Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 6
6
BÆJARINS BESTA
Lesendur:
Pétur Bjarnason skrifar:
Mikið gengur á
SMÁAUGLÝSINGAR
Flugmenn
Helgina 23.-25. júní verður
flugkennari staddur á ísafirði
vegna PFT-prófa. Þeir flug-
menn sem vilja taka próf hafi
samband við Hörð Ingólfsson
í 0 4400 á daginn og í 04304
á kvöldin. Aríðandi er að
þátttaka sé tilkynnt sem fyrst.
Mazda 929
Til sölu er Mazda 929, árgerð
1980, skoðaður 1989. verð
kr. 60.000,- staðgreitt.
Upplýsingar í 0 3673.
Túnþökur
Til sölu eru túnþökur. Upp-
lýsingar í 0 4958.
Einbýlishús
Til sölu er húseignin að
Höfðastíg 14, Bolungarvík.
Upplýsingar í 0 7327.
Bamavagn
Til sölu er Emmaljunga
barnavagn ásamt burðar-
rúmi. Hægt er að taka burð-
arrúmið úr og nota vagninn
sem kerru.
Upplýsingar í 0 3641.
Tangagata 17
Húseignin að Tangagötu 17
er til sölu eða leigu frá og með
1. ágústn.k.
Upplýsingar í 0 4676.
Tapað - fundið
Lyklakippa tapaðist á Eyr-
inni. Hún er úr brúnu leðri
merkt með bókstafnum A.
Finnandi hafi vinsamlega
samband í 0 4535.
Garðeigendur
Get útvegað og komjð heim
með góða gróðurmold. Ekk-
ert grjót. Upplýsingar í 0
985-28107 ogí0 4107.
Riffill
Til sölu er Mauser herriffill,
caliber 6,5x55 með 3x9
tasco kíki. Uppl. í 0 7383.
Tjaldvagn óskast
Óska eftir Combicamp tjald-
vagni, gömlum eða nýlegum.
Upplýsingar í 0 7178.
Hveravík, Reykjanesi
Shmarhús. Ennþá eru nokkr-
ar vikur lausar. Þeir sem hafa
áhuga hafi samband sem
fyrst. UpplýsingargefurMar-
grétí0 7586 ogí0 3963.
Einbýlishús
Til leigu er 145 m2 einbýlishús
í norðurbæ Hafnarfjarðar.
Uppl. í 0 7418 e.kl. 19.
Ritreiknivél
óska eftir að kaupa ritvél og
reiknivél. Uppl. í 0 4027.
Pabbar og mömmur!
Nú er gæsluvöllurinn líka op-
inn á morgnana frá kl. 10 til
12. Það er mjög góður tími
fyrir 2ja ára börn.
Gæslukonur
HUGSAÐI ég þegar ég
var að lesa blöðin ykk-
ar, þar sem rætt er um
Reykjanesskóla og veist all
harkalega að starfi og starfs-
heiðri Skarphéðins Ólafsson-
ar, skólastjóra, bæði af við-
mælendum og blaðinu sjálfu,
án nokkurs eðlilegs rök-
stuðnings um þau atriði, sem
dylgjað er um.
Eg hefi nú um nokkurt ára-
bil verið viðloðandi kennslu í
grunnskólunum, fyrst á ísa-
firði og nú síðast í Reykja-
nesi. Eg sé ekki þann mun á
þessum skólum, að ég geti
komið auga á það agaleysi,
sem mest áhersla er lögð á.
Skarphéðinn Ólafsson er
kurteis og dagfarsprúður
maður. Hann er undirmönn-
um sínum traustur stjórnandi
og segir þeim skilmerkilega
fyrir verkum og er alltaf
reiðubúinn til aðstoðar ef
þörf er á. Nemendum sínum
er hann hlýr og umhyggju-
samur, sérstaklega þeim
yngstu og gætir þess vel að
þeir verði ekki fyrir áreitni
frá þeim eldri.
Námsárangur í skólanum
er góður og próf koma vel út.
Nemendur eru ánægðir með
kennsluna og sáttir við
stjórnun skólans undir hand-
leiðslu Skarphéðins. Eitt
dæmi get ég tekið frá síðast-
liðnum vetri, sem sýnir hvað
upp á getur borið og hvernig
á er tekið.
Einn aðalvandinn við slík
sambýli, sem hér er, er að
varna samgangi milli vista
eftir vistum hefur verið lokað
á kvöldin og samgangur þar
með bannaður til næsta
morguns. Forveri Skarphéð-
ins hafði leyst þann vanda
með þeim einfalda hætti að
setja rimla fyrir gluggana og
læsa ganghurðum að utan-
verðu. Börnin voru því
tryggilega inni læst og lokuð
til næsta morguns, alla nótt-
ma.
Þessi umbúnaður hefur nú
verið bannaður og tekinn
burt og lyklar að gangahurð-
um settir í glerkassa á vistar-
göngum, svo að vistarbúar
geti brotið kassana og náð
lyklunum ef hættu ber að
höndum t.d. eldsvoða.
Þessi ákvörðun opnaði
auðvitað þær leiðir, sem áður
voru lokaðar og hefðu að öllu
eðlilegu útheimt næturvörð á
vistarganga. En fjárveitingar
til skólans gera ekki ráð fyrir
slíkum útgjöldum.
Nú gerðist það í vetur að
Pétur Bjarnason.
nemendur á efri hæð bundu
saman lök og fatnað og
renndu sér út um glugga og
til jarðar. Upp komst um til-
tækið og voru þau rekin inn
aftur. Að morgni næsta dags
voru þau yfirheyrð og gert
ljóst að stórkostleg slysa-
hætta hefði fylgt þessu til-
tæki, auk þess að vera slæmt
fordæmi fyrir yngri nemend-
ur. Þeir fengu síðan stranga
áminningu skólastjóra og var
síðan vísað úr skóla um af-
markaðan tíma og send til
síns heima.
