Bæjarins besta - 10.08.1989, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA
Djúphrepparnnir:
íhuga að hætta við
íbúðarkaup í Hlíf
Fengu upplýsingar um hækkun á íbúðaverðunum í síðustu viku
i
Oddvitar Djúphreppana eru ekki sáttir við að íbúðir þeirra í
Hlíf hafa hækkað mikið í verði.
REPPSNEFNDIR
Djúphreppanna fjog-
urra sem aðild eiga að Bsvf.
Hlíf funda nú á næstunni um
hvort hrepparnir dragi sig út
úr félaginu og hætti við
íbúðakaup. Ástæðan er sú
að sögn Sigmundar Sig-
mundssonar oddvita Reykja-
fjarðarhrepps að komið hef-
ur í Ijós að íbúðirnar eru
mun dýrari en samningur
segir til um og munar þar
mest um fjármagnskostnað
sem reiknaður er á íbúðirnar
samkvæmt eignarhlutföllum.
Djúpmenn voru ekki
boðnir á fundinn sem hald-
inn var með íbúðakaupend-
um fyrir nokkrum vikum og
sagt var frá í BB. Þeir fengu
að vita endanlegt verð á
íbúðunum fyrst í síðustu viku
á fundi með Baldri Ólafs-
syni, starfsmanni stjórnai
Hlífar. Sem dæmi má nefna
að verðið á íbúð Nauteyrar-
hrepps var áætlað 1,8 millj-
ónir en er nú um 5 milljónir.
Á fundinum kom einnig
fram, að sögn Ástþórs
Ágústssonar oddvita Naut-
eyrarhrepps, að þrátt fyrir
munnlegt samkomulag við
Halldór Guðmundsson fyrr-
verandi framkvæmdastjóra
Hlífar þá sótti stjórnin aldrei
um styrk fyrir hreppana hjá
Framkvæmdasjóði aldraðra.
Samkvæmt reglugerð
sjóðsins eiga þeir rétt á
framlagi sem nemur 20% af
kaupverði og að sögn Ást-
þórs taldi hann víst að sótt
hefði verið um styrk fyrir
Nauteyrarhrepp fyrir löngu.
„Framkvæmdasjóðurinn er
búinn að láta félagið hafa 5
milljónir króna en við höfum
ekki fengið að vita fyrir
hvern“ sagði Ástþór. „Bald-
ur Ólafsson segir þennan
styrk ótilgreindan en við
erum allt eins þeirrar skoð-
unar að þessi styrkur hafi
verið eyrnamerktur okkur
og fylgt honum það skilyrði
að honum yrði skipt á Djúp-
hreppana eftir eignahlutföll-
um.“
Baldur Ólafsson sagði í
samtali við BB að hann vissi
ekki til að sótt hefði verið
um fyrir Djúphreppana en
þeir gætu sótt um sjálfir.
Baldur mun koma aftur til
fundar við oddvita Djúp-
hreppana í næstu viku og þá
verður væntanlega útkljáð
hvort þeir hætta við íbúða-
kaup eða ekki.
** SJALLINN:* * *■
Feikna fjör
Diskótek föstudagskvöld
kl. 23 - 3.
Diskótek laugardagskvöld
kl. 23 - 3.
Aldurstakmark18ár.
Myndlist:
ísfirðingur sýnir
í Slunkaríki
AUGARDAGINN 12.
ágúst kl. 16 opnar Guð-
rún Guðmundsdóttir sýn-
ingu í Slunkaríki. Þetta er
fyrsta sýning Guðrúnar á
heimaslóðum, en áður hefur
hún haldið tvær einkasýning-
ar í Reykjavík og Iowa City.
Auk þess hefur hún tekið
þátt í þremur stórum sam-
sýningum í Bandaríkjunum.
Öll verk Guðrúnar á sýning-
unni í Slunkaríki eru þrívíðar
veggmyndir úr handunnum
pappír. Guðrún stundaði
nám í Kaupmannahöfn um
þriggja ára skeið, en hélt síð-
an til Bandaríkjanna og lauk
BFA prófi frá háskólanum í
lowa sl. vor. í haust hefur
hún síðan framhaldsnám í
trefjalistum við listaakadem-
íuna í Chicago.
Sýning Guðrúnar stendur
til 27. ágúst og er opin
fimmtudaga til sunnudaga
kl. 16-18.
Einherjar-Valkyrjur:
Skátar halda
til Noregs
FJÓRIR skátar úr skáta-
félaginu Einherjar-Val-
kyrjur halda ásamt 38 öðrum
íslenskum skátum til Noregs
á föstudag til að taka þátt í
landsmóti norskra skáta.
Mótið verður haldið dag-
ana 5. - 12. ágúst á búgarði
Haraldar krónprins Noregs,
Skaugum, rétt sunnan við
Osló. Á mótinu, sem er
flokkamót, munu skátarnir
taka þátt í hinum fjölbreytt-
ustu skátastörfum og má þar
nefna 24 stunda gönguferð
þar sem sofið verður undir
berum himni.
Að afloknu mótinu heldur
íslenski hópurinn á heima-
slóðir vinasveitar sinnar,
skáta frá Lillehammer og
ferðast um til 17. ágúst.
Pósturinn:
Pennavinir
óskast
ylÐ hér á BB fengum
um daginn bréf í póstin-
um sem var reyndar ekki
stflað til okkar heldur var
utanáskriftin „Til 12 ára
stelpu á Isafirði, íslandi.“
Þau hjá póstinum töldu ráð-
legast að biðja okkur um að
koma bréfínu á framfæri og
það gerum við:
Bréfið er skrifað á ensku
og bréfritari er Karin lller-
ström frá Katrineholm í Sví-
þjóð. Hún vill gjarnan eign-
ast pennavin á Isafirði. Hún
segist hafa mikinn áhuga á
hestum, bæði íslenskum og
arabískum, og fer reglulega í
reiðtíma. Áhugamálin eru
dýr, lestur, og bréfaskriftir.
Við vonum að einhver vilji
skrifast á við þessa hug-
myndaríku sænsku stúlku og
heimilisfangið hennar er:
Karin Illerström,
Malin bodavagen 2,
641 35 Katrineholm, Sverige.