Bæjarins besta - 21.06.1989, Síða 17
BÆJARINS BESTA
17
Hreinsunarátak 1989:
Góðan daginn
gakktu vel um
bæinn
Höf: Jón F. Bjarnþórsson
s
AFRAM höldum við leið
okkar um bæinn í þeim
tilgangi að vekja athvgli á
þeirri nauðsyn að ganga bet-
ur um. Leið okkar liggur að
smábátaskemmunni. I því
húsnæði er rekið lítið frysti-
hús, eitt hið minnsta á land-
inu að sagt er. í fyrrasumar
höfðum við tal af eiganda og
stjórnanda fyrirtækisins.
Sund sf.
Við bentum eigandanum á
nauðsyn þess að betri um-
gengni væri við fyrirtækið.
Nokkuð hefur verið unnið
að m.a. að flytja til vörubíls-
hræ sem stóð við húsið. Enn
vantar nokkuð á að um-
hverfið verði eins og best
verður á kosið. Hins vegar
má merkja vilja eigenda til
bættrar umgengni.
Herslumuninn vantar.
Athafnasvæði Pósts og síma. Þarna þarf að fjarlægja rusl,
ásamt því að hressa upp á útlit hússins. Hér er um opinbera
stofnun að ræða, sem ætti að vera til fyrirmyndar.
Bolungarvíkurkaupstaður
Umhverf is vernd!
Orðsending til fyrirtækja og
einstaklinga í Bolungarvík.
Af marggefnu tilefni er hér með
ítrekað að öll brennsla sorps og ann-
arra úrgangsefna er með öllu óheimil í
Hólsgryfju. Brennanlegt sorp og úr-
gang skal flytja í sorpeyðingarstöðina
á Skarfaskeri.
Þeir sem verða uppvísir að því að
kveikja elda í Hólsgryfju eiga það á
hættu að verða krafðir um greiðslu
vegna kostnaðar við útkall og vinnu
við að slökkva eldana í gryfjunni.
Þess er fastlega vænst að hlutaðeig-
endur virði þessa sjálfsögðu beiðni
bæjaryfirvalda og ekki komi til þess að
beita þurfi refsiviðurlögum.
Bæjarstjórinn í Bolungarvík
Rækjustöðin hf.
Við nýbyggingar má gera
ráð fyrir einhverju rusli.
Hins vegar geta byggingar-
aðilar sé svo um að ekki stafi
af því mengun eða óprýði.
Við ræddum við forstöðu-
mann þessa fyrirtækis
síðastliðið sumar og fórum
þess á leit við hann að um-
hverfi fyrirtækisins yrði
snyrt. Nokkuð hefur áunnist
því merkja má betri um-
gengni. Hins vegar vantar
enn nokkuð á að viðunandi
sé. Um er að ræða fyrirtæki í
matvælaiðnaði sem ætti að
leggja alla áherslu á snyrti-
legt umhverfi. Gera þarf þá
kröfu til starfsmanna slíkra
fyrirtækja að þeir gangi vel
og snyrtilega um athafnar-
svæði.
Nidursuöu-
verksmidjan hf.
Síðastliðið sumar áttum
við viðræður við forstöðu-
mann þessa fyrirtækis. Bent-
um við honum á slæma um-
gengni, sérstaklega á
athafnarsvæði (plani) fyrir-
tækisins. Fugl hafði greiðan
aðgang að úrgangsrækjuskel
sem geymd var við fyrirtæk-
ið í opnum körum. Enn er
um þetta að ræða. Rækjuskel
er geymd í opnum kerjum og
stundum má sjá rækjuskel
fjúkandi um nágrennið. Hér
þarf að ganga betur frá. Við
vitum að fyrirtækið hefur
mikinn áhuga á fegrun um-
hverfisins. Því þarf að fram-
fylgja.
Bjartmar hf.
Á síðastliðnu ári var rætt
við forstöðumann þessa fyrir-
tækis. Nú hafa nýir eigendur
tekið við rekstrinum.
Ástæða þykir enn til að
benda á, að betur má ganga
um við fyrirtækið. Taka þarf
til í porti eða grunni við ný-
byggingu. I’á þarf að ganga
betur um og þrífa við mót-
töku hráefnis. Hér er um að
ræða fyrirtæki í matvæla-
framleiðslu og krafan því
mikil varðandi hreinlæti.
Við trúum því að hinir nýju
eigendur sjáum að svo verði.
Nýbygging
Verið er að byggja milli
Bjartmars hf. og Niðursuðu-
verksmiðjunnar hf. Eins og
venjulega þegar um nýfram-
kvæmdir er að ræða má gera
ráð fyrir einhverju rusli.
Hins vegar er hægt að tak-
marka það eins og kostur er.
Bakvið þetta fyrirtæki (við
Sundstræti) er kofahróald,
opið öllum sem vilja um
ganga. Fjarlægja þarf þennan
kofa sem er ekkert annað en
til óprýði. Þá þarf að fjar-
lægja þarna af lóðinni brot af
einhverju sem sennilega hef-
ur vérið ljósastaur. Töluverð
eldhætta getur þarna skapast
ef einhverjir óvitar færu
þarna með eld.
z
uNu tölvuvindan
veiðir fyrir þig
DNG tölvu-
vindan er
óþreytandi
vinnukraftur
algjör sjálf-
virkni með tölvu
stýringu eykur hraða og
sparar ómælda vinnu.
DNG tulvuvindan er
byggð úr seltuþolnu áli
og ryðfríu stáli.
Stjórnkerfið er þakið
plastefni til varnar
titringi, höggum og raka.
Vindan er þrýstiprófuð í
vatni áður en hún fer frá
verksmiðju, þannig er
tryggt hámarks öryggi
og lágmarks viðhald.
Þjónustu-
aðilum
DNG fjölgar
sífellt um
allt land.
Kappkostað
er að hafa
þjónustuna mjög góða.
Það er á færi flestra að
eignast það besta, DNG
tölvuvindu, því við
bjóðum góð greiðslukjör
og kaupleigusamninga.
Óseyri 4, Akureyri. Pósthólf 157
J