Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 S egja má að heimurinn hafi aldrei brugðist jafn harkalega við veirupest og hann gerði núna. Og um leið má halda því fram að þeir sem helst réðu ákvörðunum hafi ekki endilega vitað til fulls hvað þeim bar að gera. Það hljómar ekki vel en í því felst þó ekki endilega áfell- isdómur, þótt hann kunni að eiga sums staðar við. Sumt þekkjum við sjálf Stundum þegar mest liggur við verða kostirnir fáir. Og jafnvel sá helstur að nú verði að leika af fingrum fram, þótt æskilegast hefði verið að horfa á vel út- settar nótur. Við þekkjum þetta flest úr daglega líf- inu, þegar mismikið er undir og ætíð hreinir smá- munir hjá heimsveiru í ham. Og í okkar litla vanda væri auðvitað fengur að því að geta fylgt öruggri forskrift fróðustu manna, eða fengið útfærðan leiðarvísi í hönd. En svo heppin er- um við sjaldnast í okkar daglegu átökum við margt smátt. Við höfum flest reynt það á okkur sjálfum að hafa eins og ósjálfrátt brugðist við óboðnum háska og þau viðbrögð hafa bjargað okkur eða komið í veg fyrir að færi verr. Um þetta eigum við urmul dæma úr dag- legu lífi, t.d. úr umferðinni. Og þegar við höfum nauman tíma eða næstum engan höfum við ekki allt- af hitt á bestu leiðina. Það er þá sem eftiráspekingar njóta sín til fulls. Miðað við fyrirferð veirufársins og hversu hratt og óvænt það barst um heiminn allan má líta svo á að „viðbragðsaðilar“ hafi haft svipað tóm til aðgerða og einstaklingar í ófyrirséðu umferðarslysi. Og þeir hafa ekki í öllum tilvikum ratað rétt í hverju og einu en mesta furða hversu vel baráttan hefur þó tekist víða. Það vantaði þó ekkert upp á að leitin að sökudólg- um hæfist á fyrsta degi. Hvað verst hefur þetta verið í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðlaherinn, sem er nánast allar á annarri hliðinni, hefur lagt allt út á versta veg, svo vekur undrun þeirra sem fylgjast með. Þó skiptir öllu hver á í hlut. Jafnvel spírur með allt niðrum sig eru varðar lengur en stætt er. Sagt hefur verið að í stríði falli sannleikurinn fyrst- ur. Í þessu stríði um veiruna hafa virðulegir fjöl- miðlar veitt sjálfum sér svöðusár, sem kannski munu gróa, en örin verða lengi sýnileg lýðnum til viðvör- unar. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur Sagan er nýliðin og enn lifandi í núinu hvað þetta mál varðar. Það ætti þó ekki að vera óumdeilt að á fyrstu vikum ársins vissi umheimurinn utan Kína ekki hvers var von og heldur ekki hitt að eftir örfáar vikur til viðbótar yrði í mörgum efnum orðið andstreymt eða jafnvel of seint að bregðast við svo að dygði. Margt bendir til að forysta WHO, öryggisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, í þessum efnum hafi sýnt ótilhlýðilega og ófyrirgefanlega þjónkun á þessum örlagaríku vikum. Það er erfitt að hugsa sér stórkarlalegri ákvörðun en þá að skella heiminum nánast fyrirvaralaust í lás og hafa þá enga eða litla hugmynd um afleiðingar þess. Afsökun þessa slaka grundvallar fyrir svo stórri ákvörðun var sú óljósa áhætta, en þó örugg- lega mikil, sem sneri í upphafi að heilsu og lífi jarð- arbúa. Það þykir fínt að segja að vísindamenn verði auð- vitað og óhjákvæmilega að vera í fararbroddi slíkra viðbragða. Í ljósi þess hvernig frasar af slíku tagi hafa heltekið umræðu síðustu ára, eins og í trúboð- inu um hlýnun jarðar, er auðvitað erfitt að halda höfði. Í því síðastnefnda hefur því verið komið svo fyrir að þeir sem efast um algildan sannleik kenning- anna missa tilkall til að kallast vísindamenn og fá ekki lengur að viðra sjónarmið sín og eru ekki taldir með við fullyrðingar um að einungis eitt hljóð komi úr öllum börkum visindanna! Tólf ára stúlka var þó