Bæjarins besta - 10.08.1989, Qupperneq 12
A.E.G. síðsumarstilboð.
Brauðrist kr. 2098
Þeytivinda kr. 13900
Kæliskápar kr. 38900
mn
straumur hf
Silfurgötu 5 S 3321
Ráðherrafundurinn:
Utanríkisráðherrar Norðnrlanda
Ma á ísafirði í næstu viku
Ráðherrarnir fara í skoðunarferðir og á skak á milli funda
RÁÐHERRAR utanrík-
ismála Noregs, Dan-
merkur, Islands, Svíjijóðar
og Finnlands funda á Isafirði
í næstu viku í Stjórnsýslu-
húsinu. Fundurinn hefst á
mánudag og heldur áfram
þriðjudag og miðvikudag.
Ráðherrarnir og samstarfs-
fólk þeirra gista á Hótel Isa-
firði og á heimavist Mennta-
skólans, alls 55 manns.
Einnig er von á hópi fjöl-
miðlafólks vestur vegna
fundarins. Til stóð að ráð-
herrar þróunarmála kæmu
einnig til fundarins en hætt
hefur verið við það.
Á þessum fundi, sem er
hefðbundinn haustfundur
ráðherranna, verða rædd
þau mál sem tekin verða fyr-
ir á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna síðar á árinu.
Veisla verður haldin fyrir
hópinn og fleiri gesti í boði
bæjarstjórnar ísafjarðar á
Hótel Isafirði á mánudags-
kvöld og er búist við um 80
manns í mat. Meðal þess
sem boðið verður upp á
verða blandaðir sjávarréttir
með kryddsósu, lambabuff-
steik, regnbogaís, konfekt
og ýmsar tilheyrandi guða-
veigar.
Á hádegi á þriðjudag gera
ráðherrarnir hlé á fundi til
þess að heimsækja Bolvík-
inga, fara í skoðunarferð og
sitja veislu í boði bæjar-
stjórnarinnar þar. Um
kvöldið býður Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra síðan til veislu á Hótel
ísafirði.
Að morgni miðvikudags
fara ráðherrarnir síðan á fæt-
ur í bítið til þess að fara á
skak frá ísafirði. Hvort þeim
tekst að veiða sér í hádegis-
matinn skal ósagt látið en
eftir veiðiferðina verður
fundinum framhaldið og síð-
an slitið og að því loknu fer
allur hópurinn með Fagra-
nesinu í heimsókn út í Vigur.
Flópurinn heldur síðan
heimleiðis á miðvikudags-
kvöld.
Héraðsskólinn í Reykjanesi:
Skólastjórinn
braut rúðu
- til að komast inn í eldhúsið eftir að hótelstjórinn skipti nm lás
Lögreglan:
Stótar við stýrið
Lögreglan fer að sekta vegna brota á iögum
um belta- og Ijósanotkun á næstunni
ÞRÍR ökumenn voru
teknir af lögreglunni
grunaðir um ölvun við akstur
um helgina. Einn var tekinn
á Flateyri og tveir á ísafirði.
Þá voru tveir menn um tví-
tugt teknir ofurölvi um helg-
ina við þá iðju að sparka nið-
ur og skemma ruslakassa í
bænum. Þeim var stungið í
fangageymslur yfir nóttina.
Lögreglan lét vel af öku-
mönnum um verslunar-
mannahelgina og sagði
belta-og ljósanotkun nánast
99,9%. Einn próflaus öku-
maður var stöðvaður. Rad-
armælingar komu vel út um i
helgina og fáir brutu reglur |
um hámarkshraða.
Á næstunni mega menn I
búast við átaki hjá lögregl-
unni hvað varðar sektir
vegna rangstöðu bifreiða og
ef menn ekki nota ljós og
belti. Sekt fyrir að nota ekki |
belti eða ljós er 1000 krónur.
Lögreglan er nú útbúin sekt-1
arbókum og getur því skilið
sektarmiða eftir á bílum ef
þeim er lagt þar sem það er |
bannað.
Reykjanes: Enn eigast við skólastjóri Héraðsskólans og
fyrrum bryti hans sem nú er hótelstjóri sumarhótelsins.
Þ,Að voru brögð að því
að menn fóru inn í
éíáhúsið að nóttu til og opn-
uðu með lyklum sem skóla-
stjórínn hafði dreift þannig
að ég skipti einfaldlega um
lás. Menn geta komið hér
inn frá því kl. 7 á morgnana
og til miðnættis og ég sá ekki
að menn ættu erindi hér inn
á öðrum tímum“ sagði Heið-
ar Guðbrandsson hótelstjóri
og fyrrum bryti í Reykjanesi
í samtali við BB í vikunni.
Vegna þessarar ákvörðunar
Heiðars tók skólastjóri Hér-
aðsskólans það til bragðs í
síðustu viku að brjóta rúðu í
hurð til að komast inn í eld-
húsið. Heiðar segir að skóla-
stjórinn hafi þó lykla að
framdyrunum og geti alltaf
komist þá leiðina að eldhús-
inu.
Heiðar lýsir atburðinum
þannig: „Skólastjórinn kom
hér að bakdyrum eldhússins
og þegar hann komst að því
að lyklar hans pössuðu ekki
lengur þá hafði hann ekki
fyrir því að banka heldur tók
upp kílósþungan stein og lét
vaða í gegnum rúðuna af
færi. Steinninn endasentist
eftir ganginum, í kælishurð
og inn í kjötvinnsluna. Síðan
opnaði hann innan frá, kom
inn og fór strax aftur. Ég
hringdi á lögregluna og
hreppstjórinn kom á staðinn
og kannaði vettvang.
Ég tel mig vera í fullum
rétti að skipta um lás því að
skólastjórinn hafði afhent
hinum og þessum lykla að
eldhúsinu, m.a. starfsmönn-
um laxeldisstöðvanna, fólki
sem átti ekki erindi hér inn“
sagði Heiðar.
BB náði ekki tali af
skólastjóra héraðsskólans í
Reykjanesi vegna þessa
máls, en hann er staddur í
Reykjavík þessa dagana.