Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 7
BÆJARINS BESTA 7 Tjaldstæðið á lóð Menntaskólans er til mikilla bóta fyrir ferðamenn sem koma til ísafjarðar. í Breiðuvík við Látrabjarg hefur mikið verið að gera í júlí. Þar er gistirými fyrir 40 manns í gömlu skólahúsnæði og boðið upp á fæði ef pant- að er með einhverjum fyrir- vara. Hægt er að fá veiðileyfi í Stæðarvötnum og Vaðli og nokkuð er um að ferðamenn nýti sér það. Flestir gestir eru frá hinum ýmsu löndum Evrópu en einnig hafa kom- ið Ameríkanar í gegnum Ferðaskrifstofu hersins á Keflavíkurflugvelli. Fleiri útlendingar en áður í Alviðru í Dýrafirði hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1987 og sagði Helgi Árnason bóndi þar að sér sýndist að gestagangurinn væri svipað mikill og í fyrra en dreifðist öðruvísi yfir sumarið. Rólegt var í júní, töluvert var um bókanir í júli en nokkrir dagar féllu þó úr. Þar er gistirými í tveimur húsum. Annað er með sex rúmum og eldunaraðstöðu og ætlað sem sumarhús. Það er leigt viku í senn. í hinu húsinu eru 14 rúm en hægt er að taka stærri hópa með því að einhverjir fái svefnpoka- pláss. Helgi sagði meira um út- lendinga í ár en áður og meira um ungt fólk sem hef- ur einhverja peninga á milli handanna og pantar bæði morgun- og kvöldverð. Margir útlendinganna eru á bílaleigubílum eða eigin bíl- um. Flestir gestanna eru Þjóðverjar og Frakkar og talsvert hefur aukist að Am- eríkanar frá Keflavíkurflug- velli gisti í Alviðru á leið sinni um landið. ítalir eru einnig farnir sjást að oftar en áður. íslendingar hafa einnig notað sér ferðaþjónustuna í Alviðru og til dæmis var Fé- lag mjólkurfræðinga með sumarhúsið á leigu í viku fyr- ir skömmu þriðja árið í röð. Félagið átti áður eigin or- lofshús en kaus að selja þau og nota þessa þjónustu í staðinn til þess að geta farið víðar um landið. Mest er ásóknin í sumarhúsið um miðjan júlí og neita þurfti um bókanir í það. Sumarhús í Grænuhlíð „Það hefur verið mjög lít- ið að gera hér í júní og fram í miðjan júlí en er að aukast núna. Umferðin hófst mun seinna í ár en í fyrra“ sagði Halla Hjartardóttir í samtali við BB en hún rekur ferða- þjónustu í Grænuhlíð við Arnarfjörð. Þeir sem komið hafa fyrri hluta sumars hafa aðallega verið útlendingar en núna eru flestir ferðamennirnir ís- lenskir, einkum Austfirðing- ar og jafnvel frá Skagafirði en þar hefur viðrað mun bet- ur í sumar en hér vestra. í Grænuhlíð er boðið upp á sex rúm í sérhúsi með eldun- araðstöðu og bæði er hægt að leigja húsið í vikutíma eða í skemmri tíma. Að sögn Höllu er töluvert meira í sumar um að að fólk bóki heilar vikur og nú er allt uppbókað fram í miðjan mánuð, Náttúrufegurð í Skálavík Að Meiribakka í Skálavík er sumarhús fyrir sex manns. Þar geta þó fleiri gist í senn með því að sofa í svefnpok- um á gólfi. Umsjón með sumarhúsinu hafa þau Gunnar Leósson og Guð- björg Stefánsdóttir en þau búa í Bolungarvík. Tólf kíló- metrar eru á milli og því hafa þau tekið þann kostinn að leigja húsið aðeins út til þeirra sem vilja taka það í vikutíma. Lítið hefur verið að gera í sumar og kvaðst Guðbjörg kenna því aðal- lega um að sumarið byrjaði seint og heiðin því ekki mok- uð fyrr en seint í júní og einnig að fólk teldi veginn í Skálavík það slæman að hann væri ekki fær fólksbíl- um. Sú er ekki raunin lengur þar sem búið er að laga veg- inn mikið í sumar. Á meðan á gerð vegarins upp á Bola- fjall stóð á vegum N.A.T.Ó. skemmdist afleggjarinn út í Skálavík mjög vegna grjót- hruns og var aðeins fær jepp- um en nú er ástand hans mun betra. Þeir sem komið hafa í sumar eru bæði innlendir og erlendir ferðamenn og sagði Guðbjörg mjög mikið spurt um svefnpokapláss í 1-2 næt- ur en því miður væri það hvergi fáanlegt í Bolungar- vík og hún yrði því að vísa fólki á gistiheimilið við Austurveg á ísafirði eða hót- elið. Þeir sem gist hafa að Meiribakka eru mjög ánægð- ir með veruna, að sögn Guð- bjargar, og kunna vel að meta náttúrufegurðina og friðsældina. Italir í Armúla Gerður Kristjánsdóttir í Ármúla við Kaldalón hefur rekið ferðaþjónustu þar und- anfarin þrjú ár í húsi sem hefur verið gert mikið upp og er búið 12 rúmum. Hægt er að fá mat hjá Gerði en eldunaraðstaða er í gistihús- næðinu. Þetta fjórða sumar sagði hún vera svipað og í fyrra en júní og fyrsta vikan í júlí hefðu verið heldur dræm. Nú er gestagangurinn hins vegar nokkuð að aukast og töluvert meira um erlenda ferðamenn en áður. Flestir útlendinganna sem koma í Ármúla eru ítalir og Frakkar en mjög margir kjósa einnig að tjalda inn við Lón, eink- um Þjóðverjar og þeir eru einnig oft betur útbúnir en aðrir. Talsvert er um að fólk sem er á leið í frí frá ísafirði gisti eina nótt í Ármúla. Það er því greinilegt af þessu að ferðaþjónusta bænda er þörf atvinnugrein sem á framtíð fyrir sér. Bæði erlendir og innlendir ferða- menn nýta sér hana töluvert og með meiri kynningu á henni má eflaust auka ferða- mannastraum til Vestfjarða mjög mikið. NÝJAR MYNDIR VIKULEGA DEAD OR ALIVE Hörkumynd með Kris Kristofferson í aðalhlut- verki. Myndin fjallar um hóp strokufanga sem ræna veitingastað. Löggæslu- maður staðarins ásamt bónda úr grendinni veita þeim eftirför en verða þess fljótt varir að flokkur hausaveiðara er á hælum þeim. Uppgjör milli þessara þriggja hópa er óumflýjanlegt og það verður þeim öllum örlagaríkt. KANSAS Tveir ókunnugir, ungir menn hittast fyrir tilviljun um borð í flutningarlest. Wade er saklaus, ungur maður í ævintýraleit. Doyle er aftur á móti hættulegur geðsjúklingur, en persónutöfrar hans leyna vel ofbeldinu, sem hann býr yfir. Þeir koma til lítils bæjar í Kansas og þá sér Wade hvaða mann Doyle hefur að geyma... JR-VIDEO VIÐ NORÐURVEG S 4299 Mánagata 3 Til sölu eða leigu, Mánagata 3, ísafirði. Laust15.ágúst. Verð kr. 4 miiljónir. Upplýsingar gefur Bernharð í síma 91-28782.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.