Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 13
9.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 ég kominn með öryggi peningalega. Í Berlín var endalaus gestagangur og maður alltaf með einhvern hjá sér, sem var mjög skemmtilegt. Eina sem maður getur kvartað yfir er að geta ekki planað einhverja helgi í frí. Maður veit ekki hvenær næsti frídagur verður. Á sama tíma er ég á æfingu 10 til 14 og svo á maður all- an daginn eftir. Dagurinn er opinn, allavega þegar maður spilar heimaleiki og er ekki að ferðast,“ segir hann. „Stundum er maður burtu frá fjölskyldunni kannski eina og hálfa viku. Það eru kostir og gallar við þetta eins og allt og ég vil vera að gera þetta frekar en allt annað í lífinu.“ Martin sér því ekki eftir því sem hann hefur lagt á sig. „Ég myndi ekki breyta neinu og væri til í að gera þetta þar til ég væri áttræður, þannig séð. Því miður verða þetta bara ákveðið mörg ár. Maður þarf líka stundum að stoppa og vera ánægður með það sem maður hefur gert. Líka að njóta, fá að búa í öðru landi, vera í annarri menningu. Maður veit ekkert hvenær þetta verður búið,“ segir Martin en hann stefnir á að spila í atvinnumennsku næstu 10 árin, til 35 ára aldurs. Stendurðu mjög vel launalega? „Já, þetta er miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Ég held að samningurinn sem ég var að gera núna sé sá stærsti sem nokkur Ís- lendingur hefur gert í körfubolta. Eftir þessi þrjú ár [sem samningurinn gildir] gæti ég þess vegna hætt að spila og komið heim. Ef ég spila peningunum rétt myndi ég líklegast ekki þurfa að vinna aftur. Við Anna María [Bjarnadóttir, unnusta Martins] erum búin að kaupa okkur íbúð hér heima sem við eigum skuldlaust. Ég held að það sé markmið margra í lífinu og það er mjög gott að vera búinn að því. Eins lítið og ég hef gaman af því að tala um peninga þá er gaman að segja frá því að maður getur haft það mjög gott sem körfuboltamaður, ef þú kemst á þetta stig. Það halda margir að það sé bara fótbolt- inn þar sem hægt er að fá mikla peninga.“ Fer í eitt besta lið Evrópu Samingurinn sem Martin nefnir er við Val- encia, eitt besta lið Evrópu. Liðið leikur í spænsku úrvalsdeildinni, þeirri bestu í Evr- ópu, og EuroLeague. Enn eitt skrefið upp á við hjá Martin sem mætir til æfinga í ágúst. Hann býst við að fá stórt hlutverk hjá liðinu, strax í vetur. „Ég er fenginn til að vera einn af aðalmönnunum þarna. Eftir að hafa talað við þjálfarann langaði mig mest þangað. Þeir eru svona topp-átta-lið í Evrópu þessa stundina. Þeir eru vel staddir fjárhagslega og eigandinn að leika sér að byggja upp lið.“ Derek Williams gengur einnig til liðs við Valencia í haust. Hann var valinn annar í ný- liðavali NBA-deildarinnar 2011 og lék í deild- inni í sjö ár. „Það er svolítið súrrealískt. Ég spilaði á móti honum í Þýskalandi og þekki til hans. En svo eru þarna líka spænskir lands- liðsmenn, serbneskir landsliðsmenn og leik- menn sem eru mjög hátt skrifaðir í Evrópu sem Íslendingar kannast kannski ekki við. Lið- ið er virkilega spennandi.“ Liðið ætlar sér að berjast um titla, bæði heima fyrir og í Evrópu. „Ég þekki mig ekki í öðrum aðstæðum, alinn upp í KR og verið í Alba síðustu tvö ár þar sem ekkert annað en titlar koma til greina. Ég vil líka vera í þannig umhverfi og líður best þannig.“ Stærsta markmið Martins er að komast í eitt af þremur bestu liðum Evrópu. Hann dreymir þó auðvitað um NBA líka, eins og alla körfu- knattleiksmenn. „Ef kallið kæmi einhvern tím- ann væri mjög asnalegt að sitja hér og segja: „Nei, ég ætla bara að vera í Evrópu.