetta óstöðugt. Við
lifum á tímum upplausnar
þannig að mönnum finnst, og
það með réttu, að kirkjan
svari rétt mátulega vel kröf-
um þeim sem eðlilegt er að
gera til hennar í samtíman-
um. Því verður úr þessu heil-
mikil leit í trúarbrögðunum.
mikið af trúarlífi íslendinga
er í öðrum farvegi en kristi-
legum en umfram allt er trú-
arlíf íslendinga persónulegt
og á grundvelli einstaklings-
hyggjunnar. Sem leiðir til aft-
ur til þess að safnaðarvitund
er ekki skýr. Þeir eru fáir sem
finna trúarlífi sínu farveg í
safnaðarlífi. Harla fáir. Og
þá er ég kominn aftur að því
sem ég byrjaði að tala um...“
Jakob þagnar við og strýk-
ur yfir rautt hárið. Það væri
hægt að tala miklu lengur við
þennan mann sem gegnt hef-
ur preststörfum í Isafjarðar-
prestakalli síðastliðin tólf ár
en einhvers staðar verður að
láta staðar numið og það
verður að vera hér. BB þakk-
ar Jakobi Ágústi Hjálmars-
syni fyrir og óskar honum
góðs gengis á nýjum stað.
Texti: Vilborg Davíðsdóttir
í gamla kirkjugarðinum: „Kannski er skynsamlegast að
byggja nýja kirkju á lóð þeirrar gömlu, það er að segja ef fólk
er reiðubúið til að Iáta fara yfir grafir ástvina sinna.“