Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Page 24
Hinsegin dagar verða hafðir í háveg-
um í Ríkissjónvarpinu um helgina,
bæði að kvöldi laugardags og sunnu-
dags, Stolt í hverju skrefi – hátíðar-
dagskrá Hinsegin daga nefnist
skemmtiþáttur á laugardagskvöldið
í tilefni af 20 ára afmæli Gleðigöng-
unnar þar sem flutt verður tónlist og
fólk tekið tali. Kynnar eru Sigurður
Gunnarsson og Ingileif Friðriks-
dóttir og Ragnar Eyþórsson stjórn-
aði upptöku. RÚV framleiðir þáttinn
í samstarfi við Hinsegin daga.
Á sunnudagskvöldið er svo á dag-
skrá heimildarmynd Hrafnhildar
Gunnarsdóttur, Fjaðrafok, sem
fjallar um tuttugu ára sögu Gleði-
göngunnar. „Fyrstu gleðisporin
voru tekin frá Hlemmi árið 2000, nú
tuttugu árum síðar er við hæfi að líta
um öxl. Fjaðrafok fjallar um sýni-
leikann, saumsporin, skipulagn-
inguna, þróun og þroska Gleðigöng-
unnar – Hinsegin daga og áhrifin
sem hún hafði á okkur öll,“ segir í
dagskrárkynningu.
Engin Gleðiganga fer fram á Hinsegin dögum vegna
kórónuveirufaraldursins en Ríkissjónvarpið verður
með dagskrá tileinkaða hátíðinni um helgina.
Gleðin flyst
yfir á skjáinn
Páll Óskar og
félagar voru í
miklu stuði í
Gleðigöng-
unni í fyrra.
Engum blöðum er víst um þaðað fletta að árið 2020 er þaðundarlegasta sem flest okkar
hafa upplifað. Fjöldatakmarkanir,
samkomubönn, tveggja metra regla,
andlitsgrímur og enginn bumbubolti
vikum saman. Eitt hefur þó ekki
verið bannað – sjónvarpsgláp, og
það hefur fólk vítt og breitt um
heiminn fært sér í nyt.
Ný bresk rannsókn hefur leitt í
ljós að meðal-bretinn varði 40% af
sínum vökustundum fyrir framan
sjónvarpið meðan heimsfaraldurinn
náði hápunkti þar um slóðir í vor og
sumar. Hafa ber í huga að Boris
Johnson gekk mun lengra en Katrín
Jakobsdóttir í varúðaraðgerðum sín-
um og Bretar þurftu um tíma að
sæta útgöngubanni. Fyrir þá sem
ekki eru með stígvél eða þrekhjól í
vaskahúsinu er fátt annað í boði við
þær aðstæður en gamla góða bókin
eða sjónvarpið. Og það síðarnefnda
gerði gott mót en ef marka má téða
rannsókn, sem þar til gerð eftirlits-
stofnun með fjölmiðlum, Ofcom,
gerði þá vörðu okkar bestu George
og Georgina heilum sex klukku-
stundum og 25 mínútum í sjónvarps-
gláp á dag meðan þau sættu út-
göngubanni í apríl. Ekki fylgir
sögunni hvað þau skötuhjú lásu
löngum stundum enda hefur Ofcom
mun minni áhuga á því. Þetta er
tæplega þriðjungi meiri tími en
George og Georgina vörðu í sömu
iðju í apríl í fyrra, þegar þau lágu að-
eins í hálfan annan tíma á dag yfir
sjónvarpinu. Nú eða sátu. Það liggja
ekki allir yfir sjónvarpinu enda þótt
það sé alltaf freistandi og þægilegt,
ekki síst ef menn eru vel sófaðir.
Samkvæmt rannsókninni hefur
streymisveitum á borð við Netflix,
Amazon Prime Video og Disney+
vaxið fiskur um hrygg á þessu ári og
setja rannsakendur það í beint sam-
hengi við ástandið í heiminum. Hefð-
bundnar sjónvarpsstöðvar bjóði upp
á takmarkað efni og fyrir vikið hafi
alþýða manna þurft að róa á önnur
mið til að gyrða fyrir almenna sút og
lífsleiða.
