Bæjarins besta - 21.06.1989, Side 20
Tilvalið í sumarbústaðinn
->V Grillofnar með hellu.
'M' Rafmagnsgrill.
Hita- og kælibox fyrir veiðiferðina.
mtf
ítraumur hf
Silfurgötu 5 S 3321
Læknamálið:
Læknaráðið velji
nýj an yfirlækni
Heilbrigðisráðuneytið setur Bergþóru yfírlækni og áminnir læknaráð
um að kjósa yfírlækni sem fyrst
IIEILBRIGÐISRÁÐU-
i JLneytið hefur sett Berg-
þóru Sigurðardóttur héraðs-
lækni yfirlækni Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Isafirði og
áminnt læknaráð stöðvarinn-
ar um að kjósa sér nýjan yfir-
lækni sem fyrst samkvæmt
ákvæðum í reglugerð. Geir
Guðmundsson var kosinn yf-
irlæknir stöðvarinnar um ára-
mót 1986/1987 og kjörtímabil
hans rann út um síðustu ára-
mót.
Tveir læknar við stöðina
hafa ákveðið að hætta þar
störfum og munu aðalástæð-
urnar vera óánægja með að
ekki hafi verið kosinn nýr yf-
irlæknir strax um áramót og
samstarfserfiðleikar við Geir
Guðmundsson. Umdeilt hef-
ur verið hvort Geir hafi haft
umboð til að gegna störfum
yfirlæknis þar sem engin
Suðureyri:
Innsiglin
rofin
ELÍN Þorbjarnardóttir
ÍS, togari útgerðarfé-
lagsins Hlaðsvíkur hf. á
Suðureyri, hélt aftur til
veiða í síðustu viku eftir að
gerð hafði verið upp fjög-
urra milljón króna skuld út-
gerðar fyrirtækisins á stað-
greiðslu skatta.
Innsiglin voru rofin á
miðvikudagsmorgni þann
14. júní og um leið var
gengið frá uppgjöri við
sýslumannsembættið. Elín
var kyrrsett og innsigluð
mánudaginn 5. júní.
kosning hefur farið fram.
„Geir Guðmundsson hefur
gegnt störfum yfirlæknis, að
minnsta kosti í augum stjórn-
arinnar, þar til að ráðuneytið
setti Bergþóru í starfið" sagði
Haraldur L. Haraldsson for-
maður stjórnar Heilsugæslu-
stöðvarinnar í samtali við
BB, aðspurður um þetta mál.
„Ég bauðst til að reyna að
hafa áhrif á málið en það var
afþakkað að stjórnin hefði af-
skipti af því“ sagði hann.
Að sögn Kristins Bene-
diktssonar yfirlæknis sjúkra-
hússins var ástæðan fyrir því
að aðstoð Haraldar var af-
þökkuð sú að þegar hún var
boðin í vetur var nýbúið að
vísa málinu til aðstoðarland-
læknis og búist við að hann
myndi leysa það fljótlega.
Landlæknir kom til ísa-
fjarðar í síðustu viku til að
kynna sér þetta mál og hélt
þá fund með læknum og
stjórn stöðvarinnar. Ljóst er
að koma hans og tilskipun
ráðuneytisins um kosningu
yfirlæknis kemur þó of seint
til að læknarnir tveir dragi
uppsagnir sínar til baka þar
sem þeir hafa ráðið sig ann-
ars staðar.
„Ég er alls ekki sáttur við
að þessir tveir læknar fari
héðan og þessu máli er ekki
lokið“ sagði Kristinn Bene-
diktss
BB.
í samtali við
„Þórir Kolbeinsson er sér-
fræðingur í heilsugæslulækn-
ingum og hefur auk þess árs-
starfsreynslu af lyflækningum
Geir Guömundsson, læknir.
Tveir læknar hafa sagt upp
störfum vegna samstarfsörð-
ugleika við hann.
af hjartadeild í Bandaríkjun-
um. Reynsla hans hefur nýst
okkur ákaflega vel hér við
sjúkrahúsið. Guðmundur á
eftir nokkra mánuði til að fá
sérfræðingsleyfi sem heilsu-
gæslulæknir en hefur auk
þess töluverða reynslu af
röntgenrannsóknum og hefur
séð um röntgen og sónar fyrir
okkur. Nú höfum við engan
til að sinna þessu og engan
sem kemst með tærnar þar
sem Þórir hefur hælana í lyf-
lækningum. Það sem ég er
mest hræddur um núna er að
okkur takist ekki að fá jafn-
hæfa menn til starfa þegar
það spyrst út í stéttinni að
þessir tveir þekktu sóma-
menn hafi verið flæmdir burt.
Og þó einhverjir fáist þá er
hætt við að þeir fái sömu við-
tökur hjá Geir Guðmunds-
syni.“
Vestfírðir:
Fjögur sjávarpláss
Skulda á þriðja milljarð
í útgerð og fiskvinnslu
STÆRSTU atvinnufyrir-
tækin á Patreksfirði,
Bíldudal, Þingeyri og
Suðureyri búa við skulda-
stöðu upp á 2,5 milljarða
króna vegna rekstrarörðug-
leika í sjávarútvegi.
Á Patreksfirði er um að
ræða stórt og glæsilegt hús
Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar sem hefur verið lok-
að í tæpt ár og togarinn Sig-
urey liggur bundinn við
bryggju. Á Bíldudal hamlar
skortur á hráefni mjög
rekstri, á Þingeyri þar sem
víðtæk endurskipulagning
hefur farið fram í erfiðri
skuldastöðu og á Suðureyri
þar sem gjaldþrot blasir við
eins og í mörgum öðrum
sjávarplássum, ef rekstrar-
grundvöllur sjávarútvegsins
verður ekki leiðréttur.
Sjávarplássin fjögur eru
dæmi um fjölmörg sjávar-
pláss á landsbyggðinni sem
búa við erfiða rekstrarstöðu
og ótrygga afkomu og bú-
setu og er fólk farið að flytja
burt úr sjávarplássum af
þessum orsökum.