Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 14

Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 14
14 BÆJARINS BESTA FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI TIL SÖLU * Kæliskápur — Porkka, stærð 120X120X210 cm * Frystiskápur — Porkka, stærð 120X120X210 cm Skáparnir eru 2ja til 3ja ára, mjög vel með farnir. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri, alla virka daga milli kl. 800 og 1600 í síma 4500. Aukaaðalfundur Skíðaráðs ísafjarðar Aukaaðalfundur Skíða- ráðs ísafjarðar verður hald- inn fimmtudaginn 22. júní kl. 20 í Sigurðarbúð. Fundarefni: Tillaga um að Skíðaráð verði lagt niður. - seinni umræða. Stjórnin Félag farstöðvaeigenda, deildar 7, ísafirði og nágrenni heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 22. júní í Kiwanishúsinu Skeiði. Venjuleg aðalfundarstörf. mætið vel. Stjórnin Tónlistarsköli Flateyrar: Skólanum slitið í níunda sinn Nýr skólastjóri frá Kanada Tónlistarskóla Flateyrar var slitið í lok maí í níunda sinn. Nem- endur við skólann voru um 30 talsins í vetur og komu þeir allir fram við skólaslitin og sýndu þar með árangur vetrarins. Fram kom einnig fjögurra manna hljómsveit sem stofnuð var í desember og ber hún það frumlega nafn „Davey and the three amigos“. í sveitinni eru auk skóla- stjórans, David Enns, þrír nemendur og leika þeir á básúnu, trompet, trommur og píanó. David Enns er frá Kanada og kom til íslands í október skömmu eftir að hafa lokið prófi frá School of Music in Brandon University. Hann hóf þá störf sem kennari og skólastjóri skólans á Flateyri og sagði í samtali við BB að sér líkaði mjög vel enda þótt sér hefði brugðið mjög við komuna. „Staðurinn er mjög lítill en ég er mjög hrifinn af honum núna“ sagði David. „Starfið í skólanum hefur gengið vel, sérstaklega seinni hluta árs- ins, og ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því hvað hægt er að gera margt, þó skólinn sé ekki stærri, ef á- hugi ogviljierfyrir hendi. Ég vona að stofnun hljómsveit- arinnar verði til þess að nem- endur fá aukinn áhuga á tón- list og tónlistarnámi, og á von á að viðhorf bæði foreldra og nemenda breytist enn til hins betra um leið.“ Björgunarmál: Það hefur verið dregið í happdrætti björgunar- bátsins á ísafirði. Dregið var hjá Bæjarfógetanum á ísa- firði mánudaginn 19. júní 1989. Miðafjöldinn var 2000 en aðeins var dregið úr seldum miðum. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. Flugleiðaferð fyrir tvo til Luxemborgar og vikudvöl á hóteli kom á miða nr. 1491 2. Flugleiða helgarferð fyrir tvo til London veturinn 89- 90 kom á miða nr. 1734 3. Flugleiða helgarpakki fyr- ir tvo til Reykjavíkur vetur- inn 89-90 kom á miða nr.1860 4. Flugleiða helgarpakki fyr- ir tvo til Reykjavíkur vetur- inn 89-90 kom á miða nr. 1469 5. Flugleiða helgarpakki fyr- ir tvo til Reykjavíkur vetur- inn 89-90 kom á miða nr. 1167 6. Útsýnisflug með Flugfé- laginu Ernir um Vestfirði ísafjörður: Verslunlokað vegna skulda LlFDAGAR hinnar nýju verslunar sem Jóhann Ingólfsson framkvæmda- stjóri hjá Trax h.f., í Reykja- vík opnaði að Seljalandsvegi í síðustu viku voru fáir. Versl- unninni var lokað síðastliðinn föstudag af lögreglunni á ísa- firði að beiðni tollstjórans í Reykjavík, vegna söluskatts- skuldar. Jóhann hefur áður verið með rekstur á ísafirði en hann var hluthafi í fyrirtækinu ís- lensk-portúgalska, sem rak verslanir víða um land undir nafninu Tipp Topp. Dregið í happdrætti björgunarbátsins kom á miða nr. 127. 7. Útsýnisflug með Flugfé- laginu Ernir um Vestfirði kom á miða nr. 1320. Við þökkum veittan stuð- ning um leið og við óskum vinningshöfum til hamingju. Þeir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við rek- straraðila bátsins um næstu helgi. Fréttatilkynning Golf: Fyrsta golfmót sumarsins FYRSTA golfmót sumarsins hjá Golf- klúbbi ísafjarðar verður haldið n.k. laugardag kl 10. Er þar um að ræða J.Ó.D.-mótið sem kennt er við þau systkyni, Jóhann, Ómar og Dýrfinnu Torfa' börn (Björnssonar og Sig' ríðar Króksnes). í J.Ó.D.-mótinu verða spilaðar 18 holur í opnum flokki og verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í flokki kvenna og unglinga. Skráning í mótið fer fram í golfskálanum, hjá Sport- hlöðunni og í símum 3035 og 3040 (Samúel). Skrán ingu lýkur n.k. föstudag kl. 18. Leiklist: Hólmvíkingar íheimsókn LEIKFÉLAG Hólmavík- ur er á leið til ísafjarðar og Bolungarvíkur í leikför. Ætla þeir í Ieikfélaginu að halda hér tvær sýningar, aðra í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöld- ið kl. 21 og hina í félags- heimilinu í Bolungarvík á sunnudagskvöldið kl. 21. Það leikverk sem Hólm- víkingar ætla að sýna hér er léttur, skemmtilegur farsi sem nefnist „Landsbrugg og ást“. Leikstjóri verksins er Arnlín Óladóttir.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.