Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020
LÍFSSTÍLL
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Samba
einingasóf i
horntungusófi / 275x233 cm / kr. 387.800
-- margar stærðir og útfærslur í boði
Flestir íþróttamenn eiga sérmarkmið sem þeir vinna aðdag og nótt. Það getur verið
að komast á Ólympíuleika, vinna
þar til verðlauna, verða heimsmeist-
ari eða í raun hvað sem er.
Íþróttamennirnir sjá fyrir sér að
ná takmarki sínu og halda að þá
muni þeir loksins verða ánægðir;
allt verði gott viti þeir að markmið-
inu er náð. En raunveruleikinn er
oftast ekki eins og við ímyndum
okkur hann.
Tyson Fury varð heimsmeistari í
þungavigt í hnefaleikum árið 2015
þegar hann varð fyrstur til að sigra
Vladimir Klitschko, 27 ára að aldri.
„Ég var búinn að hafa þetta sem
markmið síðan ég var krakki,“
sagði Fury í hlaðvarpsþætti Joe
Rogan seint á árinu 2018.
Í kjölfar sigursins sökk Fury í
djúpt þunglyndi. „Það var eins og
ég hefði ekkert annað við líf mitt að
gera,“ sagði hann. Hann sagði við
sjálfan sig: „Af hverju vaknaði ég í
morgun? Þetta kemur frá manni
sem hafði allt: Peninga, frægð, titla,
konu, börn, allt. Mér leið eins og ég
hefði ekkert. Eins og það væri stór
hola.“
Þessa holu reyndi Fury að fylla
með vímuefnum, partístandi og
kvennafari. Hann segist aldrei hafa
notað eiturlyf fyrr en hann varð 27
ára og varð heimsmeistari. „Mér
var sama um allt. Mig langaði bara
að deyja,“ sagði hann. „Allir gáfust
upp á mér.“
Bara árangurinn
skipti máli
Á dögunum frumsýndi HBO
klukkutímalanga heimildarmynd
sem ber nafnið The Weight of Gold.
Sundkappinn Michael Phelps,
sigursælasti ólympíufari sögunnar,
er einn framleiðenda myndarinnar.
Phelps talar einnig yfir myndina en
hún fjallar um þunglyndi og aðra
andlega kvilla sem ólympíufarar
þurfa að glíma við.
Meðal þeirra sem koma fram í
myndinni eru Shaun White snjó-
brettakappi, Sasha Cohen listskaut-
ari, Lolo Jones spretthlaupari,
Apolo Ohno skautahlaupari og
fleiri. Mörg þeirra hafa unnið til
verðlauna á Ólympíuleikum en vilja
opna umræðuna um andleg veikindi
íþróttamanna.
Phelps gagnrýnir bandaríska Ól-
ympíusambandið fyrir að styðja
ekki nægilega við bakið á íþrótta-
mönnum sínum nema það sé í þeim
tilgangi að þeir nái árangri inni í
íþróttinni. „Í hreinskilni sagt, þegar
ég lít til baka yfir ferilinn minn,
held ég að enginn hafi í raun viljað
hjálpa okkur,“ segir Phelps í mynd-
inni. „Ég held að enginn hafi stokk-
ið til og spurt hvort það væri í lagi
með okkur. Svo lengi sem við vor-
um að standa okkur í íþróttinni,
held ég að ekkert annað hafi skipt
máli.“
„Ég er mannlegur“
Í september 2017 birtist viðtal í
New York Times við Phelps og
Grant Hackett, annan gull-
verðlaunahafa í sundi á Ólympíu-
leikunum. Hackett hafði þá nýverið
brotnað niður vegna vanlíðunar og
vímuefnanotkunar og Phelps og
kona hans, Nicole Johnson, tóku
hann að sér og studdu hann í gegn-
um erfiðleikana.