“ Ég myndi stökkva á það alveg klárlega og færi líklega með fyrsta flugi. Bara til að hafa sagst hafa gert það og upplifað þennan lífsstíl. En ef það gerist ekki mun það samt ekki í sitja í mér.“ Vill geta talað reiprennandi spænsku Martin finnst gaman að kíkja út á golfvöll, bæði hér heima og þegar hann var í Þýska- landi. „Ég tók alltaf settið með mér út. Við vor- um þrír fjórir í liðinu sem spiluðum reglulega. Mér finnst þetta ógeðslega gaman og ég er bú- inn að segja við konuna að ég verði ekkert meira heima eftir ferilinn, ég verði bara í þessu,“ segir Martin og hlær. „Það er svo gaman að koma heim á sumrin og vera ekki búinn að spila mikið og sjá svo framfarirnar. Það er samt erfitt að finna tíma því maður er með lítinn strák heima og er bara á Íslandi einn mánuð á ári og þarf að hitta alla. Þetta er frekar tímafrekt.“ Martin segist vera með um 12 í forgjöf (sem er nokkuð gott fyrir áhugamann) þegar hann er í æfingu. „Það er samt sama með hausinn á mér í þessu og körfunni; mér finnst ég eiga að vera betri, í kringum svona sjö eða átta.“ Hann myndi vilja eyða meiri tíma í bæði æf- ingar og úti á velli. „Þegar tími gefst mun ég fara í kennslu og taka allan pakkann á þetta,“ segir Martin. „Mig langar að vera „all-in“ í þessu þegar tími gefst. Þess vegna valdi ég líka Valencia, nóg af flottum völlum þar,“ bæt- ir hann við sposkur. Martin segist munu reyna að fá Önnu Maríu, unnustu sína, með sér í golfið. Þau byrjuðu saman árið 2012 og hefur hún því fylgt Martin í gegnum háskóla- og atvinnumannsferilinn. Þá eiga þau tveggja ára dreng saman. „Hún hefur verið minn klettur. Kannski ver- ið sú sem á mestan þátt í þessu. Komið mér reglulega niður á jörðina. Ef ég á góðan leik þá kem ég heim og hún segir mér hvað ég hefði getað gert betur. Nokkuð sem ég þarf að hafa. Ef ég spila illa kemur hún mér upp líka. Hún hefur alltaf verið með mér úti og veitt mér vin- skap. Sérstaklega úti í Frakklandi þegar það var bara einn leikur í viku og maður fékk kannski helgarfrí. Þá vorum við dugleg að fara og gera eitthvað. Algjörlega lyft andanum upp á annað stig og spilað stóran þátt í þessu öllu.“ Þrátt fyrir veruna úti hefur Martin ekki náð að læra tungumálið að fullu, hvorki í Frakk- landi né Þýskalandi. „Það er bara töluð enska í liðinu. Ég get bjargað mér, farið á veitinga- staði og talað um veðrið en ég er ekki að fara í pólitískar samræður. Þýskan var orðin ágæt og mér fannst aðeins auðveldara að læra hana en frönskuna.“ Hann vonast til að úr þessu rætist nú, í spænskumælandi landi, þar sem hann lærði jú spænsku í Verzlunarskólanum. „Nú fara hlut- irnir að gerast! Ég ætlaði alltaf til Spánar að spila. Smá biti að hafa spilað í Frakklandi og Þýskalandi en það allavega kom að því að ég fengi að láta reyna á spænskuna. Planið er að geta talað reiprennandi spænsku. Það er draumurinn.“ „Mér fannst bara mjög þægilegt að vera á bíl og kunni bara að skemmta mér án áfengis. Ég sá því ekki tilganginn í að fara að drekka strax. Þegar ég vaknaði ferskur á laugardags- eða sunnudags- morgnum til að fara á æfingu vildu vinir mínir margir kúra aðeins lengur,“ segir Martin sem byrjaði ekki að drekka fyrr en 23 ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Ég held að samningurinnsem ég var að gera núna sésá stærsti sem nokkur Íslend-ingur hefur gert í körfubolta. Eft- ir þessi þrjú ár gæti ég þess vegna hætt að spila og komið heim.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.