Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.08.1989, Side 10

Bæjarins besta - 10.08.1989, Side 10
10 BÆJARINS BESTA TRYGGVIGUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆT11, ÍSAFIRÐI SÍMI94-3940 OG 94-3244 F asteignaviðskipti Sólgata 9: I.O.G.T.-húsiö tilboð óskast. Vantareinbýlishús, raðhús og fjögurraherbergja íbúðirá skrá. Einbýlishús / raðhús Hrannargata6: Einbýlishús átveimur hæöum ásamt bílskúr. Urðarvegur 62: Endaraðhús á fjórum pöllum ásamt bílskúr og stórum kjall- ara. Heiðarbraut 12: Ca. 200 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti á minni eign á ísafirði koma til greina. Tangagata 17: 155 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara undir öllu húsinu. Eignarlóð. Skipti á lítilli íbúð komatil greina. Laus fljótlega. Fitjateigur 4: Ca. 151 m2 einbýlishús áeinni hæð ásamt bílskúr. Hrannargata 4: Einbýlishús á fjórum hæðum ásamt bílskúr. 3ja herbergja íbúðir Smiðjugata 9:Ca. 80 m2 íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi. Fjarðarstræti 29: Séríbúð í austur- enda ásamt eignarlóð. Mikið endurnýj- uð. Sundstræti 27:54 m2 íbúð á efri hæð í norðurenda. Brunngata 12: íbúð á efri hæð í tvibýlishúsi ásamt skúr og helming af kjallara. Smiðjugata 8: Ca. 40 m2 íbúð ásamt kjallara. Varmaveita. Stórholt 11:75 m2 íbúð í fjölbýlishúsi. Skipti koma til greina. Stórholt 13:75 m2 í búð á 3. hæð í fjöl- býlishúsi. Brunngata 10: 3 íbúðir á neðri hæð hússins. Pólgata 6:55 m2 íbúð í fjölbýlishúsi. Pólgata 6: fbúð á neðri hæð í fjölbýlis- húsi. Seljalandsvegur 102, (Engi): Ný- byggt einbýlishús á tveimur hæðum, stórar suðursvalir. Skipti á minni eign komatilgreina. 4-6 herbergja íbúðir Túngata 3: Ca 120 m2 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt risi. Smiðjugata 9: Ca. 90 m2 4ra her- bergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Góð greiðslukjör ef samið er fljótlega. Laus fljótlega. Mjallargata 1:4 herb. ca. 143 m2 íbúð á 3. hæð í nýbyggingu. Afhendist til- búið undir tréverk innan 3ja mánaða. Mánagata 6:6 herbergja 140 m2 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Skipti á stærra húsnæði komatilgreina. Mjallargata 6:100 m2 íbúð á efri hæð ásamt háalofti. Skipti á stærri eign möguleg. Fjarðarstræti 11: 85 m2 ibúð á éfri hæð í tvíbýlishúsi. Mjallargata 6: 100 m2 íbúð á neðri. hæð í þríbýlishúsi. Skipti koma til greina á stærri eign. Mjógata 5 : 150 m2 íbúð á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi. Góðargeymslur í kjallara og risi. Hreggnasi 3:70+80 m2 íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi ásamt rislofti og kjallara. Aðalstræti 15a : 4ra herb. sérbýli á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Hreggnasi 3 : ca. 85 m2 íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt kjallara. Stórholt 11: ca. 100 m2, 4 herb. íbúð ásamt bílskúr. 2ja herbergja íbúðir Aðalstræti 20:91 m2 íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Tilbúin undir tréverk. T úngata 12: Ca. 50 m2 íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Aðalstræti 8: Ca. 58 m2 séríbúð í suðurenda. Nýuppgerð. Skipti komatil greina. Sundstræti 29: Ca. 59 m2 íbúð á efri hæð i fjölbýlishúsi. Túngata 18: Ibúðá 1. hæð í fjölbýlis- húsi. Engjavegur 33: íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Mjógata 5: Ca. 62 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi ásamt kjallara. Mánagata 2:60 m2 íbúð í norðurenda. Engjavegur17:62 m2séríbúðáneðri hæð. Sundstræti 29: 55 m2 íbúð á neðri hæð i fjórbýlishúsi. Ýmislegt Veiðarfæraskemma á Sundahöfn: Hálftbilaðsunnanverðu. Fjarðarstræti 22: 100 m2 lager- og iðnaðarhúsnæði. Aðalstræti 35: 308 m2 iðnaðarhús- næði á neðri hæð. Atvinnuhúsnæði í hjarta bæjarins. Túngata 13, Súðavík: 100 m2einbýl- ishús á einni hæð ásamt bílskúr. Stigahlíð 2, Bolungarvík: 3ja her- bergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Sólgata 9 : (I.O.G.T.