Morgunblaðið - 22.09.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.09.2020, Qupperneq 1
Nýliðun hefur verið góð í Mývatni síðustu ár og eru fjórir „býsna góð- ir“ árgangar á leiðinni, að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræð- ings á Hafrannsóknastofnun. Hann segir að rannsóknaleiðangur um síð- ustu mánaðamót hafi lofað góðu og gert sé ráð fyrir auknum veiðum á silungi á næsta ári. Veiðin gæti farið úr 2-2.500 sil- ungum eins og algengt hefur verið síðustu ár í 5-10 þúsund fiska á næsta ári. Til samanburðar var meðalveiði á árunum í kringum 1970 um 30 þúsund silungar árlega. Guðni segir að veiðistjórnun og verndunaraðgerðir á síðustu árum hafi greinilega skilað sér, en farið var í aðgerðir 2011 til að byggja bleikjustofninn upp í kjölfar alvar- legrar niðursveiflu. Þá hefur fæðu- framboð verið stöðugt síðustu ár. Hann leggur áherslu á að stofninn verði nýttur af skynsemi og sjálf- bærni verði höfð að leiðarljósi. aij@mbl.is »6 Fjórir góðir árgangar eru á leiðinni  Bleikjan í Mývatni hefur tekið við sér eftir verndaraðgerðir síðustu ára Ljósmynd/Árni Einarsson Mývatn Bleikjuhrygna á riðabletti á hrygningartímanum. Hún hefur hreinsað mölina og lætur hrognin falla á milli steina þegar þar að kemur. Stofnað 1913  222. tölublað  108. árgangur  Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 2 0 TÓNLIST SEM LYFTIR ANDA MANNSINS LÉTU SÉR HVERGI BREGÐA BRONSLIÐIÐ KEMUR Í HEIM- SÓKN Í KVÖLD FUGLALÍF VIÐ LANDFYLLINGU 11 ÍSLAND MÆTIR SVÍÞJÓÐ 27BEETHOVEN Í 250 ÁR 28 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það greinir kórónuveirukreppuna frá kreppunum 1988-95 og 2008 að kaupmáttur launa hefur haldist. Hins vegar er hagkerfið ekki talið standa undir því til lengdar, án þess að til komi ný verðmætasköpun. Kreppurnar voru bornar saman í skýrslu kjaratölfræðinefndar. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur SI, tekur undir með nefndinni að renna þurfi fjölbreyttari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. „Við höfum tiltölulega skamman tíma og við þurfum að gera þetta strax,“ segir Ingólfur. Henný Hinz, fyrrv. deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir að þótt kaup- máttur reglulegra launa sé að aukast horfi margir fram á minni tekjur. „Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur í mörgum tilfellum dregist verulega saman á heimilum þar sem dregið hefur úr atvinnu, eða fólk misst vinnuna,“ segir hún. Miklu skipti að halda verðbólgu niðri. Yngvi Harðarson hagfræðingur segir leiðandi hagvísi Analytica benda til „að botninn í niðursveifl- unni sé ekki alveg í augsýn“. Kaup- máttur geti ekki til lengdar verið ónæmur fyrir núverandi stöðu efna- hagsmála. „Samkvæmt greiningu okkar í ágúst virtist hagvísirinn vera að þróast í takt við hagvísa erlendis. Síðasta greining bendir hins vegar til að það sé ekki alls kostar rétt. Ný bylgja kórónuveirunnar og ferðatak- markanir sem af henni leiða hafa talsvert að segja.“ segir Yngvi. Veiran dekkir horfurnar  Kaupmáttur eykst í kórónuveirukreppunni, þvert á kreppurnar 1988-95 og 2008  SI segja lítinn tíma til stefnu til að verja kaupmáttinn  Veiran lækkar hagvísi MHöfum lítinn tíma … »12 enda eru aðgreindir eftir svæðum. Einnig mæta nemendur á ólíkum tímum til kennslu. Enn aðrir sitja fyrir framan tölvuna heima við og sinna námi sínu með hjálp fjarkennslu. Hér má sjá þá Jón Arnór Styrmisson og Sveinbjörn Skúla Frá og með gærdeginum þurfa allir nemendur í menntaskóla að bera grímur innan veggja skóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðverunni er ólíkt háttað eftir skólum. Sums staðar er notast við aðgreiningu innan veggja skólans þannig að hópar nem- Óðinsson bregða á leik í hæfilegri fjarlægð í kennslustund í ljósmyndun í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Óvíst er hve lengi tilmæli sóttvarnayfirvalda koma til með að gilda og mun það fara eftir þróun smita á landinu. »4 Grímurnar setja svip sinn á skólastarf í menntaskólum Morgunblaðið/Eggert Grímuskylda í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið hálf- bróður sínum, Gísla Þór Þórarins- syni, að bana í Mehamn í Noregi að- faranótt 27. apríl í fyrra, kveðst hafa orðið viti sínu fjær af sorg og bræði í kjölfar þess að hafa orðið þess áskynja að fyrrverandi eiginkona hans og hálfbróðir hans væru orðin svo náin sem raun bar vitni. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í Vadsø við upphaf aðalmeðferðar málsins í gærmorgun. Gunnar segist ekki hafa ætlað sér að ganga svo langt sem raun bar vitni, fyrir honum hefði ein- ungis vakað að skjóta Gísla Þór skelk í bringu. Hann neitaði að hafa myrt bróður sinn að yfirlögðu ráði en játaði morð af gáleysi. Gunnar játaði sök í öllum öðrum ákæruliðum. »2 Viti sínu fjær af sorg Héraðsdómur Réttað er yfir Gunn- ari Jóhanni í Vadsø í Noregi.  Aðalmeðferð hafin í Mehamn-málinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.