Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 16
16 BÆJARINS BESTA Pólstækni hf: Selur vogir til Portúgals s Asjávarútvegssýningunni i frá sölu á nokkrum skipavog- í Bella Center í Kaup- um frá Pólstækni hf. til mannahöfn sem lauk fyrir SNAB, stærsta útgerðarfé- stuttu var endanlega gengið | lags Portúgals. Yogirnar fara © ísafjarðarkaupstaður Könnun á atvinnuleysi á meðal unglinga á ísafirði Þeir unglingar sem ekki sjá fram á at- vinnu í sumar eru vinsamlega beðnir að skrá sig á lista sem liggur frammi í af- greiðslu bæjarskrifstofunnar fyrir 22. júní. A tvinn umálan efn d Aðgerðir vegna ökutækja án skráningarnúmera í samræmi við auglýsingu Bæjar- fógetans á ísafirði, 9. júní sl. og 14. gr. lögreglusamþykktar fyrir ísafjarðar- kaupstað, þar sem stendur að óheimilt sé að láta ökutæki án skráningarnúm- era standa á götum bæjarins, almenn- um bifreiðastæðum eða opnum svæðum, er eigendum umræddra öku- tækja gefinn frestur til 26. júní n.k. til að koma þeim á viðeigandi geymslustað. Að þeim tíma liðnum verða viðkomandi ökutæki fjarlægð og þau urðuð. Bæjarstjórinn á ísafirði Hafnarstjórn ísafjarðar - Útboð Hafnarstjórn ísafjarðar óskar eftir að steypa bryggjuþekju, ljósamastur og vatnshús, vatnsbrunna og rafmagns- brunna. Setja upp ljósamöstur, grafa skurð og leggja ídráttarrör í þekjuna fyr- ir rafmagn vatn og neyðarljós. Flatar- mál þekju er 2040 m2. Tilboðum skal skila á Tæknideild ísa- fjarðar fyrir kl. 11 mánudaginn 3. júlí 1989 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hafnarstjórinn á ísafirði í ný skip sem veiða munu við Afríkustrendur. Með þessari sölu vonast Pólstæknimenn til að opn- aður sé nýr markaður fyrir skipavogirnar, en lítið af slíkum vogum hefur verið selt til Portúgals og Spánar enn sem komið er. „Ráðherratrén“ prýða umhverfið mjög eins og sjá má af þessarri mynd. Átak til uppgræðslu: Ráðherratré á Austurvelli AAUSTURVELLI á ísafirði hafa nú verið gróðursettar 23 aspir og bjarkir meðfram Austur- og Norðurvegi. Gárungarnir kalla þessi tré „ráðherratré“ og útskýra nafngiftina þannig að þau séu jafnmörg ráðherr- unum sem sækja ísafjörð heim í ágústmánuði í sumar vegna utanríkisráðherra- fundar Norðurlandanna. Trén eru keypt fyrir fé sem safnast hefur í „Átaki til upp- græðslu'* sem garðyrkjumað- ur bæjarins, Ásthildur C. Þórðardóttir. stendur fyrir. Fyrirtæki á Isafirði hafa lagt fram fé og bæjarstarfsmenn sáu síðan um gróðursetning- una. Ásthildur bað okkur að skila þökkum til fyrirtækj- anna sem lögðu fram féð og minnti um leið á að gíró- reikningur átaksins er enn opinn og númer hans er 10171 í Utvegsbankanum. Bolungarvík: St jórn heilsugæsl u og sjnkrahúss ályktar Ctjórnarfundur k^haldinn I9.júní harmar þá deilu sem upp hefur kom- ið á milli lækna á Heilsu- gæslustöð ísafjarðar og leitt hefur til þess að tveir vel- metnir læknar hafa séð sér þann kost vænstan að flytja burt af svæðinu. Þar sem jafnframt er um að ræða lækna sem hafa gengt hluta- starfi á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði, sem er þjón- ustusjúkrahús Bolvíkinga, er skaðinn ekki einungis stað- bundinn heldur snertir ná- grannasveitir ísafjarðar um- talsvert. Fundurinn skorar á hlut- aðeigandi stjórnvöld að taka á málinu af fullri einurð og alvöru til þess að fyrirbyggja að slíkur atburður geti end- urtekið sig og geri þær ráð- stafanir sem duga til að aftur megi laða að hæfa lækna til FSf. SMÁAUGLÝSINGAR Nemendur MÍ og aðstandendur þeirra Vinsamlegast skilið þeim bókum sem tilheyra bóka- safninu þangað strax. Bóka- kostur hefur rýrnað óhemju mikið. Guðný bókavörður. Myndbönd Til sölu eru myndbandaspól- ur með Tinna og félögum, Gúlíver í Putalandi o.fl. Einnig myndir með topplið- unum í ensku knattspyrn- unni, Liverpool og Arsenal. Upplýsingar gefur Fjölnir í 0 3664. Volvo 245 Til sölu er Volvo 245, árgerð 1978. Fæst á góðu verði. ný dekkog lítur velút. Upplýsingar í 0 7386. íbúð óskast Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýs- ingari'0 4239 eftir kl.18. Skipti Óska eftir frystikistu í skipt- um fyrir örbylgjuofn. Upplýsingar í 0 93-13315. Mazda 1600E Til sölu er Mazda 1600E, ár- gerð 1981. Upplýsingar í 0 7149 og í 0 7584. Kvenreiðhjól Óska eftir að kaupa kvenfe- eiðhjól. Einnig stól aftan á hjól. Upplýsingar í 0 3179. Hnakkur Tii sölu er nýlegur hnakkur. Upplýsingar í 0 8143. HiIIur Óska eftir að kaupa hillur í barnaherbergi. Upplýsingar í 0 3135 á kvöldin. ísskápur Óska eftir að kaupa ísskáp. Upplýsingar í 0 4076 (vs) og í 0 4155 eftir kl.17. íbúð óskast Óska eftir 2ja til 3ja her- bergja íbúð á ísafirði fyrir 15. ágúst. Helst á Eyrinni. Skipti á húsnæði á Akranesi koma til greina. Upplýsingar í 0 93-13315 á kvöldin. Skíðafólk Biðjum þá sem ekki hafa fengið greitt fyrir skíðabúnað frá því í vetur að hafa sam- band við Signýju í 0 3774. Skíðaráð í óskilum! Sá sem fékk brúnan leðurj. akka með skinnkraga vitlaust afgreiddan úr fatahenginu í Krúsinni laugardaginn 3. júní er vinsamlega beðinn um að skila honum sem fyrst í Krús- ina.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.