Bæjarins besta - 10.08.1989, Síða 6
6
BÆJARINS BESTA
Ferðamál:
Ferðamenn eru að
uppgötva Vestfirði
Mun meira að gera hjá Ferðaskrifstofu
Vestfjarða í ár en í fyrra. Nýting á ferðaþjónustu
bænda byrjaði seint en er að aukast
SMÁAUGLÝSINGAR
Til sölu
Til sölu er húseignin Vallar-
gataó, Þingeyri.
Upplýsingar í 0 8254.
Snjósleði
Til sölu Skydoo Snjósleði.
Árg. 1981.
Upplýsingar í 0 6207.
Toyota Carina.
Til sölu Toyota Carina .1600
spesial series árg. 1988. Ek-
inn 26000 km. Skipti á ódýr-
ari kemur til greina.
Upplýsingar í 0 4790 og i
Vélsm. Þór 0 3711.
Orgel
Casio hljómborð sk 2100 til
sölu og Hammond orgel.
Upplýsingar í 0 4790.
Rússajeppi
Til sölu rússajeppi UAZ69.
Bíllinn er yfirbyggður með
Perkins Dieselvél (4203),
Gírkassa og hásingar úr
Scout, vökvastýri og power-
bremsum.
Upplýsingar í 0 2202.
Golfkonur
Hittumst allar á golfvellinum
öll mánudagskvöld kl 20.
Golfklúbburinn.
Goíf
Minnum á unglingatímana á
mánudögum.
Golfklúbburínn.
Til leigu
Til leigu er herbergi með að-
gangi að eldunaraðstöðu.
Upplýsingar í 0 4304.
Hörður.
Bolvíkingar
Tökum á móti einnota um-
búðum, flöskum og dósum.
Þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl 20 til 22.
Björgunarsveitin Ernir.
Einbýlishús
Til leigu er einbýlishús á
fjarðarsvæðinu frá 1. sept. til
júní. Upplýsingar í 0 4566
og 3441. Heiðar.
Ibúð til leigu
Til leigu er 4 herb. íbúð frá 1.
september. Upplýsingar í 0
4566 og 3441.
Atvinna óskast
Smiðuróskareftirvinnu. Allt
kemur til greina.
Upplýsingar í 0 3764.
ísskápur
Til sölu er ársgamall Pilco ís-
skápur. nánari upplýsingar í
0 3224 frá 9-17 alla virka.
daga.
Tapað / fundið
Hefur einhver séð köttinn
minn ? Hún er brún og gul
bröndótt með rauða ól,
merkt „Dísa, Hraunprýði 2,
0 3794.“ Ef einhver veit um
kisu eru upplýsingar vel
þegnar. Dísa.
ESTFIRÐINGAR
kvarta oft undan því að
Vestfjarðakjálkinn verði út
undan þegar ísland er kynnt
ferðamönnum og kenna
ýmsu um: Ónógri upplýs-
ingaþjónustu syðra, slæmum
samgöngum innan fjórð-
ungsins og því að Vestfirð
ir eru ekki inni í hringvegin-
um.
Ferðamannastraumur til
Vestfjarða í ár virðist þó vera
að aukast. Maria Gunter hjá
Ferðaskrifstofu Vestfjarða
sagði ■ samtali við BB að
mun meira væri að gera þar
en fyrri ár.
Ástæðurnar taldi hún vera
einkum tvær og önnur er sú
að búið að setja upp tjald-
stæði á ísafirði inni í bænum,
þ.e. ofan við Menntaskólann
og á heimavist hans er full-
komin þjónusta við ferða-
menn. Þegar aðeins var
tjaldstæði í Tungudal átti
fólk oft í erfiðleikum með að
nálgast ýmsa þjónustu, ná
rútum og bátsferðum.
Hin er sú að þar sem há-
Iendi landsins hefur að
mestu verið lokað umferð
þar til nú hafa erlendir og ís-
lenskir ferðamenn breytt
áætlunum sínum og heimsótt
Vestfirði í staðinn. Þriðja
ástæðan gæti verið sú að
Vestfjarðaleið hefur fjölgað
rútuferðum og auk þess er
búið að tengja þær við ferðir
flóabátsins Baldurs.
Mikill meirihluti þeirra
sem leita eftir þjónustu
Ferðaskrifstofunnar yfir
sumarið eru útlendingar sem
koma aðallega frá Evrópu.
Þjóðverjar koma að venju
mikið vestur og eins Frakk-
ar. Flestir eyða þremur til
fjórum dögum á Vestfjörð-
um. Hornstrandaferðir og
Látrabjargsferðir eru mjög
vinsælar og eins og BB sagði
frá í síðasta blaði eru allt upp
í 100 manns í hverri ferð
Fagraness.
