Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.08.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.8. 2020 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.40 Dóra og vinir 09.05 Tappi mús 09.10 Mæja býfluga 09.25 Adda klóka 09.50 Zigby 10.00 Mia og ég 10.25 Lína Langsokkur 10.50 Latibær 11.10 Lukku-Láki 11.35 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Friends 13.55 Nei hættu nú alveg 14.35 Katy Keene 15.20 Drew’s Honeymoon House 16.05 Moonlight Sonata: Deafness in Three Movements 17.30 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Sportpakkinn 19.00 Bibba flýgur 19.25 Who Wants to Be a Millionaire 20.20 Mystery 101 21.45 Rebecka Martinsson 22.35 Pennyworth 23.30 Queen Sugar 00.15 The Sandhamn Mur- ders 7 ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að vestan 20.30 Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra – Fjórði þáttur 21.00 Að norðan 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 20.00 Mannamál 20.30 Eldhugar: Sería 1 21.00 21 – Úrval 21.30 Bærinn minn Endurt. allan sólarhr.14.30 90210 15.15 Carol’s Second Act 16.05 Survivor 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is Us 19.05 Einvígið á Nesinu 2020 20.00 The Block 21.00 The Act 21.55 Godfather of Harlem 22.55 City on a Hill 23.50 Love Island 00.45 Hawaii Five-0 01.30 Blue Bloods 02.15 Seal Team 03.00 The Affair 04.00 Black Monday 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Tónlist í straujárni. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta á Suð- urnesjum. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Bítlatíminn. 15.00 Hnallþóran. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Kínverski draumurinn. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Söguþula sögð af einu fífli. 20.35 Vegur að heiman er vegur heim. 21.15 Kvöldvaka: Sagnaþætt- ir. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.46 Hrúturinn Hreinn 07.53 Klingjur 08.04 Lalli 08.11 Stuðboltarnir 08.23 Nellý og Nóra 08.30 Robbi og Skrímsli 08.52 Hæ Sámur 08.59 Unnar og vinur 09.22 Ronja ræningjadóttir 09.45 Sammi brunavörður 09.55 Þvegill og skrúbbur 10.00 Af fingrum fram 10.50 Venjulegt brjálæði 11.30 Átta raddir 12.05 Pricebræður bjóða til veislu 12.35 Treystið lækninum 13.25 Tónstofan 13.50 Landakort 14.00 Íslandsmótið í golfi 17.30 Hinseginleikinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Í fremstu röð 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sumarlandinn 20.20 Fjaðrafok 21.30 Löwander-fjölskyldan 22.30 Íslenskt bíósumar: María 24.00 Hljóðrás: Tónmál tím- ans – Geimkapp- hlaupið 00.40 Dagskrárlok 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. DJ Dóra Júlía sagði frá breska dans- aranum og skemmtikraftinum Austyn Farrell í ljósa punktinum en hann hefur aldeilis létt lundina hjá nágrönn- um sínum í sumar. „Á meðan fólk í Bretlandi hélt sig mestmegnis heima fyrir stóð Farrell úti á miðri götu í nágrenni sínu þar sem hann sýndi hinar ýmsu dans- rútínur klæddur í glæsileg föt og hælaskó. Tók hann meðal annars „Proud Mary“ eftir Tinu Turner sem féll vel í kramið hjá fólki í kring en hann kallar eftirhermu sína „Quarantina Turner“, eða „sóttkvíar Tinu Tur- ner“,“ sagði Dóra á K100. Sjáðu sóttkvíar Tinu Turner á K100.is. Sóttkvíar-Tina Turner slær í gegn Hver man ekki eftir vísitölu-fjölskyldunni geðþekku,Ozzy, Sharon, Kelly og Jack, sem birtist heiminum í öllu sínu veldi í hinum vinsælu sjónvarps- þáttum The Osbournes á MTV- sjónvarpsstöðinni frá 2002 til 2005? Einn, tveir, þrír … Já, allir. Þið megið setja hendurnar niður núna. Færri vita þó líklega að einn fjöl- skyldumeðlim vantaði; elstu dóttur þeirra Ozzys mykrahöfðingja og Sharonar, Aimée. Hún var átján ára á þessum tíma, hafði metnað til að verða söngkona og gat ekki hugsað sér að taka þátt í sprellinu með for- eldrum sínum og systkinum. Það gekk raunar svo langt að hún flutti út af heimilinu til að tryggja sér skjól frá myndavélunum. „Faðir minn var býsna þekktur meðan ég var að vaxa úr grasi og ég mat einkalíf mitt alltaf mikils innan fjölskyldunnar,“ sagði Aimée í sam- tali við bandarísku útvarpsstöðina Q104.3 í New York á dögunum. Hún gerði strax ráð fyrir því að þættirnir myndu vekja mikla athygli og gat ekki hugsað sér að verða þekkt fyrir að vera unglingur á þessu óvenjulega heimili sem myndi svo loða við hana um aldur og ævi. „Það rímaði ekki við þá sýn sem ég hafði á framtíðina. Þetta kom augljóslega vel út fyrir hina í fjölskyldunni en ég hefði aldrei getað íhugað af neinni al- vöru að taka þátt í þessu,“ sagði hún í viðtalinu. Aimée gat ekki hugsað sér að rugla saman opinberu lífi og einkalíf- inu; hún þurfti einfaldlega meira næði en foreldrar hennar gátu boðið henni upp á. Ákvörðun hennar um að halda sig alfarið frá þáttunum reyndi líka á fjölskylduna og Sharon hefur margsagt að val Aimée hafi verið þungbært. „Elsta dóttir mín, Aimée, fór ung að heiman; gat ekki búið í húsinu vegna þess að sjónvarpsupptökurnar gerðu hana brjálaða,“ sagði hún í samtali við sjónvarpsþáttinn Talk Talk. „Hún vildi ekki alast upp í mynd. Hún þoldi ekki þá hugmynd, hafði raunar ímugust á henni. Þannig að hún fór og ég iðrast þess á hverj- um einasta degi.“ Gagnrýndi þættina opinberlega Ekki bætti úr skák að Aimée lét sér ekki nægja að vera til hlés heldur gagnrýndi hún hegðun foreldra sinna opinberlega meðan þættirnir voru sýndir. Virtist hreinlega skammast sín fyrir þá. Það flækti svo málið enn frekar að Sharon veiktist af krabbameini á þessum tíma og Ozzy týndi hér um bil lífi í slysi. Þá glímdu bæði Kelly og Jack við fíkni- efnavanda. Aimée þreifaði fyrir sér í tónlist og árið 2015 stofnaði hún hljómsveitina ARO (upphafsstafir hennar, Aimée Rachel Osbourne). Sú ágæta sveit liggur býsna langt frá málminum sem faðir hennar er þekktur fyrir og skilgreina mætti hana sem svuntu- popp. ARO gaf út þrjár smáskífur á árunum 2015 og 2016 en fyrsta stóra platan hefur látið á sér standa. Fyrr á þessu ári kom þó nýtt lag, Shared Something With the Night, þannig að biðin gæti verið að styttast. Hlé hefur verið á tónleikahaldi um skeið en Aimée hyggst ráða bót á því um leið og aðstæður leyfa. „Það verður draugalegt og ljóðrænt í senn með neónljósum og geislum sem grípa munu öll skynfærin.“ Aimée Osbourne fæst við söng eins og faðir hennar. AFP HVER ER AIMÉE OSBOURNE? Huldudóttir Myrkrahöfðingjans Osbourne-fjölskyldan í banastuði að vanda; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.