Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Síða 29
hreinlega búin að vera sem þátta- stjórnandi í sjónvarpi. Segja má að vandræði Ellenar hafi hafist í nóvember í fyrra þegar hún átti mjög vandræðalegt samtal við leikkonuna Dakotu Johnson í þætti sínum. Ellen byrjaði sem frægt er á því að upplýsa að Johnson hefði ný- lega fagnað þrítugsafmæli sínu og spyrja hvernig samkvæmið hefði ver- ið. „Mér var ekki boðið.“ Í stað þess að hlæja bara og drepa málinu á dreif svaraði Johnson Ellen nokkuð óvænt fullum hálsi. „Það er ekki rétt, ég bauð þér en þú mættir ekki.“ Ellen brá í brún en kannaðist ekki við að hafa verið boðið. „Spurðu bara Jonat- han, framleiðandann þinn,“ svaraði Johnson og á daginn kom að hún hafði í raun og sann boðið Ellen í þrí- tugsafmælið sitt. Hlaut leikkonan unga mikið lof fyr- ir að standa fast á sínu og láta Ellen ekki slá sig út af laginu. Þetta samtal varð til þess að ein- hverjir fóru að velta fyrir sér hvort Ellen væri ekki öll þar sem hún er séð. Og skyndilega rak hver sagan aðra. Hollenski förðunarmeistarinn Nikkie Tutorials talaði um að Ellen hefði verið „köld og fjarlæg“ þegar hún heimsótti þáttinn, auk þess sem „úrillur lærlingur“ hefði tekið á móti henni og að hún alls ekki mátt nota næsta náðhús, þar sem það var frá- tekið fyrir Jonas-bræður. Þá rifjaði ástralski útvarpsmað- urinn Neil Breen upp að allir hefðu tiplað á tánum í kringum Ellen þegar þátturinn kom í heimsókn til Ástralíu. „Heyrðu, Neil. Enginn má tala við Ellen. Þú talar ekki við hana, þú nálg- ast hana ekki, þú yrðir ekki einu sinni á hana,“ var honum tjáð af starfs- manni þáttarins. Í maí síðastliðnum ræddi Tom Majarek, fyrrverandi lífvörður Ell- enar, hegðun hennar við Fox News. „Hún er mjög köld og slóttug og kemur ómerkilega fram við alla nema þeir tilheyri hennar innsta hring. Þetta truflaði mig árum saman. Hún virkar vel upplýst, jákvæð og æðisleg og allir elska hana og virða en það er alls ekki málið þegar maður hittir hana. Eftir að hafa haft bein sam- skipti við hana sé ég að henni er slétt sama um alla aðra svo lengi sem hún fær sínu framgengt.“ Nú síðast stigu leikararnir Brad Garrett og Lea Thompson fram og sögðust þekkja marga sem Ellen hefði komið illa fram við og að það væri á allra vitorði í Hollywood. Þessar umsagnir eru þó hjóm hjá þeim ásökunum sem hópur fyrrver- andi starfsmanna við þáttinn lagði fram í tveimur greinum á vefmiðl- inum BuzzFeed News í júlí. Fyrst ræddu tíu fyrrverandi starfsmenn um að andrúmsloftið við gerð þátt- anna væri eitrað og að fólki væri sagt upp störfum af minnsta tilefni, eins og til dæmis fyrir að taka sér frí til að vera við útfarir. Einn starfsmaður sagði að slökkt væri á almennileg- heitunum um leið og myndavélunum. „Þetta er allt sýndarmennska.“ Þátturinn sætir rannsókn Síðan sökuðu 36 fyrrverandi starfs- menn aðalframleiðendur þáttarins um kynferðislega áreitni og aðra mis- beitingu valds. Fullyrtu þeir að Ellen sjálfri væri fullkunnugt um þá hegð- un en að hún leiddi hana hjá sér. Í millitíðinni hrinti fyrirtækið sem framleiðir þáttinn, WarnerMedia, í framkvæmd rannsókn á ásökununum og þegar hefur komið fram að breyt- ingar verði gerðar í ljósi þess að sam- töl við starfsmenn hafi leitt í ljós að pottur sér brotinn við daglega stjórn- un þáttarins. Sjálf hefur Ellen DeGeneres sent samstarfsfólki sínu bréf og beðist vel- virðingar á því að grunngildi þátt- arins um hamingju og vellíðan hafi ekki verið í heiðri höfð. Í því sam- bandi bendir hún þó aðallega á aðra en sjálfa sig. „Sem manneskja sem var dæmd og missti hér um bil allt fyrir að vera bara ég sjálf skil ég mætavel og hef djúpa samúð með öll- um sem litnir hafa verið hornauga eða illa hefur verið komið fram við, ekki sem jafningja, eða – sem verra er – sýnd lítilsvirðing. Að einhverjum ykkar hafi liðið þannig er hræðilegt frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Ellen í bréfinu. Næsta sería af þættinum á að fara í loftið 9. september og hefur Warner- Media enn sem komið er staðið við bakið á Ellen. Leitin að arftaka henn- ar er þó hafin í fjölmiðlum ytra og er enski háðfuglinn James Corden oft- ast nefndur í því sambandi en hann hefur slegið í gegn í þættinum The Late Late Show á CBS. Ellen DeGeneres hefur stjórnað geysivinsælum spjall- þætti í sjónvarpi frá 2003. AFP 9.