-húsið) tilboð óskast. Eign Bæjarsjóðs ísafjarðar: Félagsheimilið í Hnífsdal: 818 m2 á tveimur hæðum ásamt kjallara. Lesendur: Um sunnlenskt latmæli Pétur Bjarnason skrifar EGAR ég las blaðið ykkar um daginn, rakst ég á sunnlenska latmælið fiskerí. Hvaðan er e-ið kom- ið? Ég hefi alltaf heyrt sagt fiskirí hér fyrir vestan með greinilegu i-hljóði. A stríðsárunum var ég um tíma á togaranum Viðey frá Reykjavík með Kristjáni heitnum Kristjánssyni frá Bolungarvík. Þar um borð var einnig bróðir hans Guð- jón Kristjánsson, sem ólst upp á ísafirði hjá tveimur Fríðum og var alltaf kallaður Guji Fríðanna. Hann var svo einlægur vestfirðingur í hjarta sínu, hann Guji, að hann fullyrti í fúlustu alvöru að steinbítur- inn væri fegurstur fiska. Enda kölluðu sunnlending- arnir steinbítinn vestfirðing. Það gerir munnsvipurinn sögðu þeir. Það eru svo króknaðar á þeim kjaftólarnar að það leka út úr þeim latmælin sagði Guji. Þá heyrði ég fyrst e-hljóðið í orðinu. Þegar nýr maður kom í skiprúm á Viðey átti Guji það til að taka menn í próf. Þá rétti hann manni netanál og sneri oddinum fram. Tæki maður rétt við nálinni, þannig að hún snéri rétt til bætningar, þá brosti Guji og spurði hvar maður væri fæddur. Væri maður svo heppinn að vera fæddur fyrir norðan Látrabjarg breikkaði, Guji brosið enn og ef maður kunni þar ofan á húsganginn um hann svanga Manga, þá átti maður vináttu Guja til langframa. Ef maður hins vegar tók vitlaust við nálinni, þá signdi Guji sig og tautaði Guðsorð út fyrir Gróttu að minnsta kosti og skildi ekkert í bróð- ur sínum að vera að fylla skipið af suðurnesjalýð. Eftir að vera fæddur í Hnífsdal og alinn upp á ísa- firði og aldrei átt annarsstað- ar lögheimili, og hafa unnið með föður mínum frá 10 ára aldri að viðgerð og uppsetn- ingu fiskveiðarfæra og síðan stundað fiskveiðar í 30 ár frá 1934-1964 og síðan unnið við fiskveiðieftirlit til starfsloka og sé nú fram á 70 ára kant- inn, þá minnist ég þess ekki að hafa mætt þessu orði áður fyrir norðan Látrabjarg, og spyr því eins og Guji: Hvað eruð þið að flækjast með sunnlenskt latmæli í ritað mál hér vestur á fjörð- um? Með kveðju Pétur Bjarnason, Silfurgötu 2 ísafirði Frá BB: Fiskin skal það Blaðamaður bb kann Pétri bestu þakkir fyrir skemmtilegt tilskrif og þarfa ábendingu. Ég er reyndar fæddur og uppalinn Vestfirðingur og hef kunnað „svanga Manga“ utan bókar frá barnæsku en mín eina afsökun fyrir þess- um mistökum er sú að ég bjó í Reykjavík og starfaði við yera hlið latmæltra Sunnlendinga í rúm þrjú ár. Það hefur greinilega haft áhrif á málfarið til hins verra og hér eftir verða hafðar sér- stakar gætur á því að sunn- lensk latmæli þvælist ekki oftar inn í hið alvestfirska blað, BB. Með kveðju blaðamaðurinn SMÁAUGLÝSINGAR Óska eftir íbúð Óska eftir íbúð á leigu, 3-4ra herb. Öruggar greiðslur. Upplýsingar í 0 93 -12867. Flateyringar- Önfirðingar Munið eftir dósa- og flösku- söfnuninni. Gíslitekurámóti þeim. Kiwaniklúbburinn Þorfinnur Til sölu bátur Til sölu er Færeyingur, 2.2 tonn, í góðu ástandi. Upplýsingar í 0 3317. Fyrir börn Til sölu er Emmaljunga barnavagn og smábarnabíl- stóll (0-9 mánaða). Upplýsingar í 0'3845. Ánamaðkar Til sölu ánamaðkar. Upplýsingarí0 3218. Reiðhjól Óska eftir ónýtu kvenmanns- reiðhjóli. Helst gefins eða á lágu verði. Upplýsingar í 0 4178. Páfagaukur Gulur og grænn páfagaukur fæst gefins. Búr fylgir. Upplýsingar í 0 3002. íbúð óskast 2ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir 1. september. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í 0 8291. Dagmömmur Dagmamma óskast á Eyrinni allan daginn frá september, fyrir 2 1/2 árs stelpu. Upplýsingar í 0 4568 hs, 4560 og4570 vs. Vilborg. Til leigu Til leigu húsnæði í Bolungar- vík. og á sama stað er til sölu Citroen. Upplýsingar í 0 7457 eftir kl 19. Barnavagn Til sölu BRIO barnavagn (notaður af einu barni). Einnig BRIO barnakerra. Upplýsingar í 0 3610. María Daihatsu Charade Til sölu er Daihatsu Charade “81 með ónýtri vél. Nýr kúpl- ingsdiskur, kúplingspressa og alternator. Agætis „boddý“, góð vetrardekk og ágæt vetrardekk. Upplýsing- ar gefur Guðrún í 0 7754. Til sölu Til sölu Zenith PC með 2 diskettudrifum, 512 K og lita- skerm. Upplýsingar í 0 94- 4664 og 91 - 641511 ákvöldin. Tjaldvagn Óska eftir tjaldvagni á leigu um helgina. Upplýsingar í 0 7568.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.