Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020
LESBÓK
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
með súkkulaðibragði
MÁLMUR Corey Taylor, söngvari málmbandanna
Slipknot og Stone Sour, sendir frá sér sína fyrstu sóló-
plötu, CMFT, í byrjun október. Í samtali við finnsku
sjónvarpsstöðina Kaaos TV kveðst hann ekki hafa haft
nein áform um að gefa út sólóefni en þar sem bæði
blaðamenn og aðdáendur hafi þráspurt sig um slíkt
verkefni hafi hann farið að spá í það. „Því fleiri sem
spurðu um þetta, þeim mun meira fór ég að velta fyrir
mér hvernig sólóplata frá mér myndi hljóma. Svo áttaði
ég mig á því að ég á helling af lögum sem ég hef samið
gegnum árin sem falla ekki að neinu sem ég hef verið að
gera. Fín lög en hljóma hvorki eins og Slipknot né Stone
Sour,“ segir Taylor og bætir við að hann sé þegar farinn
að leggja drög að annarri sólóplötu.
Sólóplata frá Taylor
Corey Taylor
á sviði með
Stone Sour.
AFP
VIGT „Samfélagið er búið að spyrða saman mjótt og
gott. Mjótt er sama og gott, feitt er sama og vont. Í
þessu felst mikil eyðilegging og er satt best að segja
ógnvekjandi,“ segir bandaríska leikkonan Beanie
Feldstein í samtali við breska blaðið The Indep-
endent. Svo langt gekk það einu sinni að Feld-
stein þurfti að rita grein til að biðja fólk að
hætta að hrósa sér þegar hún losnaði við
nokkur kíló vegna hlutverks sem hún var
að leika. Hún fékk mikil viðbrögð við
greininni, meðal annars frá fólki sem var í
raun og veru veikt en hafði eigi að síður
verið hælt á hvert reipi á samfélagsmiðlum fyrir
að missa einhver kíló. AFP
Ian Gillan, söngvari Deep Purple.
Fjólublátt
áfram
ELJA Þremur árum eftir að þeir
hrintu af stokkunum tónleikaferð-
inni „Kveðjan langa“ hafa gömlu
rokkbrýnin í Deep Purple engin
áform um að leggja upp laupana,
eins og frystihúsin forðum. Þetta
kom fram í samtali vefmiðilsins
Cleveland.com við söngvara bands-
ins, Ian Gillan.
„Fyrir nokkrum árum var þrýst á
okkur að gera eins konar útgöngu-
áætlun – við höfðum allir verið í
betra formi líkamlega þannig að við
féllumst á kveðjutúr,“ sagði Gillan
sem orðinn er 74 ára. „En lykilorðið
í þessu er „langur“, svo já, mjög
langur. Við eigum eftir að fara ein-
hvern spöl enn. Það gerist auðvitað
ekkert að sinni en þegar það verður
óhætt geri ég ráð fyrir að við mun-
um skemmta okkur aðeins á ný.“
Hann sleppti sér gjörsamlegaog varð eldrauður í framan.Okkur krossbrá. Ég beið
eftir að Ellen skakkaði leikinn. „Slak-
aðu á, Ed, ekki tala með þessum
hætti.“ En veistu hvað hún gerði?
Hún flissaði. Hún krosslagði bara
fæturna í sæti sínu og sagði: „Ég býst
við að allir þættir þurfi sinn snata.“
Upp frá því vissum við að Ed myndi
verða geltandi hundur – hundurinn
hennar. Það hvítnuðu allir upp. Við
erum fagfólk, fullorðið fólk. Við þurf-
um ekki hund til að skipa okkur að
vinna vinnuna okkar. Hún var sú eina
sem flissaði.“
Þannig komst Hedda Muskat,
fyrrverandi framleiðandi við spjall-
þátt Ellenar DeGeneres, að orði í
samtali við fjölmiðilinn The Wrap í
vikunni, þegar hún lýsti upplifun
sinni af samskiptum Eds Glavins, að-
alframleiðanda þáttarins, og óbreytts
starfsmanns.
Þetta er bara ein af fjölmörgum
sögum sem sagðar hafa verið um Ell-
en DeGeneres og andrúmsloftið við
gerð spjallþáttar hennar í Bandaríkj-
unum að undanförnu og ríma illa við
þá mynd sem flestir áhorfendur hafa
haft af konunni sem virkar hvers
manns hugljúfi á skjánum og gefur
gestum í sal gjafir á bæði borð áður
en hún klykkir út með frasanum
„verið almennileg hvert við annað“.
Fallið hefur hratt á glansmyndina
og fjölmiðar beggja vegna Atlantsála
velta nú fyrir sér hvort Ellen sé
Fellur á
glansmyndina
Öll spjót standa á spjallþáttadrottningunni Ellen
DeGeneres þessa dagana eftir ásakanir um yfir-
gang og dónaskap hennar og framleiðenda þáttar
hennar í garð starfsmanna og jafnvel gesta.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Dakota Johnson svaraði Ellen fullum hálsi.
AFP
Ellen DeGeneres hefur sætt gagnrýni úr mörgum áttum á
undanförnum misserum. Hinsegin samfélagið hefur til dæmis
legið henni á hálsi fyrir vináttu hennar og George W. Bush,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir þær sakir að hann hafi á
sinni tíð verið andvígur hjónaböndum samkynhneigðra. Þá fékk
hún skömm í hattinn úr sömu átt þegar hún lagði til að spé-
fuglinn Kevin Hart yrði endurráðinn til að kynna óskarsverð-
launahátíðina eftir að hafa orðið ber að fordómum í garð
samkynhneigðra.
Ellen, sem sjálf er samkynhneigð, svaraði
því í báðum tilvikum til að hún gæti vel átt
vini án þess að deila skoðunum með
þeim. „Við erum öll ólík og stundum
held ég að við höfum gleymt því að það
er allt í lagi að vera ólík,“ segir hún og
bætir við að við eigum að vera al-
mennileg við alla, ekki bara þá
sem deila sömu grundvall-
arskoðunum og við.
Skömmuð af hinsegin fólki
George
W. Bush
Bandaríska
leikkonan Be-
anie Feldstein.
Mjótt er gott og feitt er vont