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. MÁLMUR Bandaríska málmbandið Trivium hefur fest kaup á risastóru flugskýli í Orlando. Ekki eru uppi áform um flugrekstur, heldur ætla Matt Heafy og félagar að breyta húsnæðinu í æfingarými, hljóðver og geymslu fyrir búnað sinn. Í sam- tali við bresku sjónvarpsstöðina Rock Sound segir Heafy einnig koma til greina að efna þar til tón- leika þegar fram líða stundir. Aðdáendur Trivium hafa verið dug- legir að stinga upp á nöfnum á skýl- ið, t.a.m. St. Hangar. Festu kaup á flugskýli Matt Heafy í essinu sínu á tónleikum. AFP BÓKSALA Í JÚLÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Vegahandbókin 2020 Ýmsir 2 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 3 Þerapistinn Helene Flood 4 Tíbrá Ármann Jakobsson 5 Handbók fyrir ofurhetjur – fimmti hluti Elias og Agnes Våhlund 6 Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides 7 Þess vegna sofum við Matthew Walker 8 Sumar í París Sarah Morgan 9 Kortabók Örn Sigurðsson 10 Risasyrpa – frægð og frami Walt Disney 11 X leiðir til að deyja Stefan Ahnhem 12 Hálft hjarta Sofia Lundberg 13 Þrír tímar Anders Roslund 14 Hittu mig á ströndinni Jill Mansell 15 Hafnargata Ann Cleeves 16 Í vondum félagsskap Viveca Sten 17 Ættarfylgjan Nina Waha 18 Þorpið Camilla Sten 19 Pabbastrákur Emelie Schepp 20 Sjáðu mig falla Mons Kallentoft Allar bækur Ég viðurkenni að þegar ég var beð- in um að skrifa nokkur orð um þær bækur sem ég er að lesa hélt ég að verið væri að gera grín að mér. Ég er nefnilega enginn lestrarhestur og hef aldrei verið. Sem góður námsmaður hef ég auðvitað lesið heilan helling mér til gagns en ynd- islestur lærði ég ekki. Ég hef gert ótal tilraunir til þess að bæta úr þessu og byrjað á bókum sem vel lesið fólk mælir með en fæstar hef ég klárað. Í mörg ár hef ég skamm- ast mín fyrir þetta og verið ansi grimm við sjálfa mig – ég meina hversu erfitt er að lesa bók frá byrjun til enda? Þetta á ekki að vera flókið. Fyrir um það bil tveimur árum varð ég síðan fyrir uppljómun. Ég var á leiðinni utan og ákvað að kaupa mér bók í fríhöfninni. Ég hugsaði með mér að nokkrar klukkustundir í flugvél væru kjörið tækifæri til þess að pína mig í gegn- um bók í stað þess að horfa á kvik- myndina Notebook í milljónasta skipti. Bókin sem ég valdi var This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate eftir Naomi Klein. Í fyrsta skipti á ævi minni upplifði ég það sem aðrir höfðu svo oft lýst – ég varð heltek- in af bókinni og gat ekki lagt hana frá mér. Ég kláraði rúm- lega 500 blaðsíðna bók á nokkrum dögum! Þá áttaði ég mig á því að bækur eru auðvitað ekki bara bæk- ur og fólk er ekki annaðhvort les- arar eða ekki. Alveg eins og með kvikmyndir þá hefur fólk ólíkan smekk og fjölbreytt áhugasvið. Ég var alltaf að rembast við að lesa skáldsögur mér til skemmtunar en áttaði mig þarna á því að raunveru- leikinn væri mun áhugaverðari. Eftir þessa örlagaríku flugferð hef ég lesið hverja bókina á fætur ann- arri, þar standa upp úr; No Logo: No Space, No Choice, No jobs; No is Not Enough: Resisting Trumṕs Shock Politics and Winning the World We Need (einnig skrifaðar af Naomi Klein); Scattered Minds: The Origins and Healing of At- tention Deficit Dis- order eftir dr. Gabor Maté og svo bókin Down Girl: The Logic of Misogyny eftir heimspekinginn Kate Manne. Núna er ég að lesa magnaða bók um það hvernig manns- heilinn starfar og býr til tilfinningar. Hún heitir How Emo- tions are Made: The Secret Life of the Brain og er skrifuð af sálfræð- ingnum og taugavísindamanninum Lisu Feldman Bar- rett. Ég mæli mikið með þessari bók, hún er svo upplýs- andi og skemmti- lega skrifuð. Næst á dagskrá er svo að lesa nýjustu bók heimspekings- ins Kate Manne sem ber heitið En- titled: How Male Privilege Hurts Women en hún kemur út 11. ágúst næstkomandi. SVALA HJÖRLEIFSDÓTTIR ER AÐ LESA Bækur ekki bara bækur Svala Hjörleifs- dóttir er grafískur hönnuður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.