Í könnuninni kemur fram að áhorf
meðal-bretans á streymisveitur losi
nú rúma klukkustund á dag og í ald-
urshópnum 16 til 25 ára fari sá tími
upp í tvær klukkustundir.
Tólf m. bættu við sig veitu
Rannsókn Ofcom sýnir að tólf millj-
ónir Breta bættu við sig streymis-
veitu meðan á útgöngubanni stóð.
Um 7 milljónir þeirra voru þegar
með streymisveitu fyrir, um 2 millj-
ónir voru hættar með þá þjónustu en
tóku hana upp aftur og 3 milljónir
tryggðu sér aðgang að streymisveitu
í fyrsta sinn á ævinni.
Disney+ hefði ekki getað hafið
göngu sína á betri tíma, 24. mars,
daginn eftir að breska þjóðin fékk
fyrirmæli um að halda sig heima. Á
undraskömmum tíma er þessi nýja
streymisveita komin með bronsið, á
eftir Netflix og Amazon Prime Vid-
eo. Hefur sumsé reykspólað fram úr
bæði BBC iPlayer og Sky Now TV.
Skýringin liggur svo sem í augum
uppi; skólar voru lokaðir og eitthvað
urðu foreldrar að finna handa
ómegðinni að gera á meðan.
„Það blasir við að þetta hafa verið
nær fullkomin skilyrði fyrir allar
helstu streymisveiturnar,“ segir
Richard Broughton, hjá greiningar-
fyrirtækinu Ampere, við breska
dagblaðið The Guardian. „Meðan á
útgöngubanninu hefur staðið hefur
verið skortur á valkostum þegar
kemur að afþreyingu; fólk má hvorki
hitta vini sína og kunningja né fara í
kvikmyndahús, veitingastaði, klúbba
og ölstofur. Þar sem fjölbreytnin í
hefðbundnu sjónvarpi er til þess að
gera takmörkuð var fólk óðum að
verða uppiskroppa með efni til að
horfa á.“
Þetta staðfestir rannsóknin en
hefðbundnir miðlar á borð við BBC,
ITV, Channel 4 og fleiri tóku til að
byrja með kipp eftir útgöngubann
en sú sæla reyndist vera skamm-
vinn.
Frestun stórviðburða á borð við
Evrópumeistaramótið í knattspyrnu
og Ólympíuleikana hefur að vonum
komið sér illa fyrir hefðbundnar
sjónvarpsstöðvar sem áttu réttinn á
því vinsæla efni. Þá liggur fram-
leiðsla á nýjum þáttum, svo sem hin-
um geysivinsælu Love Island, niðri
meðan á faraldrinum stendur og
áhorfendur taka því ekki þegjandi
og hljóðalaust að boðið sé upp á
endursýningar á Coronation Street
og Eastenders í staðinn.
Með fullri virðingu fyrir þeim ól-
seigu og ágætu þáttum.
Allt fram
streymir ...
Eins og heimsfaraldurinn kemur illa við marga þá
blómstra streymisveitur á borð við Netflix og
Amazon Prime Video sem aldrei fyrr enda hefur
fólk meiri tíma til að horfa á sjónvarp en áður.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þættirnir um Joseph „Joe Exotic“ Maldonado, tígrana hans og ævintýri þeirra hafa slegið rækilega í gegn á Netflix. Þessi
vinsæla efnisveita hefur styrkt stöðu sína til muna á markaðnum meðan á heimsfaraldrinum hefur staðið á árinu.
AFP
Það getur verið lífsspursmál fyrir heimili þessa heims að hafa aðgang að vönd-
uðu barnaefni á þessum síðustu og verstu tímum, svo sem Disney+.
AFP
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020
LÍFSSTÍLL
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!