Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 13

Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 13
BÆJARINS BESTA 13 ísafjörður: Sr. Jakob kvaddi á laugardag SR. JAKOB Ágúst Hjálmarsson nýráðinn Dómkirkjuprestur kvaddi söfnuð sinn síðastliðinn laug- ardag kl. 11 í kapellunni í sal Menntaskólans. Um tvö hundruð og fimmtíu manns voru viðstaddir messuna, heldur færri heldur en höfðu ætlað sér að vera viðstaddir. Ástæðan! Eina auglýsing- in sem birtist um kveðju- messuna og birtist í Vest- firska fréttablaðinu var ekki rétt. Þar stóð að messan yrði á sunnudag kl. 11 og voru margir á leið til kirkju þá til að heyra lokamessu Sr. Jak- obs, hér á ísafirði. Sr. Jakob hélt kveðjumessu sína á laugardag. Æskulýðsstarf: „Líf og fjör“ á Tálknafirði DAGANA 7. til 9. júlí næstkomandi verður haldin æskulýðs- og íþrótta- hátíð á Tálknafirði undir yfír- skriftinni „Líf og fjör.“ Að hátíðinni standa tíu sveitarfé- lög á Vestfjörðum og eiga þau öll fulltrúa í starfshópi sem vinnur að undirbúningi. Nefndin hefur kosið sér þriggja manna framkvæmda- ráð sem hefur yfirumsjón með hátíðinni. Ingibjörg Guðmundsdóttir íþrótta- kennari er fulltrúi Tálkna- fjarðar í nefndinni og sagði hún í samtali við BB að und- irbúningur væri langt kom- Hátíðin fer að mestu fram á svokölluðu Þinghólstúni. Þar verða leikir, þrautir, frjálsíþróttir, hjólarallí, fót- boltamót, kvöldvökur við varðeld í umsjá skáta, úti- dansleikir og ýmis konar skemmtiatriði. Þá fer einnig fram sundmót og róðra- keppni. Unnið er að því að fá góðar hljómsveitir fyrir dans- leikina og víst er að einhver stór nöfn verða á staðnum. Ingibjörg sagði hátíðina mið- aða við þátttöku barna og unglinga en allir væru vel- komnir. Rauöi krossinn: Sumardvöl fyrir aldraða RAUÐA kross deildirnar á Vestfjörðum hafa nú skipulagt sumardvöl fyrir aldraða að Eiðum S-Múla- sýslu. Dvölin er frá 17. ágúst til 24. ágúst. Flogið verður frá Þingeyri beint til Egilsstaða. Farið verður í ferðir um Austfirði. Pantanir og allar upplýsingar fást eftir 20. júní hjá Sigrúnu G. Gísladóttur, Sólbakka, s. 94-7770 og Helgu Jónasdótt- ur á Tálknafirði s. 94-2606. Fréttatilkynning -NÝ ★ ★ SJALLINN: * ■ i DONSK - JÁ ÞAÐ ER RÉTT SEM ÞÚ LEST. HLJÓMSVEITIN NÝ DÖNSK, SKEMMTIR GESTUM SJALLANS UM HELGINA. Föstudagskvöld Laugardagskvöld frá kl. 23 til 03 Aldurstakmark 16 ár frá kl. 23 til 03 Aldurstakmark 18 ár EÆIARINS BESTA A 11 r1 TX7M-PRFNT Allar Serðir af tolvu" lxNíí rnLnll og límpappír á lager. Sími 4560 Sláttu- véla- markaður ... og bíltækjasýning Föstudaginn 23. júní verður kynning á sláttuvélum, vélorfum og garðhúsgögnum. Einnig verða sýnd nýjustu bíltækin frá Pioneer. Ath. Opið verður frá kl. 13 til 21. 10% kynningarafsláttur. RAFSJA Hólastíg 6 BolungarvíkS 7326.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.