Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 É g ákvað að keyra á þetta í lok síð- ustu viku eftir að hafa tekið tvær vikur, tvær og hálfa, alveg í frí,“ segir Martin Hermannsson, lands- liðsmaður í körfubolta, er við hitt- umst í lok júlímánaðar. „Ég byrjaði að æfa síð- asta mánudag og hef ekki getað gengið síðan,“ segir hann kíminn. Hann segir þetta sumar vera nokkuð frá- brugðið því sem hann á að venjast. „Þetta er fyrsta sumarið síðan 2009 hjá mér þar sem það er ekkert landsliðsverkefni í gangi,“ segir Martin en hann hefur verið með yngri eða A-landsliðum á þessum árum. Hann hefur fest sig í sessi sem besti körfuboltamaður þjóð- arinnar, verið valinn körfuboltamaður ársins af KKÍ síðustu fjögur árin og varð annar í kjöri á íþróttamanni ársins í fyrra. Eftir að tímabilinu var frestað í þýsku úr- valsdeildinni vegna kórónuveirunnar í mars kom Martin heim til Íslands. „Þá vissi enginn neitt, það vissi enginn hvort tímabilið yrði klárað, en Þjóðverjarnir voru bjartsýnir á að ég þyrfti að koma aftur.“ Hann þurfti að fara í sóttkví í tvær vikur hér heima og gat lítið æft á meðan. Ákveðið var svo að klára deildina í Þýskalandi. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég var látinn vita að ég þyrfti að koma út og tveimur dögum seinna var ég kominn til Berlínar. Menn voru stressaðir yfir því að það yrði mikið um meiðsli, margir búnir að þyngjast, og allir dottnir úr leikformi, þannig.“ Lið Martins, Alba Berlin, varð meistari fyrir tómu húsi í júní og vann þar með tvöfalt í ár en liðið varð bikarmeistari í febrúar. Liðið vann alla sína leiki í úrslitakeppninni, sem sett var af stað þegar byrjað var að spila aftur í byrjun júní. „Við náðum að gera mikið á stuttum tíma og púsla okkur saman.“ Var skrítið að fagna fyrir tómu húsi? „Ég sagði áður en ég fór út að það myndi enginn bera virðingu fyrir þessum titli en eftir að við unnum var þetta geggjað. Þegar maður er að spila finnur maður ekki fyrir þessu. Þeg- ar það eru kannski fimmtán þúsund manns í höllinni „sónar“ maður samt einhvern veginn út og finnur ekki fyrir þeim. Það var þannig séð ekki skrítið á meðan maður var inni á vellinum en eftir á, þegar við fögnuðum titlinum sjálfum, var þetta frekar furðulegt allt saman.“ Liðinu gafst færi á að fagna titlinum í lestar- ferðinni heim til Berlínar frá München, þar sem úrslitakeppnin fór fram. „Ég bið bara fólkið afsökunar sem þurfti að vera með okkur í þeim vagni,“ segir Martin og hlær. Fær dugnaðinn fá mömmu Faðir Martins, Hermann Hauksson, var einnig landsliðsmaður í körfubolta, lék með KR, eins og Martin hér heima, og Njarðvík, auk þess sem hann kom stuttlega við í atvinnumennsku í Belgíu. Þegar Martin var valinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar 2014, aðeins 19 ára, urðu þeir fyrstu feðgarnir til að vera báðir valdir bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar. Fyrst um sinn var þó hugurinn við fótbolt- ann. „Ég byrjaði fyrr í körfubolta út af pabba en fannst alltaf skemmtilegra í fótbolta,“ segir Martin, sem var mjög efnilegur knattspyrnu- maður, valinn í úrtök yngri landsliða og orð- aður við að fara til reynslu til West Ham sem dæmi. „Ég var orðinn frekar heitur fyrir fót- boltanum og ætlaði að fara þá leið. 13, 14, 15 ára gamall var ég staðráðinn í því.“ Martin gekk einnig vel í körfuboltanum og ákvað á endanum að velja hann fram yfir fót- boltann, 16 ára gamall. „Ég sé ekki eftir því en maður veltir því alveg fyrir sér hvað hefði orð- ið ef maður hefði valið fótboltann og eytt jafn miklum tíma í hann og körfuna. Maður var stór á fótboltavellinum en lítill inni á körfu- boltavellinum. Maður hefði endað bara í haf- sent eða eitthvað,“ segir Martin, sem lék mest á miðjunni á sínum fótboltaferli. Martin segir föður sinn hafa verið mikla fyrirmynd. „Mig langaði alltaf að bæta það sem hann gerði.“ Hermann þurfti að leggja skóna snemma á hilluna vegna meiðsla og Martin þurfti því að reiða sig á gamlar upp- tökur af pabba. „Þegar maður sá þær var mað- ur náttúrlega með stjörnur í augunum.“ Martin leit mikið upp til Jóns Arnórs Stef- ánssonar, eins besta körfuknattleiksmanns í Íslandssögunni ef ekki þess besta. „Svo auðvit- að mamma líka. Hún er langhlaupari, á einn besta tíma í maraþoni kvenna á Íslandi. Ég fæ eljuna og dugnaðinn frá henni. Pabbi er dug- legur en finnst gott að slaka á í sófanum á með- an mamma er með bilaðan metnað og á erfitt með að sitja kyrr.“ Fannst ég betri en þessir gæjar Martin var alltaf efnilegur körfuboltamaður, byrjaði snemma að æfa með meistaraflokki og var valinn í yngri landslið Íslands. Hann var þó ekki einn sá besti, fyrst um sinn. „Þegar hjólin byrjuðu að snúast gerðist þetta hratt. Ég var seinþroska, frekar grannur, lítill og aldrei sér- staklega fljótur, hoppaði ekki hátt eða var sterkur. Ég hef allan minn feril þurft að finna leiðir til að skora og laga leikinn að mínum lík- ama.“ Árið 2010 varð landslið 16 ára og yngri Norðurlandameistari og var Martin valinn bestur á mótinu. „Árið áður var ég í 15 ára landsliðinu og var ekki einu sinni í byrjunarlið- inu. Ég tók það svolítið inn á mig. Mætti að æfa fyrir skóla, æfði eftir æfingar, tók 60 arm- beygjur hvert einasta kvöld. Þetta hljómar ekki mikið en þegar maður gerir þetta á hverj- um degi skilar þetta sér. Ég fann þvílíkan mun.“ Ólíkt mörgum öðrum drakk Martin ekki áfengi í menntaskóla og er það til marks um metnað og einbeittan vilja hans til að ná langt í Morgunblaðið/Árni Sæberg „Maður er það klikkaður“ Martin Hermannsson er aðeins 25 ára en nokkuð er síðan hann festi sig í sessi sem besti körfuknattleiksmaður okkar Íslendinga. Hann varð Þýskalandsmeistari með Alba frá Berlín í júní og lék með þeim í EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni, í vetur. Hann gengur í ágúst til liðs við Valencia, sem leikur í EuroLeague og spænsku deildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Þetta gerðist allt svo hratt aðég áttaði mig kannski ekki áþví sem var að gerast. Fyrir mérvar þetta mjög eðlilegt að þetta væri að gerast á þessum aldri. Sem er auðvitað galið þegar maður hugsar út í það núna. „Ég myndi ekki breyta neinu og væri til í að gera þetta þar til ég væri áttræður,“ segir Martin um körfuboltaferilinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.