Hefur skólastjóri nokkuð
annað agavald en að vísa
nemanda úr skóla? Um mis-
langan tíma eftir eðli afbrota.
Hvaða agavaldi er verið að
tala um að ekki sé beitt?
Hvað hefur upp á sig að ætla
að fara leggja hendur á 14-15
ára stráka og ætla að þröngva
þeim til hlýðni ef ekki er
hægt að tala um fyrir þeim?
Má maður ekki þykjast góð-
ur að sleppa frá því með
kumlað nef?
Ég hafði undir höndum í
vetur strákana, sem helst var
kvartað undan í matsalnum,
þ.e.a.s. strákana úr tveimur
efstu bekkjum skólans. Ég
þurfti ekki að kvarta undan
agaleysi. Mæting í tíma var
prýðileg og þeir unnu um-
yrðalaust hvert það verkefni
sem fyrir þá var lagt og tóku
allri tilsögn með kurteisi.
Aðrir kennarar hér í vetur og
fyrravetur hafa sagt sömu
sögu. Þeir kvörtuðu ekki um
agaleysi.
Það er rétt að hér hafa
komið upp vandamál, sem
fylgja því að vegna kennara-
vandræða hér sem annars
staðar á landsbyggðinni, hef-
ur oft orðið að taka þeim
kröftum, sem bjóðast, án
þess að eiga nokkuð val.
Þetta fólk ber oft með sér
vandamál, sem aðallega er að
það ræður ekki við verkefn-
ið, sem það réði sig til, og
leitast svo við að kenna öðr-
um um, og hafa nógu hátt,
svo að aðrar raddir heyrist
ekki. En vandamálin hurfu
líka um leið og fólkið fór og
þeir, sem við tóku kvörtuðu
ekki og tókst með sóma að
ljúka skólaári.
Undanfarna vetur hefur
tekist vel með kennaraval og
kennsla gengið vel fyrir sig og
vonandi verður svo í framtíð-
inni, ef friður gefst til.
Ég les að jafnaði blaðið
ykkar og finn þar margt gott
sem ég hefi ánægju af að lesa.
En hún Gróa á Leiti er svo
fljót að setja svip sinn á um-
hverfið ef henni er ekki hald-
ið á mottunni. Og þá fer
mann að lysta frá því, sem
fram er borið.
Reykjanesi 10. júní 1989
Pétur Bjarnason
Silfurgötu 2, ísafirði.
SMÁAUGLÝSINGAR
Cordia
Til sölu er Mitsubishi Cordia,
árgerð 1983. Góður bíll, gott
verð. Upplýsingar í 0 3647 á
kvöldin.
Herbergi
Herbergi er til leigu á Hlíðar-
vegi. Aðstaða til eldunar og
bað. Upplýsingar í 0 4532e.
kl. 17.
Barnapía
Barnapía óskast fyrir tvö
börn 5 og 6 ára. Upplýsingar
í 0 4532 e.kl. 17.
Bíll óskast
Óska eftir að kaupa bíl á
100.000.- gegn staðgreiðslu.
Verður að vera í góðu lagi.
Upplýsingar í 0 7661.
Golfvöllur
Vinnukvöld öll næstu mán-
udagskvöld. Mætum öll.
Golfklúbbur ísafjarðar
Daihatsu Cuore
Til sölu er Daihatsu Cuore,
árgerð 1987. Ekinn 26.000
km. Upplýsingar í 0 3801
eða í 0 4167.
íbúð óskast Óskum eftir að
leigja 2ja til 3ja herbergja
íbúð í eitt ár. Upplýsingar
gefurAxeIí0 6218.
Atvinna óskast
Ungur maður óskar eftir at-
vinnu á ísafirði. Allt kemur
til greina. Get byrjað strax.
Upplýsingar gefur Axel í 0
6218.
íbúð til sölu
Til sölu er á gjafverði, 2ja
herbergja íbúð í Bolungar-
vík. Selst á kr. 1.600.000.-
Matsverð kr. 2.800.000,-
Áhvílandi lán eru um kr.
500.000,- íbúðin er laus
strax. Uppl. í 0 96-27262.
Einbýlishús til leigu
Til leigu er einbýlishús í Bol-
ungarvík. Leiguskipti á 3ja-
4ra herbergja íbúð á Reykja-
víkursvæðinu kemur til
greina. Upplýsingarí 0 7457
eftirkl. 17.
Kettlingar
Kettlingar fást gefins. Upp-
lýsingar í 0 7457 e. kl. 17.
Utimarkaður
Útimarkaður verður á Silf-
urtorgi, föstudag kl. 14.00
Kvennalistinn
Opinn fundur
Kristín Halldórsdóttir og
Þórhildur Þorleifsdóttir ' á
opnum fundi í Staupasteini,
laugardag kl. 11 árdegis.
Morgunverður á staðnum.
Barnagæsla.
Kvennalistinn
Golfsett
Óska eftir að kaupa hálft
golfsett. Uppl. í 0 4244.
GARÐSNYRTITÆKIN FRA SKIL
ERU BYGGÐ SAMKVÆMT STRÖNGUSTU ÖRYGGIS-
OG NEYTENDAKRÖFUM.
SLÁTTUORF, KJÖRIN FYRIR LITLA OG ÓJAFNA GARÐA.
VIÐURKENND AF RAFMAGNSEFTIRLITI RÍKISINS.
PÓLLINN HF
VERSLUN SÍMI 3792