Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 23
beinlínis
óskynsamlegt ef
hún væri ekki
hanskaklædd við þá
iðju daginn lon og daginn don.
Á dögum heimsfaraldurs hefur
auðvitað borið mest á einnota hönsk-
um, en sala á hefðbundnum hönskum
hefur einnig rokið upp. Þá er fólk að
leita sér að léttum og ófóðruðum
hönskum, sem unnt er að bera án
óþæginda allan daginn ef því er að
skipta. Það skiptir miklu máli að leðr-
ið sé mjúkt og þjált og andi nægilega
til þess að fólk verði ekki þvalt á
höndum. Þar eru ýmsir vaskaskinns-
hanskar bestir, en þeir eru auk þess
þeirrar náttúru að þá má þvo einfald-
Tískan breytist ár frá ári og umsumt er erfitt að átta sig á þvíhvernig þeir straumar verða
til og breiðast út, magnast og hjaðna.
„Tískan er ekkert annað en faraldur
af ráðnum hug,“ sagði rithöfundurinn
George Bernand Shaw og fleiri hafa
auðvitað dregið sömu ályktun, eins og
orðið tískufaraldur ber með sér. Ann-
að er mönnum ljósara, eins og hvern-
ig tískan tekur mið af ytri aðstæðum.
Þannig mátti sjá samhengi milli pilsa-
síddar liðinnar aldar og efnahags-
ástands, hún breyttist töluvert á
stríðstímum og þannig mætti áfram
telja.
Gerbreyttar ef ekki fordæma-
lausar aðstæður vegna heimsfarald-
urs hafa vitaskuld einnig áhrif á
tískuna með ýmsum hætti. Eins og
sjá má á liðlega aldargamalli úrklippu
úr bandrísku blaði brugðust tískuhús
þess tíma við spænsku veikinni árið
1918 með sínum hætti, þótt nytsemin
hafi verið umdeilanleg.
Nú á dögum heimsfaraldurs af
völdum kórónuveirunar hefur tísku-
geirinn einnig þurft að bregðast við
með ýmsu móti. Hann hefur mjög
fundið fyrir honum, þar sem víða hef-
ur þurft að loka fataverksmiðjum, af-
lýsa hefur þurft helstu viðburðum í
greininni og ótryggt efnahagsástand
almennt hefur einnig haft sín áhrif.
Þar inn í kemur einnig hvað Kínverj-
ar hafa sótt í sig veðrið, bæði í vefnaði
og fataframleiðslu á undanförnum ár-
um, en þeir eru langstærsti útflytj-
andi heims á því sviði, en árið 2018
nam sá útflutningur um 275 millj-
örðum Bandaríkjadala.
Tískuhúsin hafa brugðist við á
ýmsan hátt, sum hafa framleitt nýjar
flíkur sem miðast við þarfir sund-
urgerðarfólks í klæðaburði á meðan
plágan gengur yfir, en önnur sneru
sér að framleiðslu hlífðarfata og á
andlitsgrímum fyrir heilbrigðisgeir-
ann. Eins hafa snyrtivörufyrirtæki á
borð við L’Oreal og LVMH (Parfums
Christian Dior og Guerlain) snúið sér
að framleiðslu á handspritti og ámóta
vöru fyrir spítala, dvalarheimili og
lyfjaverslanir.
Sennilega — eða vonandi — verður
þessi plágutíska ekki mjög langvinn,
en þó er aldrei að vita. Ef heimsfarald-
urinn heldur áfram að krauma enn um
hríð og bóluefni láta á sér standa er
aldrei að vita nema hún festi sig í
sessi. Og mögulega verða einnig úr
varanlegar samfélagsbreytingar. Þó
að Íslendingar hafi (enn) ekki til-
einkað sér að bera grímur á götum úti,
þá er það orðið alvanalegt í helstu
borgum og bæjum bæði í Evrópu og
vestanhafs, sem hefði þótt óhugsandi
fyrir misseri. Það hefur hins vegar
verið alsiða í mörgum Asíulöndum síð-
ustu áratugi. Eins má vel vera að fólk
fari að bera hanska dags daglega,
hvort sem sérstök faraldursviðvörun
er eða ekki. Hvort tveggja dregur
enda úr líkunum á því að hreppa hvers
kyns umgangspestir og hvaða Íslend-
ingur vildi ekki fá sjaldnar kvef?
Grímur
Hátískufyrirtæki eins og Chanel, Sa-
int Laurent, Balenciaga, Gucci og
Christian Siriano hafa aðstoðað við að
svara margfaldri eftirspurn heil-
brigðisstarfsmanna eftir N95-
andlitsgrímum, en þau og fleiri hafa
einnig lagt sitt af mörkum við að
framleiða andlitsgrímur fyrir al-
menning, sem ekki líta allar út eins
og beint úr hryllingsmynd.
