Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 2
Hvernig hefur sumarið verið hjá ykkur? Þetta er auðvitað búið að vera mjög sérstakt sumar. Það var eiginlega ekkert að gera framan af, svona í maí og framan af júní. Þegar kom inn í júlí fór að vera meiri traffík og auðvitað meira af Íslendingum á ferðinni og dálítill kraftur í þessu. Menn hafa verið saman í því að gera þetta að skemmtilegu Íslendingasumri; lækkuðu verðin og reyndu að halda niðri kostnaði til að taka vel á móti Íslendingunum. Svo núna þegar líður inn í ágúst kemur þessi seinni bylgja. Þú finnur áhrif af fleiri smitum og hertu samkomubanni strax? Já, um leið og þetta kom upp aftur fann maður að það fór að verða samdráttur í bókunum og fólk fór að verða smeykara við að hreyfa sig. Hvernig hefur hlutfall íslenskra og erlendra ferðamanna verið? Í júlí hefur það bara verið bland sem er óvanalegt fyrir þetta svæði. Það einkennir Mývatnssveitarsvæðið að það eru yfir 90% seldra gistnátta seldar til útlend- inga. Bandaríkjamenn og fólk sem kemur í gegnum Bandaríkin er mjög hátt hlutfall hjá okkur. Nú er enginn að koma þá leiðina. Er einhver munur á íslenskum og erlendum ferðamönnum? Útlendingarnir eru kannski meira komnir til að skoða sem mest og eru þar af leiðandi meira úti að tikka í boxin. Íslendingarnir eru kannski meira að slaka á í sumarfríinu. En að öðru leyti er fólk að leita eftir því sama. Hvernig lítur haustið og veturinn út? Það verður náttúrulega miklu miklu rólegra en hefur verið, ég held að það liggi fyrir. Sumarleyfin eru að klárast hjá okkur og eftir verslunarmanna- helgi er einhvern veginn komið haust bara. Við höf- um verið að fá marga erlenda ferðamenn sem hafa dekkað september og október og maður sér á flug- framboðinu og því sem er að gerast að það verður mjög lítið í ár. HELGI HÉÐINSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 t í næsta óteki Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun. Úðann má nota með farða og augnlinsum. Fæs Ap Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Við fengum þá Ólympíuleika eftir allt saman á þessu undarlega ári; all-tént að því marki að uppáhalds-„keppandi“ okkar flestra á mörgumundanförnum leikum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, var dreginn á flot í sérstökum upprifjunarþáttum í Ríkissjónvarpinu, kvöld eftir kvöld. Er það gríðarlega vel. Eins og við þekkjum þá hefur Sigurbjörn svitnað meira við sjónvarpslýs- ingar á Ólympíuleikum en allir keppendur okkar til samans, rétt eins og Jón Arnar Magnússon staðfesti í einum þættinum þegar hann var spurður hvort ekki væri erfitt að keppa í tugþraut. Svarið var eitthvað á þá leið að það væri hreinn barnaleikur samanborið við það sem Sigurbjörn legði á sig í þularklefanum. Einnig kom fram að Sigurbjörn hefði verið svo örmagna eftir að hafa lýst keppni í stangar- stökki kvenna á leikunum 2004 að hann hreinlega sofnaði í klefanum að lýsingu lokinni. Vakti það mikla kát- ínu meðal erlendra kollega hans og breska ríkissjónvarpið ræsti Sigur- björn og dreif kappann svefndrukk- inn í viðtal. Sigurbjörn hefur að vonum farið mikinn í þáttunum og margt fróðlegt komið fram, til dæmis að Örn Clausen tugþrautarkappi hafi misst af leik- unum í Helsinki 1952 vegna þess að hann tognaði fljótlega eftir komuna á staðinn þegar hann ætlaði að lyfta töskunni sinni upp í rúm. Þetta hafði ég aldrei heyrt og lagðist í frekari rannsóknir. Og, jú, jú, Örn staðfesti þetta sjálfur í samtali við Atla Steinarsson í Morgunblaðinu 22. júlí 1952. Hann hreinlega sleit vöðva við gjörninginn. „Ég skil ekki sjálfur hvernig þetta at- vikaðist,“ sagði Örn. „Ég var kominn í íbúð okkar í Olympíubænum á sunnu- dagskvöldið. Töskur mínar lágu á gólfinu, en ég var að koma mér fyrir. Einni töskunni hugðist ég lyfta upp í rúmið, þreif til hennar harkalega – og þetta þoldi handleggurinn ekki. Ég var viðþolslaus af kvölum fyrstu tvo dagana og fyrri daginn gat ég ekki farið úr fötunum á eigin spýtur.“ Hugsið ykkur seinheppnina! Að æfa eins og skepna í fjögur ár og forfallast svo með þessum hætti. Sannarlega einhver óvenjulegustu íþróttameiðsli sem maður hefur heyrt um. En þegar hugsað er út í það þá hefur taska Arnar auðvitað verið þung, með kúluna, kringluna og jafnvel spjótið innanborðs. Það var líka gaman að sjá gamla sportlýsendur aftur á skjánum í þátt- unum, svo sem Ingólf „kossvör“ Hannesson, Samúel Örn Erlingsson, Adolf Inga Erlingsson og Arnar Björnsson, en fram kom að sá síðastnefndi er enn svo lúinn eftir leikana 1988 að hann hefur ekki treyst sér til að fara aftur. Tognaði við að lyfta tösku upp í rúm Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Ég var viðþolslaus afkvölum fyrstu tvodagana og fyrri daginngat ég ekki farið úr föt- unum á eigin spýtur. Lára Didriksen Hlusta á tónlist. SPURNING DAGSINS Hvað gerir þú til að slaka á eftir erfiðan dag? Telma Rut Gunnarsdóttir Chilla, horfi á þætti og eitthvað. Hreiðar Hreiðarsson Er slakur heima bara. Reynir Bergmann Fer í Playstation. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Helgi er framkvæmdastjóri Dimmuborgir Guesthouse sem leigir út gistingu til ferða- manna við Mývatn. Íslendingasumar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.