Ástralinn Hackett var á sínum
tíma dáður líkt og um stórstjörnu í
fótbolta væri að ræða í heimaland-
inu þar sem sundmenn eru í háveg-
um hafðir. „Það er erfitt þegar þú
hefur gert eitthvað sem mörgum
finnst vera ótrúlegt, en sem mann-
eskja ertu það ekki,“ sagði Hackett
í viðtalinu. „Það er eins og þú sért
aðskilinn fjöldanum. Þú ert að
reyna að vaxa sem manneskja og
finna út úr því hver þú ert í mjög
erfiðum aðstæðum. Undir smásjá.“
Phelps ræddi hræðslu margra við
að stíga fram og viðurkenna erfið-
leika sína. „Ég vil geta stigið fram
og sagt, „Já, ég hef gert þessa frá-
bæru hluti í lauginni en ég er líka
mannlegur“,“ sagði Phelps en við-
talið fór fram á veitingastað. „Ég er
að ganga í gegnum sömu erfiðleika
og margir hérna inni.“
Vill ekki fleiri sjálfsmorð
Íþróttamenn eru oft hræddir við að
ræða andlegar áskoranir sínar því
þá gætu þeir virst veikburða og
ekki nægilega sterkir andlega til að
keppa í sinni íþrótt. „Við þurfum að
kenna fólki að andleg heilsa er ekki
veikleiki,“ segir Katie Uhlaender,
annar ólympíufari sem kemur fram
í The Weight of Gold.
Uhlaender hefur keppt á fjórum
vetrarleikum á eins manns sleða og
segir þörf á því að íþróttamenn geti
leitað sér hjálpar án þess að fara í
gegnum íþróttaþjálfara eða aðra
sem meta hæfni þeirra til að keppa.
Ekki sé nóg að hafa aðgang að
íþróttasálfræðingi sem geri fólk ein-
ungis tilbúið til að takast á við
áskoranir þegar komið er í keppni.
Í myndinni eru nokkrir ólympíu-
farar sem fallið hafa fyrir eigin
hendi eftir baráttu við þunglyndi
nefndir. Jeret Peterson, silfur-
verðlaunahafi í skíðafimi með
frjálsri aðferð, framdi sjálfsmorð
árið 2011. Steven Holcomb bob-
sleðakappi lést árið 2017 af of
stórum skammti af svefntöflum og
áfengi eftir langa baráttu við þung-
lyndi. Kelly Catlin hjólreiðakappi
féll fyrir eigin hendi í fyrra og
Pavle Jovanovic, annar bob-
sleðakappi, fór sömu leið fyrr á
þessu ári.
„Ég vil ekki sjá fleiri sjálfsmorð,“
segir Phelps í myndinni.
Komst aftur á toppinn
Eftir um það bil tveggja og hálfs
árs baráttu við þunglyndi og fíkni-
vanda var Tyson Fury orðinn um
180 kíló. „Ég var týndur þegar ég
var ekki að berjast,“ sagði hann í
hlaðvarpsþættinum. En eitt kvöldið
breyttist eitthvað. Hann ákvað að
verða heimsmeistari aftur. Hann
setti sér það markmið.
Til þess að dragast ekki niður í
þunglyndið aftur setti Fury sér lítil
markmið. „Ég setti mér það mark-
mið að losa mig við aukakílóin. Ég
setti mér markmið um að léttast
um 5 kíló og svo þegar ég náði því
setti ég mér markmið um að léttast
um önnur 5 eða 10 kíló.“ Hann
sagði að þegar hann hafi komist af
stað, hreyft sig og unnið að sínum
markmiðum, þjáðist hann ekki af
andlegum kvillum.
Skömmu eftir hlaðvarpsviðtalið
mætti Sígaunakonungurinn, eins og
hann er kallaður, í hringinn gegn
Deontay Wilder. Þeir börðust um
heimsmeistaratitilinn en dóm-
ararnir dæmdu bardagann jafntefli
að 12 lotum liðnum. Tæpum 15
mánuðum seinna, í febrúar á þessu
ári, sigraði Fury Wilder í öðrum
bardaga og varð þar með aftur
heimsmeistari eftir allt það sem á
undan var gengið. Hægt er að
sleppa úr prísundinni.
„Langaði bara
að deyja“
Ný heimildarmynd með Michael Phelps beinir
kastljósinu að andlegri heilsu ólympíufara sem
getur oft verið ábótavant. Talsvert hefur verið um
að íþróttafólk svifti sig lífi síðustu árin.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Tyson Fury eftir að hafa endurheimt heimsmeistaratitil sinn með sigri á Deontay Wilder í febrúar.
AFP
Michael Phelps heldur ræðu fyrr á þessu ári. Hann hefur verið iðinn við að láta
í sér heyra varðandi andlega heilsu íþróttamanna síðan hann hætti að synda.
AFP