Sumar þeirra eru hrein merkjav-
ara og verðmiðinn eftir því, aðrar
gerðar til þess að fara með öðrum
flíkum eins og blússum, kjólum eða
drögtum, en fyrir herrana má fá
vasaklúta og grímur í stíl. Þá er tölu-
vert fram komið af grímum, sem eru
svo sérstakar og oft skrautlegar, að
telja má til listmuna og sækja jafnvel
fyrirmyndir í skrautgrímur fyrri
alda, jafnvel commedia dell’arte og
ættu sumar vel heima á grímudans-
leik. Svo er auðvitað kominn fram
sægur af alls kyns sniðugheitagrím-
um með neðri hluta hauskúpu, teikni-
myndafígúrum eða ámóta, þótt fæst
af því sé hægt að telja til tískuvöru.
Hálsklútar og slæður
Áhrifin á tískuna ná þó ekki aðeins til
andlitsgrímna, því með þeim hafa vin-
sældir rúllukragapeysa með kraga í
yfirstærð aukist og eins eru treflar
ekki lengur aðeins vetrarflík. Þá er
fólk fremur að horfa til silkitrefla og
hálsklúta, sem eru notaðir til þess að
hylja grímur að einhverju leyti. Sum-
ir nota þá jafnvel einvörðungu, en þó
að sóttvörnin sé þá ekki hálft jafn-
mikil og af góðum grímum, þá er sú
vörn miklu skárri en engin. Sömuleið-
is hafa slæður selst miklu betur en
um áratugaskeið, en þær eru vel til
þess fallnar að hylja eða draga at-
hyglina frá grímunum, sem fæstar
geta talist aðlaðandi, hversu vel sem
þær eru hannaðar.
Hanskar
Sú var tíð að allt heldra fólk gekk
með hanska dags daglega, enda
óhreinindi og ryk meira þá, að
ógleymdum ýmsum sóttkveikjum. Úr
henni dró mjög á síðustu öld eftir því
sem hreinlæti jókst og ný lyf drógu
mátt úr sýkingum. Þó eimdi eftir af
henni fram á sjöunda áratug liðinnar
aldar, þegar konur tóku loks að
leggja hanskana á hilluna. Ekki þó
allar, eins og Elísabet II. Englands-
drottning er gott dæmi um. Hjá
henni er það þó ekki aðeins fastheldni
í klæðaburði, heldur ekki síður til
þess að vera henni almenn vörn í dag-
legu lífi, þar sem hún fer úr einum
mannfjöldanum í annan og þarf iðu-
lega að taka í hönd annarra, svo
hundruðum skiptir á dag. Það væri
Tískan og
heims-
faraldurinn
Faraldurinn hefur haft margvísleg áhrif, þar á
meðal á tískuheiminn. Sumt er vafalaust dægur-
tíska en annað kann að festa sig í sessi.
Andrés Magnússon andres@mbl.is
WWD Archives
Þessi sólgleraugu frá Versace eru bæði
hátíska og hálfgildings andlitshlíf.
lega með því að vinda þá í vatni og
leyfa þeim að þorna yfir nótt.
Sólgleraugu
Líkt og sjá má í heilbrigðisgeiranum
lætur fólk í framlínunni ekki nægja
grímur, hanska og hlífðarflöt, heldur
notar það einnig andlitshlífar. Það
þykir fullmikið af því góða í daglegu
lífi, en þó má af tískunni sjá viðleitni í
sömu átt. Það er tæplega helber til-
viljun að í sólgleraugnatískunni hafa
sólgleraugu í yfirstærð mjög rutt sér
til rúms í ár, iðulega með tilvísun til
sjöunda og áttunda áratugarins. Þau
gera auðvitað ekki sama gagn og and-
litshlífar, en þau geta samt hlíft aug-
unum mikið og allur er varinn góður.
Mörg tískuhús hafa spreytt sig á því að gera snotrar og eftirtektarverðar andlitsgrímur, en einnig hafa ýmsir listiðnaðar-
menn skemmt sér við að búa til óvenjulegar grímur eins og diskókúlugrímu eða persónulegar grímur, þar sem andlit eig-
andans er prentað á þær. Svo hafa sum fyrirtæki eins og hið sænska Airinum, sem upphaflega gerði grímur fyrir
hjólreiðafólk og fólk með frjóofnæmi, brugðist skjótt við og hannað grímur sérstaklega með sóttvarnir í huga.
Hversdagshanska af þessu tagi má rekja nánast
óbreytta aftur til sautjándu aldar, en nú orðið
eru þeir helst notaðir með sjakketi við
brúðkaup, til aksturs eða þess háttar. En
þeir eru fyrirtak í heimsfaraldrinum líka.
Þessir eru úr peccary-leðri, sem er unaðslega
mjúkt, en þá má fá í ýmsu ódýrara leðri.
Nýjasta tískan á dögum spænsku veikinnar 1918. Mikið
vafamál er að blæjur sem þessar hafi gert minnsta gagn.
9.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU