Bæjarins besta - 21.06.1989, Blaðsíða 1
DAGLEGTFLUG FRÁ
REYKJAVÍK TIL
VESTFJARÐA
FLUGFELAGIO
ERMIR ?
ISAFIROI
Mjólkurstoppið:
Mjólkursala dróst
saman um helming
- hjá Mjólkursamlagi ísfirðinga
Nú hefur blessuð mjólkin lækkað aftur.
ESTFIRÐING AR
▼ minnkuðu mjólkur-
neyslu sína að meðaltali um
helming dagana 6.-8.júní
þegar verkalýðshreyfingin
skoraði á fólk að kaupa ekki
mjólkurvörur í mótmæla-
skyni við verðhækkanir á
þeim.
Vilbergur Prebenson
verkstjóri hjá Mjólkursam-
laginu sagði að kaupmenn á
öllu sölusvæðinu hefðu pant-
að venjulegan skammt fyrir
þriðjudaginn en miðvikudag
og fimmtudag hefðu pantan-
ir verið mun minni, eða um
þriðjungur af því sem venju-
legt er. Heildarsala á mjólk
þessa þrjá daga var um 4700
lítrar en venjuleg sala er um
8200 lítrar.
Engri mjólk varð þó að
hella niður að sögn Vilbergs.
Sú mjólk sem var umfram var
skilin og unnin í aðrar vörur,
svo sem rjóma, undanrennu
og smjör.
ísafjörður:
Fimm fyrirtæki stofna
nýtt útgerðarfélag
- til útgerðar á línu- og rækjubát
FIMM fyrirtæki á ísafirði leitar nú að bát til útgerðar
stofnuðu hlutafélag þann og að sögn Kristjáns þarf sá
17. maí síðastliðinn og ber bátur sem keyptur verður að
það heitið Útgerðarfélagið geta stundað línuveiðar á
Magni hf. Fyrirtækin sem haustin og veturna og rækju-
standa að hinu nýja hlutafé- veiðar á sumrin. Fiskafla
lagi eru Hrönn hf., íshúsfélag verður landað í íshúsfélagið
Isfirðinga, Bakki hf. í Hnífs- og rækjuafla í Bakka hf.
dal, Netagerð Vestfjarða og Við stofnun félagsins var
Gunnvör hf. hlutafé ein milljón króna
Kosin hefur verið stjórn og en heimild er til að auka það
hefurhún skipt með sér verk- upp í tíu milljónir og verður
um. Stjórnarformaður er það gert á næstunni.
Kristján Jónasson. Magni hf.
Flateyri: „Aðgerðir sýslumanns vafasamar“ segir Einar Harðarson kaupfélagsstjóri.
Innsiglun Kaupfélags Önfirðinga:
Fj ármálaráðu-
neytið gaf frest
- þar til Atvinnutryggingarsjóður væri búinn
að afgreiða umsókn KÖ
VIÐ vorum algerlega
óundirbúin fyrir
pessar aðgerðir vegna þess að
við fengum frest á lokunarað-
gerðum hjá fjármálaráöu-
neytinu þar til afgreiðsla á
umsókn okkar hjá Atvinnu-
tryggingarsjóði lægi fyrir og
sýslumanni var sent skeyti
um þennan frest. Aðgerðir
sýsiumanrs eru því mjög
vafasamar“ sagði Einar
Harðarson kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Önfirðinga í sam-
tali við BB, aðspurður um
innsiglun KÖ þann 6. júní sl.
vegna skattaskulda.
„Hér gerist ekkert fyrr en
þessi umsókn verður afgreidd
og það mátti sýslumaður vita.
Umsóknin var tekin fyrir á
þarsíðasta fundi sjóðsins og
átti að afgreiðast 14. júní en
vegna aðgerða sýslumanns
hefur sjóðsstjórnin frestað
afgreiðslu málsins enn meira.
Þá segir sýslumaður í bréfi
að komið hafi verið í veg fyrir
lokunaraðgerðir með sölu á
versluninni og lætur að því
liggja að um undanskot á
eignum hafi verið að ræða.
Ég tel því rétt að fram komi
að ákvörðun hafði verið tek-
in um lokun verslunar og hún
lokuð í um vikutíma vegna
vöruskorts. Starfsmenn
hennar buðust þá til að opna
aftur. Sýslumaður hefði þvi
aðeins getað innsiglað lokaða
verslun. Pað er því ekki fótur
fyrir ásökunum sýslumanns. í
anda þess sem er að gerast í
viðskiptalífinu um þessar
mundir er ekki óeðlilegt að
Pétur Kr. Hafstein hafi efa-
semdir um eignatilfærslu þeg-
ar ástand cr slæmt hjá fyrir-
tækjum. Þarna hefði hann þó
mátt athuga málið betur.
Þar sem búið var að leggja
deildir niður sem ekki skil-
uðu hagnaði, þar með talið
sláturhús, var aðeins um
verslun og fiskverkun að
ræða í rekstri KÖ. Til stend-
ur að stofna hlutafélag um
fiskvinnsluna, verði af-
greiðsla sjóðsins jákvæð, sem
mun yfirtaka allar skuldir
KÖ, þar með talið skatta-
skuldir. Ljóst var að verslun-
in myndi ekki bera yfirstjórn
né fjármagnskostnað Kaup-
félagsins. Því þótti rétt að
stofna hlutafélag um verslun-
ina einnig. Þar sem kröfuhaf-
ar í KÖ tóku út vörur í reikn-
ing í versluninni var
lausafjárskortur verulegur og
ekki hægt að endurnýja lager
og verslunin tók á þennan
hátt fé frá fiskvinnslunni. Því
var henni lokað. Starfsfólkið
tók síðan yfir reksturinn þar
til nægilegt hlutafé hefur safn-
ast og stofnað verður hluta-
félag um reksturinn. Að því
er unnið og mun félagið heita
Félagskaup hf.“
Sjá nánar á síðu 9.