Bæjarins besta - 21.06.1989, Blaðsíða 4
Menntaskólinn:
BÆJARINS BESTA
28 stúdentar
útskrifaðir
- Halldóra Þórðardóttir dúx
SKÓLASLIT Mennta-
skólans á ísafirði fóru
fram í seinna lagi í ár vegna
hins margumrædda verkfalls
kennara í vor. En eins og
Þuríður Pétursdóttir, sem
varð dúx í dagskóla, sagði í
ræðu sinni, hafði það líka
sína Ijósu punkta „því það er
ekki amalegt að fá að út-
skrifast á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn" svo notuð séu henn-
ar orð.
Það var Björn Teitsson
skólameistari, sem hóf at-
höfnina með tölu þar sem
hann rakti gang skólaársins.
Þar bar auðvitað hátt umrætt
verkfall, og það sem gert var
við skólann til að bregðast
við því. Við suma skóla
landsins, var sú leið farin að
sleppa prófum nær algjör-
lega. Björn lét þess getið að
hann væri „sannfærður um
að í þessum skólum hafi ver-
ið farið út á mjög varhuga-
verða braut" og sagði máli
sínu til stuðnings að prófin
væru mjög mikilvægur hluti
af náminu, þar sem yfirferð
og upprifjun á efni hlyti
alltaf að vera til góðs. Próf
við Menntaskólann á ísafirði
voru haldin á sama hátt og
venjulega, að því undan-
skildu að nemendur sem
höfðu háa námseinkunn í
fagi, voru undanþegnir próf-
kvöð í því. Björn þakkaði
nemendum skólans fyrir
þann þroska og sam-
starfsvilja sem þeir sýndu
með því að samþykkja þá
leið sem farin var.
í ræðu sinni minntist
skólameistari enn fremur á
ný lög um framhaldsskóla,
og formlega sameiningu
menntaskólans og iðnskól-
ans, sem fara mun fram í
haust að öllu óbreyttu. í
framhaldi af því talaði hann
um byggingu verkmennta-
húss.
Ráðgert er að auglýsa eftir
öldungardeildarnemum nú í
sumar. Fjöldi umsækjenda í
öldungadeild skólans hefur
ekki verið nægur undanfarin
tvö ár, þannig að nýir hópar
hafa ekki verið teknir inn
síðan haustið 1986.
247 nemendur stunduðu
nám við iðnskólann/mennta-
skólann í vetur. Þar af voru
30 í öldungadeild. Karlar
voru 129 en konur 118. Hlut-
föll kynjanna breyttust tölu-
vert þegar iðnskólinn komst
undir stjórn menntaskólans,
en þar eru karlar mun fleiri.
Á þjóðhátíðardaginn út-
skrifuðust alls 35 manns frá
skólanum. Þar af voru tveir
að útskrifast frá iðnskólan-
um, fimm af tveggja ára við-
skiptabraut, tveir urðu stúd-
entar af eðlisfræðibraut, níu
af hagfræðibraut, ellefu af
mála- og samfélagsbraut og
sex af náttúrufræðibraut.
Hæst á stúdentsprófi varð
Halldóra Þórðardóttir úr
öldungadeild, sem útskrifast
af hagfræðibraut. Vegið
meðaltal einkunna hennar
yfir skólaárin fjögur var
8.21. Önnur á stúdentsprófi,
og dúx í dagskóla varð Þur-
íður Pctursdóttir með 8.16 í
aðaleinkunn. Þuríður stund-
aði nám á mála- og samfé-
lagsbraut. Á sömu braut
stundaði nám Inga María
Guðmundsdóttir, en hún
varð þriðja mcð 7.87. Hæst-
ur á eðlis- og náttúrufræði-
brautum varð Arnar Bald-
ursson með 7.82.
Við skólann kenndu í vet-
ur 14 kennarar í fullu starfi,
en alls voru 22 kennarar í
hlutastarfi. Af fastráðnum
kennurum láta fimm af störf-
um nú í vor.
Að lokinní ræðu Björns
Nýstúdentar frá MÍ árið 1989.
tók til máls fulltrúi tíu ára
stúdenta: Elías Jónatansson.
Við lok ræðu sinnar afhenti
hann Birni Teitssyni 50.000
krónur sem renna eiga í slag-
hörpusjóð skólans.
Þá var komið að verð-
launaafhendingu. Verðlaun
voru veitt sem hér segir: ís-
lenska: Inga María Guð-
mundsdóttir og Halldóra
Þórðardóttir. Norðurlanda-
mál: Þuríður Pétursdóttir.