talin hafa meira vísindalegt vægi en sá mikli fjöldi vísindamanna sem leyfði sér að efast og færði fyrir því rök! Hingað til hefur það þó verið talin forsenda vís- indalegrar framþróunar að bæði sjónarmið og sannindamerki fái að vegast á. Án þess staðnar sjálf- ur grundvöllurinn og sönnunarfærslan verður lítils virði. Má ekki rugla saman fræðimennsku og ábyrgð Það voru auðvitað vísindamenn, þar með taldir allir hinir færustu á því sviði, sem færðu heiminum kjarn- orkuvopn. En að sjálfsögðu bera þeir enga ábyrgð á því hvernig þau mál þróuðust. Ábyrgðin var og er og hlaut að vera annarra. Þeirra sem höfðu lýðræðislegt umboð. Og þeirra sem höfðu hrifsað sér vald. Sjálfsagt hafa margir þeirra vísindamanna sem að komu vonað að ógnaraflið yrði einungis notað í frið- samlegum tilgangi. Varla mundu þeir teljast mjög raunsæir. Bráðungur vísindasnillingur reyndi svo sannarlega að bjarga ríki Hitlers á síðustu metrum þess. Flaug- arnar sem þrælarnir byggðu undir hans stjórn vöktu ótta og manntjón þegar þær birtust sem óþekkt vopn á himni yfir London og fá varnarvopn til sem gátu átt við hina nýju vá. Stríðsherrarnir í austri og vestri vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Það þótti því mikil lukka þegar Bandaríkin, en ekki Rússar, kló- festu hinn unga von Brown í stríðslok. Hversu oft höfum við ekki horft á gamlar fréttaspólur sem sýna Wernher von Brown í hávegum hafðan af Kennedy Bandaríkjaforseta, sem var yfir sig þakklátur fyrir að Brown náði að stýra kapphlaupinu við Rússa um himingeiminn Bandaríkjunum í hag. Um það söng Tom Lehrer: (1) Gather ’round while I sing you of Wernher von Braun, A man whose allegiance Is ruled by expedience. Call him a Nazi, he won’t even frown, „Ha, Nazi, Schmazi,“ says Wernher von Braun. (2) Don’t say that he’s hypocritical, Say rather that he’s apolitical. „Once the rockets are up, who cares where they come down? That’s not my department,“ says Wernher von Braun. Stjórnvöld og vísindi stóðu sig vel Hvarvetna í heiminum hafa stjórnvöld sett sína fær- ustu vísindamenn í fyrirsvar varðandi baráttuna gegn kórónuveirunni, þótt þeir sem ábyrgðina bera hafi ekki horfið nánast alfarið af sviðinu eins og hér. Það kom raunar á daginn að þeir vissu ekki miklu meira um það en aðrir hvað kynni að vera í vændum og voru fæstir með nein látalæti í því sambandi. Aldrei varð þess vart að vísindafólkið léti eins og það hefði höndlað allan sannleika í veruleika sem um margt var sjálfur að skrifa sögu sína. En það átti að sjálfsögðu auðveldast með að fikra sig áfram í átt til haldbærustu leiða, þar sem grunnurinn, undirstöðu- þekkingin, var fyrir hendi. Það breytti miklu. Stjórnmálamennrnir hafa mikið lært á þessum fáu mánuðum og við leikmennirnir sem stöndum fjær vitum einnig dálítið meira en við vissum í upphafi fársins, þótt við vitum enn næsta lítið. Víða um heim sjást tilburðir til að laska stjórnmálamenn með vísun til meintra mistaka á fyrstu stigum faraldursins eða, hafi þeir setið nægjanlega lengi, fyrir að hafa ekki undirbúið rétt viðbrögð við slíkum faraldri. Fátt er sanngjarnt í slíkum tilburðum. Hvergi höfðu verið uppi kröfur um að heilbrigðisyfirvöld sætu uppi með birgðir og varalið svo bregðast mætti við fári af svo yfirþyrmandi gerð. Innri gerðin skiptir mestu Að þessu leyti vantaði alls staðar upp á, þótt það væri mismikið. Þjóðfélag á borð við okkar er með öfl- ugt heilbrigðiskerfi. Það er forsendan fyrir því að hægt sé að bregðast við. En okkar kerfi, eins og allra annarra, er jafnan rekið með því afli sem að jafnaði Stjórnvísindi er eitt. Stjórn og vísindi er allt annað Reykjavíkurbréf07.08.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.