Hótel
ísafjörður
Á Hótel ísafirði er svipað
að gera og undanfarin sum-
ur, en menn telja þó að
meira sé um útlendinga en
áður á ferðinni. Færri er-
lendir ferðahópar hafa kom-
ið í sumar en áður að sögn
Áslaugar Alfreðsdóttur hót-
elstjóra og er ástæðan fyrir
því að ferðaskrifstofurnar
senda ekki hópa vestur
vegna þess að þær telja vega-
lengdir of miklar og eins
vantar gististaði víðar um
Vestfirði sem getur tekið við
stórum hópum. Þá segja
menn hjá Útivist og Ferðafé-
laginu það útbreiddan mis-
skilning hjá íslendingum að
Hornstrandir séu lokaðar
ferðamönnum eins og há-
lendið. Þessi félög hafa þurft
að fella niður ferðir vegna
þess að þátttaka er það lítil.
„Þessi neikvæða umræða
Vestfirðinga sjálfra um sam-
göngur og slæma vegi á ef-
laust mikinn þátt í því að ís-
lendingar veigra sér við að
ferðast um Vestfirði og þeir
þurfa að líta í eigin barm
hvað þetta varðar“ sagði Ás-
laug.
„Vegir hafa batnað mjög
síðustu árin og vegalengdir
styst og því þarf að koma
betur á framfæri. Fólk má
ekki einblína of mikið á er-
lenda ferðamenn. Allir Is-
lendingar ættu að heimsækja
Vestfirði og við ættum sér-
staklega að hvetja burtflutta
Vestfirðinga til að heim-
sækja æskuslóðirnar en
vegna þessarrar neikvæðu
umræðu um samgöngurnar
þá treysta þeir sér ekki til að
koma.“
Aðspurð um verðlagið hjá
Hótel ísafirði sagði Áslaug
það sambærilegt við önnur
hótel og jafnvel ódýrara en á
mörgum stöðum. I húsnæði
hótelsins í menntaskólanum
kostar svefnpokapláss í
skólastofu 600 kr., svefn-
pokapláss í herbergi með
eins manns herbergi 3000 kr.
og tveggja manna herbergi
með handlaug 4200 kr. Á
hótelinu sjálfu kostar gisting
í eins manns herbergi 4400
kr. og í tveggja manna her-
bergi 5600 kr. Með gistingu í
herbergjum er morgunverð-
ur innifalinn.
Til viðmiðunar má geta
þess að gisting í eins manns
herbergi kostar 4698 á Flug-
leiðahótelunum Loftleiðum
og Esju og 5980 í tveggja
manna herbergi.
Ferðaþjónusta bænda,
sem hefur aðalskrifstofu í
Bændahöllinni í Reykjavík,
er talsvert notuð af ferða-
mönnum sem koma til Vest-
fjarða en að sögn þeirra
bænda sem BB ræddi við
byrjaði sumarið seint. Upp-
lýsingar um ferðaþjónustuna
hér vestra fást hjá Ferða-
skrifstofu Vestfjarða og í
Bændahöllinni og auk þess
liggja yfirleitt frammi bæk-
lingar um hana á sjoppum og
matsölustöðum víða um
land. Ákveðið viðmiðunar-
verð er í gildi sem bændur
fara eftir.
Svefnpokagisting á dýnu
kostar 500 krónur yfir nótt-
ina, svefnpokagisting í rúmi
kostar 750 krónur, uppbúið
rúm kostar 1100 krónur og
uppbúið rúm með morgun-
verði kostar 1550 krónur.
Vikuleiga fyrir sex manna
sumarhús er 23.000 krónur
og fyrir 4 manna sumarhús
19.500 krónur.
Svo virðist sem margir
hafi standi í þeirri trú að
gistirýmin séu í íbúðarhúsum
á bóndabýlum en svo er oft-
ast ekki heldur eru bændur
með sérhús eða viðbygging-
ar fyrir ferðamenn.
Fimm staðir
á Vestfjörðum
Fimm staðir veita þessa
þjónustu á Vestfjörðum og á
Brjánslæk er tjaldstæði í
friðlandinu en þó ekki gisti-
húsnæði. Ragnar Guð-
mundsson á Brjánslæk sagði
í samtali við BB að það hefði
fremur lítið verið notað í
sumar, mun minna en í
fyrra. „Umferð hefur verið
talsverð en útlendingar
tjalda orðið þar sem þeim
dettur í hug án þess að fá til
þess leyfi“ sagði Ragnar.
„Ferðaskrifstofurnar þyrftu
að leggja meiri áherslu á það
við fólk að ekki er leyfilegt
að tjalda hvar sem er.“
Hornstrandir laða margan ferðamanninn til Vestfjarða. Myndin er tekin í Aðalvík.
handlaug 1000 kr., gisting í