Enska: Inga María Guð-
mundsdóttir. Þýska: Arna
Gísladóttir og Þórný Heið-
arsdóttir. Franska: Arna
Gísladóttir. Saga: Guðrún
Inga Guðmundsdóttir.
Stærðfræði - eðlisfræði: Arn-
ar Baldursson. Hagfræði:
Halldóra Þórðardóttir.
íþróttir: Helga Sigurðardótt-
ir og Einar Ölafsson. Félags-
störf: Björg A. Jónsdóttir.
Þá fékk dúx í dagskóla; Þur-
íður Pétursdóttir, vegleg
bókaverðlaun og dux
sc'.iolae; Halldóra Þórðar-
dóttir fékk peningaverðlaun.
Þuríður Pétursdóttir tók
þá til máls fyrir hönd þeirra
sem voru að útskrifast úr
dagskóla og Halldóra Þórð-
ardóttir fyrir hönd öldunga-
deildarnema.
Að lokum talaði skóla-
meistari Björn Teitsson
Elías Jónatansson flutti ávarp
fyrir hönd 10 ára nemenda.
nokkur orð til nýstúdenta og
sleit skólanum í nítjánda
sinn.
RITSTJ Ó RN
Þetta er okkar mál
Þegar erlenda öskurmúsíkin dó út í lok fagnaðar á fertugasta
og fimmta þjóðhátíðardegi fslendinga þóttust tónglöggir
menn nema þróttmikinn hljóm trumbna, er barðar hafa ver-
ið undan farið.
Græðum landið!
Hreint land!
Málrækt!
Öldum saman töldum við okkur trú um að móðir náttúra
endurnýjaði sjálfkrafa skógana sem við eyddum, graslendið
sem við ofbeittum. Okkur kom heldur ekki annað til hugar
en hún græddi öll svöðusárin, sem vélmenning tuttugustu
aldarinnar veitti henni. Eða leiddum við kannske aldrei hug-
ann að því, hvað við vorum að gera?
Og líkt og við trúðum því, að sjórinn tæki við öllu og skil-
aði engu, eins hugsuðum við ekki áður en við hentum og því
lenti allskyns ófögnuður út um mela og móa. Við tókum upp
háttu strútsins og stungum höfðinu í sandinn. Þess vegna
sáum við ekki ósómann.
Allt frá árdögum íslandsbyggðar höfum við talið tunguna,
sérkenni okkar sem þjóðar, grundvöll frelsisins. Án íslenskr-
ar þjóðtungu værum við ekki til, sem þjóð; án tungunnar
engin menning. f dag óttast menn, að íslensk tunga eigi
meira í vök að verjast en nokkru sinni fyrr. Orðaforði í tal-
máli einstaklinga fer stöðugt minnkandi, ritfærni almennings
hrakar, jafnvel langskólagengnir menn teljast sumir hverjir
ekki sendibréfsfærir.
Sautjándi júnf virðist orðið koma og fara líkt og af göml-
um vana. Þó er lýðveldið ekki eldra en svarar hálfri
mannsæfi. Þetta doðaeinkenni hefur verið ríkjandi í þeim
þáttum þjóðlífsins, sem nú er skorin herör fyrir. Sofandi höf-
um við flotið að feigðarósi.
Sveit mætra manna og kvenna heitir nú á fulltingi almenn-
ings. Stöðvum gróðureyðingu, drögum úr uppblæstri og of-
beit, skerum upp herör gegn illri umgengni í náttúrunni.
Græðið landið.
Ungmennafélagshreyfingin endurnýjar nú íslandi allt-heit
sitt til hreinsunar milli fjalls og fjöru. Hvarvetna á byggðu
bóli er efnt til átaks í þessa veru. Hreinsum landið.
Forseti vor gengur fram fyrir skjöldu í málræktarátaki
þjóðarinnar. f ávarpi sínu á þjóðhátíðardaginn segir frá Vig-
dís af þessu tilefni: „Það er von mín og ósk að málræktar-
átakið verði að þeirri þjóðmenningarvakningu sem okkur er
ævinlega þörf á svo að þeir sem landið erfa geti glaðir sagt:
Þetta er okkar mál!“
Undir þessi orð forseta íslands hljótum við öll að taka.
s.h.
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, s 4560.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir.
Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570. Telefax, s 4564.
Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suðurtanga 2,400 ísafjörður.